Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Side 34
Helgarblað 12.–15. febrúar 201630 Sport É g treysti skíðunum mínum betur en bílnum þegar svo ber undir,“ segir Helga María. Þegar hún var eitt sinn mæld í skíðabrekkunni var hún á 136 kílómetra hraða. „Þá var ég að fara beint niður brekkuna,“ segir hún. „Þetta er smá klikkun, sko,“ segir hún og hlær. Helga María hefur á undanförn­ um árum verið ein besta og efnileg­ asta skíðakona landsins. Hún hefur sýnt að hún hefur allt til að bera til að vera í fremstu röð og stefnir þangað ótrauð. Helga María stóð fyrst á skíðum tveggja ára gömul, en faðir hennar var skíðakappi og taldi dóttur sína afar efnilega. Hún segist hafa reynt sig við nokkrar aðrar íþróttagreinar, eins og sund, en fékk aldrei það sama út úr þeim og skíðaíþróttinni. „Mér fannst sundið svo einhæft, fannst það ekki mjög skemmtilegt til lengdar. Mér finnst gaman að vera góð í einhverju,“ segir hún og hlær. „Pabbi var alltaf á skíðum og það var hans hugmynd að ég færi á skíði. Ég var komin á æfingar fjögurra ára.“ Hún hóf ferilinn hjá Haukum í Hafnarfirði, í lítilli skíðadeild sem þá var starfrækt. „Þetta var svona eins og lítil fjölskylda.“ Nú æfir hún með ÍR og hefur gert um árabil, auk þess að æfa erlendis. Til að ná betri árangri fór hún til náms við skíðamenntaskóla í Nor­ egi þegar hún var sextán ára. Hún segist hafa notið tímans og var þar í þrjú ár. „Mér fannst þetta góður tími. Þetta var erfitt fyrsta árið, það var erfitt að venjast þessu og ná tökum á því að vera á eigin vegum. Mamma kom með mér út og hjálp­ aði mér fyrst um sinn. Þetta var bæði skemmtilegur og erfiður tími,“ segir hún. Helga María á sem áður sagði að baki farsælan feril. Hún hefur keppt á tveimur heimsmeistaramótum, Ólympíuleikum og á að auki marga Íslandsmeistaratitla. Hún hefði vilj­ að keppa á fleiri Evrópubikarmótum og stefnir á það á næsta ári. Rúm­ lega 40 Evrópubikarmót eru haldin árlega og geta þau veitt henni góða keppnisreynslu. „Ég er keppnismanneskja,“ segir hún og er ekkert að skafa utan af því. „Ég er ekki alltaf í keppni, en mér finnst gaman að keppa í því sem er erfitt. Það má ekki vera of auðvelt,“ segir hún. „Á skíðunum þarftu að hafa svo margt til að bera, að minnsta kosti miðlungs mikið af öllu,“ segir hún og útskýrir að íþróttamennirnir þurfi að hafa út­ hald, styrk, jafnvægi, stökkkraft og fleira til þess að ná árangri. Heyrði smellinn Hún glímir núna við erfið meiðsl – er nýkomin úr aðgerð og hefur verið að jafna sig. Hún slasaðist í keppni í nóvember – sleit krossband – og fyr­ ir vikið var hún úr leik það sem eftir lifir þessa tímabils. „Ég heyrði smell­ inn,“ segir hún um það hvernig hún slasaðist í miðri brekku. Hún segist samt ekki hafa áttað sig á alvarleika meiðslanna fyrr en viku seinna. „Þetta var svo skrítið, ég gat alveg gengið það sem eftir lifði þess dags og næstu daga. Svo fór ég til læknis rúmri viku seinna og þá kom í ljós að ég hafði slitið krossband,“ segir hún. Þetta ár var þó ágætt til þess að meið­ ast, ef svo má að orði komast enda eru Vetrar ólympíuleikarnir ekki fyrr en eftir tvö ár og heimsmeistara­ mótið er á næsta ári. Hún hefur því tíma til að jafna sig og getur vonandi komist aftur á fullt skrið næsta ár. „Ég valdi tímann vel til að meiðast,“ segir hún glettin, þó að öllu gríni fylgi alvara, og segir að það sé auð­ vitað skelfilegt að orða þetta þannig. „Ég hafði verið svo heppin fram að þessu, hafði verið alveg heil. Það hlaut eigin lega að koma að þessu. Því miður.“ Hún stundar því styrktaræfingar núna til að halda sér í formi, enda stefnir hún ákveðin á góðan árangur á næsta tímabili. „Alla daga æfi ég efri líkamann og hnéð og fótinn til að styrkja hann. Það er langur tími sem fer í endurhæfinguna.“ Mikið úti Aðstæður til skíðaiðkunar á afreks­ sviði eru ekki góðar hér á landi. Erfitt er að treysta á veðrið, eins og flestum Íslendingum er vel kunnugt. Þó að það hafi snjóað ágætlega geta lægðirnar spillt færðinni og rok setur iðulega strik í reikn­ inginn. Það fer sjaldnast saman, færið í brekkunni og veðrið. „Það er kannski ekki endilega snjórinn sem er vandamálið heldur vindur og rigning,“ segir hún. Fyrir vikið fer Helga María mikið utan með tilheyrandi kostnaði. „Við förum mikið til Austurríkis, Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs. Við reynum að finna skíðahús í Þýskalandi þar sem við getum æft og búið á sama stað,“ Ég er keppnismanneskja Helga María Vilhjálmsdóttir skíðakona brunar niður fjallshlíðar á hundrað kílómetra hraða. Hún hefur verið ein besta skíðakona landsins um árabil og þrátt fyrir ungan aldur er árangur hennar til mikillar fyrirmyndar. Þetta er það sem henni finnst skemmtilegast og hún segist taka því mátulega alvarlega til að geta skíðað sem lengst. Hún treystir skíðunum betur en bílnum og er núna að temja sér þolinmæði á meðan hún jafnar sig eftir að hafa slitið krossband. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um hraðann, æfingarnar og sinn helsta stuðningsmann, sem segir alltaf það sem honum dettur fyrst í hug. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Ég var komin á æfingar fjögurra ára „Hann segir allt og er ekkert að fínpússa það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.