Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Side 12
Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, Opið virka daga kl. 10–18 Innrammarinn.is PANTAÐU Á NETINU Project1_Lay out 1 24/11/ 2011 12:58 Page 1 Gæðavottuð innrömmun á góðu verði Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Sérsmíðaðir rammar Innrammarinn býður upp á alla almenna innrömmunarþjónustu. Boðið er upp á sérsmíðaða ramma úr tré eða áli. Góður rammi eykur fegurð listaverka rétt eins og gull og silfur auðga fegurð eðalsteina í skartgripum. Tilbúnir rammar eru hagkvæmur kostur til að ramma inn málverk, ljósmyndir, pastelmyndir og vatnslitamyndir. Innrammarinn ehf fylgir gæðastöðlum sem “The Fine Art Trade Guild” í Bretlandi gefur út. Starfsmenn Innram- marans hafa staðist gæðapróf Fine Art Trade Guild (GCF). 12 Fréttir Erlent „Við drepum þá samt“ n Þungvopnaðar sveitir vakta nashyrninga allan sólar- N ítján veiðiþjóðfar hafa undanfarin misseri verið skotnir til bana á náttúru­ verndarsvæðinu í Borana í Kenía. Til róttækra að­ gerða var gripið til þess að freista þess að sporna við veiðiþjófnaði á nashyrningum. Dýrin hafa um árabil verið skotin vegna þeirrar trúar ríkra Asíubúa að hornin hafi lækningamátt. BBC fjallar um mál­ ið á vef sínum. Blaðamaður BBC slóst í för með hópi landvarða sem hafa það hlutverk að tryggja öryggi nashyrninga. Honum var kalt. „Ég ligg hér í blautu grasinu með þremur þungvopnuðum Ken­ íamönnum. Í 100 metra fjarlægð standa þrír nashyrningar. Þeir sjá okkur ekki. Með þremur skotum gætu mennirnir tryggt sér heil árs­ laun,“ skrifar hann á BBC. En það gera þeir ekki. Mennirnir eru sérþjálfaðir og hluti af nokkurs konar herdeild sem haldið er úti til að vernda dýr fyrir veiðiþjófum. Blaðamaður spyr einn þeirra hvað hann myndi gera ef hann sæi ein­ hver vin sinn eða nágranna á veiðum. Svarið er fortakslaust: „Ef hann er hér til að drepa nashyrning er hann að ræna samfélagið. Og þá skýt ég hann til bana.“ Urðu að finna nýjar aðferðir Eitt sinn voru nashyrningar í Kenía um 200 þúsund talsins. Á miðjum níunda áratugnum var sú tala komin niður í 200 dýr en með til­ komu verndarsvæða hefur fjöldinn aukist á nýjan leik. Nú eru um 600 nashyrningar á svæðinu. Í Lewa og Borana er eitt þessara verndar­ svæða. Það er um 345 ferkíló­ metrar að stærð – eins og fjögur Þingvallavötn. Nashyrningar, bæði hvítir og svartir, eru berskjaldaðir á landinu en það var áður nýtt sem beitiland. Nashyrningum var sleppt á svæðið árið 1984 en veiði­ þjófar komust á snoðir um það. „Við misstum 17 nashyrninga af 90 sem við slepptum,“ hefur BBC eftir Michael Dyer frá Borana. Þeir máttu sín lítils gegn þungvopnuð­ um og snjöllum veiðiþjófum. „Við urðum að finna nýjar aðferðir.“ 19 veiðiþjófar felldir Dyer réð fyrrverandi sérsveitar­ mann úr breska hernum til að setja saman og þjálfa litla herdeild. Hann veitti þeim leyfi til að drepa veiðiþjófa með því að skrá sveitina sem heimavarnarlið Kenía. „Þeir vinna í fjögurra manna hópum en hver hópur samanstendur af leyni­ skyttu, tveimur riffilskyttum og merkjamanni,“ segir Dyer. „Þeir eru búnir nætursjónauka og staf­ rænum talstöðvum og geta, ef þörf krefur, kallað eftir liðsauka af landi eða úr lofti.“ Sveitin hefur 102 nas­ hyrninga undir sínum verndar­ væng. Og þeir ganga alla leið. Í stað þess að handataka menn Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Dýrmætir Horn nashyrninga eru eftirsótt í Asíu. Hér gefur umsjónarmaður 25 ára gamalli nashyrningskú að éta. Myndin er tekin á Ol Pejeta-verndarsvæðinu, 200 kílómetra norðan við Naíróbí, höfuðborg Kenía. MynD EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.