Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Side 8
8 Fréttir Vikublað 2.–4. febrúar 2016 Á nokkrum vikum hafa tveir suðvestanstormar valdið miklu landbroti við ströndina við Vík í Mýrdal. Fjörutíu metrar af grónu landi hurfu eins og dögg fyrir sólu og mikill sjór flæddi inn í austasta hluta þorpsins þar sem iðnfyrirtæki hafa aðstöðu ásamt meðal annars Vega­ gerðinni. Heimamenn hafa mikl­ ar áhyggjur af þróun mála þar sem varnarlínan fyrir opnu Atlantshafinu er nú nánast að engu orðin. „Ég myndi ekki taka svo stórt til orða að hér væri neyðarástand. Hins vegar er staðan sú, eftir þessa hvelli að það getur skapast hér neyðar­ ástand ef saman fer há sjávarstaða og hvassviðri með suðvestanátt. Þá er hætt við að síðasta vörnin gefi sig,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Hvarf eins og dögg fyrir sólu Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd­ um sem Þórir N. Kjartansson ljós­ myndari tók á flugi yfir strand­ lengjunni fyrr í þessum mánuði, er sjórinn að vinna sig að austasta hluta byggðarlagsins. Margt athygl­ isvert má lesa út úr myndinni sem tekin var þann 11. janúar á þessu ári. Í fyrsta lagi sést greinilega hversu mikið landbrotið hefur verið aust­ ast í þorpinu. Rauða línan sýn­ ir hvar gróni bakkinn var í nóvem­ ber. Ásgeir sveitar stjóri bendir á að þarna hafi verið melgresi þar sem rótar kerfið er flókið og öflugt. „Þetta hvarf eins og dögg fyrir sólu.“ Þá má einnig sjá hvernig sandfangarinn út frá ströndinni er að vinna sitt verk. Sandur gengur fram með honum á báða vegu og ljóst má vera að þessi tilraun er að heppnast vel. Hins vegar hefur molnað mjög úr garðinum og þar sem var öflugur brimbrjótur við enda garðsins, eða eins konar haus, er nú brimið búið að skola stærstum hluta stórgrýtisins í burtu. Ljóst var við upphaf byggingar sandfangarans, árið 2010, að um til­ raun var að ræða og að hann myndi eingöngu tryggja fjöruna að vest­ anverðu að Reynisfjalli. Ströndin er því óvarin með öllu austan við fangarann. Síðasta víglínan orðin þunn Ásgeir Magnússon segir ráðamenn hafa skilning á stöðunni. Hann hefur rætt við innanríkisráðherra og starfsmenn Vegagerðarinnar og fyrir dyrum stendur sameiginlegur fundur með innanríkisráðherra eða starfsmönnum ráðuneytisins og vegamálastjóra. Fjörutíu milljónir króna eru á fjárlögum þessa árs til undirbúnings fyrir nýjan sand­ fangara austar en sá sem fyrir er. Ásgeir segir ljóst að stærra grjót n Sjórinn brýtur 40 metrum nær þorpinu frá áramótum n Gæti skapast neyðarástand ef fer saman há sjávarstaða og hvassviðri Eggert Skúlason eggert@dv.is „Þetta hvarf eins og dögg fyrir sólu 40 m. Öflugur sandfangari Á aðfangadag 2011. Sandfangarinn til í slaginn. Fremst á honum er öflugur haus sem á að standast kröftugt brimið. Mynd Þórir n. KjartanSSon Mikið landbrot á skömmum tíma Þessi mynd er tekin 11. janúar og eins og sjá má á rauðu línunni hefur sjórinn étið sig á skömmum tíma um fjörutíu metra í átt að byggðinni. Nú er orðið mjög stutt í varnargarðinn sem liggur samsíða rauðu línunni. Gefi garðurinn sig mun sjór streyma inn í þorpið, en landið er víða lægra innan við garðinn. Mynd Þórir n. KjartanSSon SíðaSta vörnin við vík Grasbakkinn eins og hann var um það bil 9.11. 2015 PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET... ÚTSALA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Revestimiento Ace Negro 33,3x100 cm Ace Blanco 33,3x100 cm Pavimento Crystal Floor White 33,3x33,3 cm Crystal Floor Dark 33,3x33,3 cm Verðdæmi: Harðparket eikarplanki 8mm kr. 1990.- m2 Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2 Teppi og dúkar 25-70% afsláttur WC innb. kassi/skál/seta kr. 39.700 Þúsundir fermetra af flísum með 20%-70% afslætti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.