Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Page 6
6 Fréttir Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 Dekraðu við ástina þína með blómum frá okkur Opið á Valentínusardag frá kl. 9-18 mán. - fös. 10-18 lau. 11-18 & sun. 12-16 Borgartún 23, Reykjavík - Sími: 561 1300 Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is Þeir sem versla um helgina fara vinningspott. Glæsilegir vinningar. Árni PÁll tætir í sig samfylkinguna n kallar eftir uppgjöri n allir, ekki bara sumir, þurfa að líta í eigin barm Á rni Páll Árnason fer mikinn í bréfi sem hann sendi flokksmönnum Samfylkingar­ innar. Hann fer þar yfir farinn veg, krefst uppgjörs og segir að allir, ekki bara sumir, verði að líta í eigin barm án þess að einstaklingum verði fórnað fyrir málstaðinn. Í bréfinu svarar Árni Páll kalli Ingi­ bjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrr­ verandi formanns flokksins, um að Samfylkingin fari dýpra í innri endur­ skoðun. Hún sagði vandann stærri en bara formannsins. „Það er auðvit­ að flokksfólks að meta það hvort það vill sjá annars konar forystu í flokkn­ um, það er bara mál út af fyrir sig. Það eitt og sér mun ekki leysa vanda Samfylkingarinnar, hann ristir miklu dýpra en svo,“ sagði Ingibjörg í við­ tali við Rás 2 í síðustu viku. Þrýst hef­ ur verið á um nýtt formannskjör og hefur verið tíðrætt að staða Árna Páls sé veik, sérstaklega eftir óvænta at­ lögu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur að formannsembættinu í fyrra. Árni Páll hélt embættinu á landsfundi, en aðeins með einu atkvæði. Bæði hafa þau setið undir ámæli, Árni Páll fyrir að vera ekki sterkari formaður og sameiningartákn flokksins og Sigríð­ ur Ingibjörg fyrir að hafa í raun veikt stöðu flokksins með óvæntu framboði sínu. En vandi flokksins er mun djúp­ stæðari, ef marka má bréf Árna Páls sem segist sjálfur vera að meta stöðu sína sem formaður. Alvarlegur skortur á trúverðugleika „Við búum við alvarlegan skort á trú­ verðugleika,“ segir formaðurinn og segir flokkinn ekki hafa uppskorið eins og hann átti að gera í síðustu alþingis­ kosningum, þrátt fyrir árangur fyrri ríkisstjórnar. Það geri hann ekki enn. Hann segir að það sé rangt að flokk­ urinn hafi ekki tekið á „stóru málun­ um“ og tiltekur þónokkur þeirra. En Árni Páll hefur einmitt setið undir þeirri gagnrýni að hann hafi viljað fjar­ lægja sig frá fyrri ríkisstjórn í síðustu kosningum. Í bréfinu hrósar hann og snuprar allt í senn fyrri ríkisstjórn, en ekki má gleyma að hann var hluti af henni, þó ekki nema til skamms tíma. Hann segir þó að Samfylkingin verði að líta í eigin barm og viður­ kenna þennan skort á trúverðugleika. „Öll, ekki bara sum,“ segir hann og vísar þá væntanlega til þess að það geti ekki aðeins verið hann sem taki ábyrgð á vandræðum flokksins. Byrjaði 2007 Hann tiltekur mistökin og segir vanda flokksins hafa raunar byrjað árið 2007 þegar hann hóf ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin er sögð hafa gengið inn í valdakerfi „gömlu“ flokkanna en ekki gert kröf­ ur um breytingar. Þar með hafi flokk­ urinn, í hruninu, verið ófær um að tak­ ast á við hagsmunatengsl peninga og stjórnmála, til dæmis styrkveitingar til flokkanna, einstaklinga og þátt­ töku einstakra stjórnmálamanna í að­ draganda hrunsins. Hrósar Ingibjörgu Sólrúnu Árni Páll hrósar Ingibjörgu Sólrúnu sérstaklega fyrir að hafa axlað ábyrgð og beðist afsökunar, en ætla má að orð hennar um að flokkurinn þurfi að horfast í augu við sjálfan sig sé að baki bréfsins til flokksins, en ræð­ ir ekkert um Jóhönnu Sigurðardóttur, sem þó var síðasti formaður flokksins. Hann vísar þó, leynt og ljóst, til henn­ ar. „En við fórum svo með allan þenn­ an vanda óuppgerðan með hraði í nýtt samband með VG,“ segir Árni Páll. Þar með hafi flokkurinn misst sambandið við verkalýðshreyfinguna og atvinnu­ lífið. Hann tiltekur mun fleiri þætti, sem vísa margir til þess að flokkurinn, þrátt fyrir umboð frá kjósendum, hafi ekki hlustað á samfélagið og kjósendur. Það hafi verið bersýnilegt þegar flokk­ urinn mælti gegn þjóðaratkvæða­ greiðslum á ýmsum sviðum. Hann vísar til dæmis til þess að flokkurinn studdi samning, og raunar samninga, um Icesave sem „vörðu ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar“. Þá hafi flokkurinn gengið gegn því að kosið yrði um samningana í þjóðar­ atkvæðagreiðslu. Samkomulagið um Evrópusambandið, eitt stærsta og mesta pólitíska mál Samfylkingar­ innar, var byggt á „flóknu baktjalda­ samkomulagi“, sem aldrei hélt, segir Árni Páll. Þar vantaði skýrt umboð frá þjóðinni, sem hefði bundið alla flokka Alþingis til þess