Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 17
Vikublað 2.–4. febrúar 2016 Kynningarblað - Þvottahús og efnalaugar 3
Laundromat er með
þvottavélaaðstöðu
L
aundromat er afar vinsæll
bistró-staður í Austurstræti
sem bæði erlendir ferða-
menn og Íslendingar sækja í
stríðum straumum. Eitt sem
gefur Laundromat mikla sérstöðu er
þvottahús á neðri hæðinni sem fólk
notar mikið og fær sér kaffibolla eða
eitthvað að borða á meðan það bíð-
ur þess að þvotti ljúki. Sólveig Gísla-
dóttir, vaktstjóri Laundromat, segir
að fólk geti komið hvenær sem er
þegar staðurinn er opinn til að þvo
þvott.
Fullkomin þvottaaðstaða
„Við erum með fullkomna þvotta-
aðstöðu á neðri hæðinni þar sem
viðskiptavinir hafa aðgang að fjór-
um þvottavélum og fjórum þurrkur-
um. Fólk kemur á barinn og kaupir
þvottapeninga til þess að fá aðgengi
í vélarnar,“ segir Sólveig. „Viðskipta-
vinir geta líka keypt þvottaefni ef
það er ekki með slíkt sjálft. Hugs-
unin er sú að fólk bjargi sér sjálft:
það er í raun bara sjálfsafgreiðsla
en þjónar á vakt eru að sjálfsögðu
alltaf reiðubúnir að veita aðstoð ef
þess þarf,“ segir hún. „Það er nán-
ast aldrei bið hjá okkur,“ segir Sól-
veig í framhaldinu. Sólveig segir við-
skiptavini geta þvegið þvott hvenær
sem er á opnunartíma svo framar-
lega þvottaprógrammið klárist fyrir
lokun staðarins.
Getur notið veitinga
kaffihússins á meðan
þvottavélarnar vinna
Laundromat er, eins og áður sagði,
bistró sem býður upp á létta rétti
sem gjarnan eru pantaðir í hádeg-
inu en einnig er í boði íburðarmeiri
matur eins og lax og steikarsamlok-
ur sem vinsælla er að panta sér á
kvöldin. „Staðurinn er þó einna
þekktastur fyrir rómaðan morgun-
verð sem er í boði frá kl. 08.00 á
morgnana til 11.30 á virkum dögum
og brönsinn sem er borinn fram frá
kl. 09.00 til 15.00 um helgar. „Það er
því tilvalið fyrir fólk að fá sér eitthvað
að borða og nýta þar með tímann
betur á meðan þvottavélarnar klára
prógrammið,“ segir Sólveig. „Annars
er gott jafnvægi milli er-
lendra ferðamanna
og Íslendinga í
gestaflóru staðar-
ins,“ segir Sólveig.
Laundro mat er
ekki síst þekkt
fyrir geysistórt
barnaleiksvæði á
neðri hæðinni svo
staðurinn er mjög
vinsæll hjá barnafjöl-
skyldum. „Foreldrar stærri
barna geta því setið ótruflaðir á efri
hæðinni á meðan börnin una sér á
leiksvæðinu. Það eru líka borð niðri
svo foreldrar geta setið og borð-
að og haft auga með krökkunum á
sama tíma,“ segir Sólveig. Staður-
inn er opnaður kl. 08.00 á morgn-
ana og er opinn til kl. 23.00 á kvöldin
nema á fimmtudögum og föstudög-
um, en þá er opið til miðnættis. Á
laugardögum er opið frá kl. 09.00 til
miðnættis og á sunnudögum til kl.
23.00. n