Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Page 30
26 Lífsstíll Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 Gott að hugsa á þessum nótum Áslaug Guðrúnardóttir er höfundur bókar um mínímalískan lífsstíll S ífellt fleiri aðhyllast mínímal- ískan lífsstíl. Þar á meðal er Áslaug Guðrúnardóttir en hún er höfundur bók- arinnar Mínímalískur lífs- stíll – Það munar um minna. Bjartur gefur bókina út og Þórarinn Baldurs- son er höfundur teikninga. Áslaug er fyrst spurð hvað það merki að fylgja mínímalískum lífsstíl. „Mínímalískur lífsstíll snýst um það að fara yfir líf sitt, skoða það sem maður á og spyrja sig hvort það sé það sem maður þarf,“ segir hún. „Við eigum yfirleitt svo margt sem við notum ekki. Mínímal- ískur lífsstíll snýst um að losa sig við það sem er kannski bara að þvælast fyrir manni. Þetta á ekki bara við um hluti heldur einnig margar athafnir og það hvernig maður lifir lífinu. Það er hægt að laga svo margt.“ Hvenær uppgötvaðir þú mínímal- ískan lífsstíl? „Þegar því var stungið að mér hvort ég vildi ekki skrifa bók um mínímal- ískan lífsstíl þá áttaði ég mig á því að ég hef á vissan hátt alltaf lifað sam- kvæmt honum, þótt ég hefði ekki verið meðvituð um að það væri sér- stakur lífsstíll. Ég er enn að. Um daginn var ég að taka til í skáp þar sem ég geymi rúmföt fjölskyldunnar og hann var svo troðinn að það var varla hægt að koma nokkru þar inn. Það sem ég sá að við notum ekki fór ég með í Rauða krossinn og um leið kemur það að gagni annars staðar . Stærsta skrefið í mínímalíska lífs- stílnum var þegar við fjölskyldan fluttum úr risastóru húsi í hús sem er þrisvar sinnum minna. Við þurftum að minnka ansi mikið við okkur og seldum bækur, föt og húsgögn og gáf- um Barnaspítala Hringsins ágóðann. Það sem seldist ekki sótti Samhjálp og seldi á nytjamarkaði.“ Lítið pláss fyrir óþarfa Áslaug segir að það hafi verið hið besta mál að flytja í mun minna hús- næði. „Það hentaði mér betur og það er auðveldara að halda því við og þrífa. Í minna húsi er lítið pláss fyrir óþarfa og maður er fljótari að losa sig við það sem er ónauðsynlegt. Mér fannst húsið sem við fluttum úr vera alltof stórt. Ef einhver annar var heima vissi maður stundum ekki af því vegna þess að hann var á ein- hverri annarri hæð. Ég kann betur við að hafa fólkið mitt nær mér og við höfum alveg nóg pláss.“ Hún segir að fólk sé að verða æ meðvitaðra um mínímalískan lífs- stíl. „Það er alveg sama hvert ég kem, fólk vill tala um þetta við mig. Það eru allir með eitthvað sem þeir vilja gjarnan losna við og þegar þeir kynnast mínímalíska lífsstílnum átta þeir sig á því að það er hægt án þess að setja allt á annan endann.“ Ólst upp við nægjusemi Áslaug segist gera skýran mun á mínímalisma og nægjusemi. „Ég ólst upp við nægjusemi á frekar fá- tæku heimili í Breiðholti og þar þurfti maður að sætta sig við að eiga það sem maður átti, það var ekkert annað í boði. Nú er svo margt í boði. Fólk sankar að sér alls konar hlutum í hugsunarleysi án þess að hafa sérstaka þörf fyrir þá eða ánægju af þeim. Áður en fólk veit af er það komið með fulla skápa og skúffur af dóti sem það hefur ekki not fyrir. Um leið og maður fer að íhuga hvort maður þurfi á öllu þessu að halda fer maður að velta fyrir sér um- hverfisvernd og til dæmis því hvort ódýru fötin manns séu framleidd við mannsæmandi aðstæður. Það gerir manni bara gott að hugsa á þessum nótum.“ Í nýju starfi Áslaug, sem vann í mörg ár sem fréttakona á RÚV, er komin í nýtt starf sem kynningarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. „Þetta nýja starf á mjög vel við mig og það er óskaplega skemmtilegt,“ segir hún og bætir við: „Samstarfsfólkið er frábært og það er líf og fjör á vinnustaðnum og ég hef miklu meira að gera en ég hefði nokkru sinni getað ímyndað mér.“ n 10 ástæður fyrir því að tileinka sér mínímalískan lífsstíl Af bloggsíðu hjónanna Tico og Tinu (www.ticoandtina.com) 1 Minni óreiða, meira pláss, betra skipulag 2 Minni þvottur, minna uppvask, auðveldara að halda í horfinu 3 Sparar peninga 4 Betri hlutir 5 Meiri tími 6 Betri einbeiting og skýrari markmið 7 Færri áhyggjur og minna stress – meiri ánægja 8 Maður gefur meira af sér 9 Aukinn sveigjanleiki 10 Meira sjálfstraust og minni samkeppni Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Um leið og maður fer að íhuga hvort maður þurfi á öllu þessu að halda fer maður að velta fyrir sér umhverfis- vernd og til dæmis því hvort ódýru fötin manns séu framleidd við mannsæmandi aðstæður. Áslaug Guðrúnardóttir „Mínímalískur lífsstíll snýst um að losa sig við það sem er kannski bara að þvælast fyrir manni.“ Mynd ÞorMAr ViGnir GunnArSSon og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.