að farið yrði í viðræð­ urnar. Ætla má af orðum formanns­ ins að ESB­viðræðurnar hafi fyrir vik­ ið verið dauðadæmdar frá upphafi, en þó haldið til streitu. Kannski má rekja það til slaks fylgis flokksins og lélegs árangurs í kosning­ um, viðbrögðin við ákalli þjóðarinn­ ar um hjálp sem var neitað. Þegar fólk var að drukkna í skuldafeni hafi flokk­ urinn þar að auki reynt að fá fólk til að borga skuldir sínar, en ekki tekið af­ stöðu með fólkinu gegn fjármálakerf­ inu, segir Árni Páll. Ætli Samfylkingin að fara aftur í ríkisstjórn, verði hún að gera kröfu um grundvallarbreytingar. Í bréfinu til flokksmanna, tætir hann í sig ákvarð­ anir síðasta formanns, Jóhönnu Sig­ urðardóttur, og forystu en segir þó að það sé mikilvægt að leita ekki uppi sökudólga, heldur að flokkurinn axli sameiginlega ábyrgð á mistökunum. Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki ræða við DV þegar eftir því var leitað og kvaðst ekki hafa lesið bréf Árna Páls. Ef marka má samskipti þeirra opin­ berlega á undanförnum árum er ljóst að andað hefur köldu þeirra í milli. Árni Páll bendir réttilega á að í staðinn fyrir að hafa axlað ábyrgðina hafi fólki nánast verið fórnað í staðinn og látið standa eitt. Hann vísar til að mynda til Steinunnar Valdísar Óskars­ dóttur, og segir að henni hafi verið fórnað fyrir framgöngu í flokkskjörum. Þá hafi framganga flokksins í Lands­ dómsmálinu, þar sem aðeins Geir H. Haarde var sóttur til saka, skilið eftir sig djúp sár og sáð fræjum efasemda. Þetta leiddi til þess að flokkurinn var ekki álitinn samheldin sveit. „Við þurf­ um að tala betur hvert um annað, verja hvert annað og sýna að við séum gott og eftirsóknarvert samfélag.“ Verjast Vandi flokksins hefur einmitt ekki síst verið sá að þegar að flokksfor­ ystan hefur setið undir gagnrýni hef­ ur enginn stigið upp henni til varnar. Ásakanir hafa verið lagðar fram bæði á fundum og umræðusvæðum innan Samfylkingarinnar, en einnig á opin­ berum vettvangi. Nú síðast benti Ólína Þorvarðar­ dóttir varaþingmaður á að hrun Sam­ fylkingarinnar í skoðanakönnunum benti til þess að flokkurinn myndi þurrkast út fyrir haustið. Hún gagn­ rýndi formanninn einnig harðlega eft­ ir síðustu alþingis kosningar, en hún náði ekki inn á þing. Þá lögðu þau Sigríður Ingi­ björg Ingadóttir og Helgi Hjörv­ ar fram frumvarp um afnám verð­ tryggingar á neytendalánum og gagnrýndi Árni Páll frumvarp­ ið sem virtist þar að auki ekki njóta stuðnings meirihluta þingflokksins. Ímynd Samfylkingarinnar hefur ver­ ið sú að flokkurinn sé sundurlaus og innanflokks átök sem þessi bæta ekki ímynd hans. Þetta frumvarp endur­ speglar vel hversu mikill ágreining­ ur er innan þingflokksins, en Helgi Hjörvar er þingflokksformaður. Í bréf­ inu vísar Árni Páll leynt og ljóst til þessa upphlaups og segir: „Ef sótt er að forystufólki í flokki og enginn kem­ ur því til varnar, upplifir þjóðin það sem skilaboð um sundurlausan flokk sem ekki sé treystandi.“ Breiðfylking? Fyrir síðustu alþingi og sveitarstjórnar­ kosningar varð Árna Páli tíðrætt um mikilvægi þess að Samfylkingin sé breiðfylking sem rúmi ólíkar skoð­ anir. Í bréfi sínu vísar hann einmitt til þess en lætur að því liggja að inn­ anflokks séu einstaklingar sem ekki eru jafn tilbúnir til að takast á við slík verkefni. „Samfylkingin þarf nefni­ lega líka að svara þeirri spurningu af heiðarleika hvort hún er tilbúin að vera breið fjöldahreyfing,“ skrifar hann og bætir við: „Vill hún vera framtíðar­ flokkur, sem tekur sér stöðu í sam­ félaginu miðju og fagnar samvinnu við verkalýðshreyfingu og atvinnulíf, þekkingarsamfélagið og frjáls félaga­ samtök? Er Samfylkingin tilbúin að rúma ólíkar skoðanir en sameinast um meginlínur félagslegs réttlætis og jafnra tækifæra, eða er gerð krafa um eina skoðun og eina leið í öllum mál­ um? Fyrri leiðin er leið fjöldahreyf­ ingar jafnaðarmanna. Seinni leiðin er leið hefðbundins vinstri flokks. Við verðum að velja þar á milli.“ Árni Páll segir að flokkurinn verði að eiga samtal. Á gullöld hans hafi fundarsetur verið fram eftir nóttu þar sem farið var yfir málin og línurnar lagðar, en nú virðist samtalið fara fram í skúmaskotum einstakra hópa sem tali illa saman. Það verði flokkn­ um ekki til framdráttar. „Við þurfum núna að eiga samtal um þetta allt, til að skapa sátt og traust,“ segir hann. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Hefur ekki gert upp hug sinn Árni Páll segist enn eiga eftir að ákveða hvað hann gerir varðandi formannsembættið. Mynd SIgtryggur ArI „Við búum við alvarlegan skort á trú- verðugleika

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.