Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2016, Blaðsíða 23
Menning 19Vikublað 2.–4. febrúar 2016
W
oody Allen virðist að mestu
hafa sagt skilið við Evrópu,
en þegar hann færði sögu-
svið myndanna þangað
fyrir áratug eða svo gekk ferill hans
í endurnýjun lífdaga. Það er helst að
hann bregði sér til Frakklands inni á
milli, og þá ekki til samtímans heldur
aftur til 3. áratugarins, sem hann
virðist hafa mikið dálæti á.
Hér er spíritisminn tekinn fyrir,
sem var mjög í tísku á þessum tíma,
á Íslandi sem annars staðar. Efnafólk
borgaði fúlgur fjár fyrir að komast í
samband við framliðna ættingja, en
fagmenn í sjónblekkingum á borð
við Harry Houdini kepptust við að
fletta ofan af svikahröppum sem efn-
uðust á trúgirni fólks. Colin Firth er
hér í hlutverki Houdini fígúrunnar,
en Emma Stone, sem virðist í uppá-
haldi hjá Allen þessa dagana, leikur
sjáandann.
Þetta er hið ágætasta sögusvið
fyrir Woody Allen-mynd, og um tíma
verður úr nokkurs konar Sherlock
Holmes-saga þar sem yfirnáttúr u-
legar skýringar takast á við verald-
legar. Annað er afar kunnuglegt, ung
kona er trúlofuð myndarlegum ung-
um manni en kemst brátt að því að
hamingjan er fólgin í sér eldri og
reyndari karlmönnum. Vísað er í
heimspeki og listir á stangli án þess
að hugmyndir séu krufðar til mergjar
og óttinn við dauðann er allsráðandi
eins og oftast hjá persónum Allens.
Allen er trúr sjálfum sér í hinni
kaldranalegu heimsmynd og er það
vel, en síðasti þriðjungurinn, þar sem
ástarsagan er í fyrirrúmi, hefur oft ver-
ið betur gerður. Eftir stendur dæmi-
gerð Woody Allen-mynd, skemmtileg
að vanda en manni finnst maður hafa
séð flest hér áður. n
Ágætur Allen
Sjáandinn og efasemdamaðurinn
Colin Firth leikur mann sem ætlar að fletta
ofan af blekkingum miðils, sem er leikinn af
Emmu Stone.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
Magic in the Moonlight
Handrit og leikstjórn: Woody Allen
Aðalhlutverk: Colin Firth og Emma Stone
H
vað gerðist á Íslandi í fyrri
heimsstyrjöld? Vissulega má
hún sín lítils miðað við alla
hillumetrana sem hafa verið
skrifaðir um þá seinni, og
þó breytti hún öllu. Í byrjun árs 1914
var Ísland fátæk hjálenda í Danaveldi
með takmarkað lýðræði, en undir lok
árs 1918 var það frjálst og fullvalda ríki
þar sem almúgafólk og meira að segja
konur (þó einungis yfir fertugu) höfðu
kosningarétt, sem átti sitt eigið skipa-
félag og stóð í viðskiptum við jafnt
Bretaveldi sem Bandaríkin.
Sagnfræðingar rembast nú við að
tengja Íslandssöguna við umheim-
inn í stað þess að líta á hana sem
aðskilið fyrirbæri. Þegar siðmenn-
ingin fór fjandans til, eftir Gunnar Þór
Bjarnason, er ágætis eins bindis verk
um stríðið sjálft, en verðmætin fel-
ast þó fyrst og fremst í íslenska vinkl-
inum sem varla hafa verið gerð jafn
góð skil. Við lærum að Evrópa var köll-
uð Norður álfa í blöðum þá og það er
heillandi að lesa um heimsborgina
Reykjavík eins og hún var fyrir heims-
stríð og áfengis-
bann, með túrisma
og verslunar-
magasín á mörgum
hæðum.
Og einmitt
vegna þess hve
lítið gerðist hér
miðað við hvað
síðar varð er hægt
að teygja þræðina
alla leið, svo sem
með sögu kaup-
mannsins Braun sem rak hér verslun
og fór síðan í þýska herinn en sneri
aftur til Íslands að stríði loknu. Ekki
er síður áhugavert að fá sögu Vestur-
Íslendinga af vígvöllum fyrri heims-
styrjaldarinnar sem stundum er rak-
in í smáatriðum, enda höfðu ekki jafn
margir Íslendingar verið undir vopn-
um síðan á Sturlungaöld.
Vafalaust gera vefir á borð við
timarit.is mönnum auðveldara fyrir
að leita í gömlum blöðum, enda eru
blaðagreinar farnar að verða meira
áberandi í fræðibókum og er það vel.
Nóg vinna er samt að vinsa úr og skrifa
samfelldan og skemmtilegan texta, en
það hefur Gunnar einmitt gert.
Hann tekur bókmenntirnar
einnig fyrir, líklega er þekktustu
lýsingu á stríðinu hérlendis að finna
hjá Halldóri Laxness en tekið er
fram að sú sé ekki alls kostar rétt.
Athygli vekur að Halldór orti á sín-
um tíma lofkvæði um Vilhjálm
keisara, en að nasismanum undan-
skildum virðist engin hugmynda-
stefna á 20. öld hafa verið svo slæm
að Laxness aðhylltist hana ekki ein-
hvern tímann.
Útlit og frágangur eru til fyrir-
myndar, ekki síst vegleg heimilda-
skrá sem gerir bókina handhæga
jafnt sem áhugaverða. Gunnar rekur
einnig nýlegar kenningar erlendra
fræðimanna á borð við Niall
Ferguson og Christopher Clark, sem
eru flestir á því að stríðið hafi ekki
aðeins verið ónauðsynlegt heldur
algert óhapp. Þeim mun heldur er
það víti til varnaðar. n
„Útlit og frágangur
eru til fyrirmynd-
ar, ekki síst vegleg heim-
ildaskrá sem gerir bók-
ina handhæga jafnt sem
áhugaverða.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Bækur
Þegar siðmenningin
fór fjandans til:
Íslendingar og
stríðið mikla
Höfundur: Gunnar Þór Bjarnason
Útgefandi: Mál og menning
371 bls.
Til þess eru vítin
að varast þau
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002
Sama veRð í 8 áR!
Linsur fyrir öll tækifæri
2500 kr.