Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2016, Page 39
Menning 35Helgarblað 12.–15. febrúar 2016 Sími 568-5556 www.skeifan.is Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Föst söluÞÓKNuN Sími 568- 5556 www .skeifan.is 1% + vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá R okksveitin Agent Fresco hlýtur flestar tilnefningar til Ís­ lensku tónlistar­ verðlaunanna 2015 sem fara fram 4. mars næstkomandi. Tilkynnt var um tilnefningarnar síðastliðinn föstudag en tuttugu og tvö verð­ laun verða veitt í fjórum flokkum: fyrir popp­ og rokktónlist, fyrir djass­ og blústónlist, sígilda­ og samtímatónlist og í opnum flokki. Agent Fresco sem gaf út sína aðra breið­ skífu Destrier á árinu var atkvæðamest með sex tilnefningar, fyrir bestu rokkplötuna, besta rokklagið, fyrir upptöku­ stjórn, sem besti popp­ eða rokkflytjandinn, fyrir tónlistar­ viðburð ársins, auk þess sem Arnór Dan var tilnefndur söngvari ársins í flokki popp­ og rokktónlistar. Björk Guðmundsdóttir sem sendi frá sér plötuna Vulnicura snemma árið 2015 hlaut næstflestar tilnefningar eða fimm talsins og Of Monsters and Men hlaut fjórar, með­ al annars fyrir bestu popp­ plötu ársins og besta popplag. Í flokki blús­ og djass­ tónlistar hlutu Einar Scheving, Sunna Gunn­ laugs og Kristján Martins­ son og hljómsveitir þeirra flestar tilnefningar, þrjár hver. Einar sendi frá sér plötuna Intervals, Sunna Gunnlaugs Trio sendi frá sér Cielito Lindo og K­ trio sendi frá sér Vindstig. Í flokki sígildrar­ og samtímatónlistar var hljómsveitin Nordic Affect atkvæðamest með þrjár tilnefningar, en sveitin sendi frá sér plötuna Clockworking og spilaði á nokkrum eft­ irminnilegum tónleikum á árinu. Daníel Bjarnason lék þá stórt hlutverk í tveimur verkum sem hlutu þrjár tilnefningar, annars vegar samdi hann verkið Collider og hins vegar stýrði hann Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperunni í upp­ færslu á óperunni Peter Grimes. n kristjan@dv.is Agent Fresco fær flestar tilnefningar Íslensku tónlistarverðlaunin 2015 verða veitt í mars Tilnefningar til Eddunnar Hrútar, Réttur og RÚV Á miðvikudag var tilkynnt um til­ nefningar til Eddunnar, íslensku kvikmynda­ og sjónvarpsverð­ launanna. Verðlaunin eru veitt í 24 flokk­ um, fyrir sjónvarpsþætti, kvik­ myndir í fullri lengd, heimilda­ myndir og stuttmyndir. Hrútar eftir Grím Hákonarson fær þrettán tilnefningar og er sú kvikmynd sem fær flestar tilnefn­ ingar til verðlaunanna. Fúsi er tilnefnd til tólf verð­ launa og Þrestir fær ellefu tilnefn­ ingar. Af einstökum sjónvarps­ þáttum er það Réttur sem er atkvæðamestur með átta tilnefn­ ingar, en RÚV er sá sjónvarps­ þáttaframleiðandi sem fær flestar tilnefningar, ellefu talsins. Hér fyrir neðan má sjá tilnefn­ ingar í nokkrum flokkanna. Leikið sjónvarpsefni n Blóðberg – Vesturport n Réttur – Sagafilm n Ófærð – RVK Studios Barna- og unglingaefni n Klukkur um jól – Hreyfimyndasmiðjan n Krakkafréttir – RÚV n Ævar vísindamaður – RÚV Menningarþáttur n Að sunnan – Sigva media og N4 n Kiljan – RÚV n Með okkar augum – Sagafilm n Toppstöðin – Sagafilm n Öldin hennar – Sagafilm Sjónvarpsmaður ársins n Gísli Marteinn Baldursson n Helgi Seljan n Katrín Ásmundsdóttir n Sigmundur Ernir Rúnarsson n Ævar Þór Benediktsson Kvikmynd n Fúsi – Sögn og RVK Studios n Hrútar – Netop Films n Þrestir – Nimbus Iceland Í slensku bókmenntaverðlaun­ in 2015 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á miðviku­ dag. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum: Einar Már Guðmundsson hlaut verðlaunin í flokki fagurbók­ mennta fyrir skáldsöguna Hunda­ dagar, Gunnar Helgason hlaut verðlaunin í flokki barna­ og ung­ mennabóka fyrir Mamma Klikk! og í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis var það Gunnar Þór Bjarnason sem hlaut verðlaunin fyrir bók sína Þegar siðmenningin fór fjandans til: Íslendingar og stríðið mikla. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Þriggja manna dóm­ nefndir tilnefndu fimm verk í hverj­ um flokki, en lokadómnefnd skipuð formönnum dómnefndanna þriggja, auk eins aðila skipuðum af forseta Íslands, valdi sigurverkin. Lokadóm­ nefnd skipuðu Erna Guðrún Árna­ dóttir, Hildigunnur Sverrisdóttir, Pétur Þorsteinn Óskarsson og Árni Sigurjónsson, sem jafnframt var for­ maður nefndarinnar. n Bókmenntaverðlaunin afhent n Einar Már, Gunnar Helga og Gunnar Þór hlutu verðlaunin n Hátíðleg athöfn á Bessastöðum Verðlaunahafarnir Gunnar, Gunnar Þór og Einar Már voru ánægðir með viðurkenninguna. Myndir ÞorMar ViGnir GunnarSSon „Vonandi lærum við að varðveita heims- friðinn.“ Í ræðu sinni velti Gunnar Þór Bjarnason fyrir sér hvað væri hægt að læra af sögunni, en hann sagði að fyrri heimsstyrjöldin hefði ekki verið óhjá- kvæmilegur harmleikur. „Höfuðbaráttan í þessum heimi er barátt- an um söguna.“ Verðlaunabókin Hundadagar er skáldsaga sem er frjálslega byggð á sögulegum heimildum og velti Einar Már fyrir sér hvað fælist í sögu, sannleika og lygi. Æðruleysi KK flutti lögin Á æðruleysinu og Aleinn í heimi er við athöfnina á Bessastöðum. Veitir verðlaunin í síðasta sinn Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kynnti niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Hér afhendir hann Gunnari Þór Bjarnasyni verðlaunagripinn. „Ég er svo innilega glaður!“ Gunnar Helgason fagnaði kröftuglega þegar hann tók við íslensku bókmenntaverðlaununum í flokki barna- og ungmennabóka. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á mikilvægi barnabóka, sagði mikla grósku í barnabókagerð en kallaði eftir því að fjölmiðlar tækju slíkar bókmenntir alvarlega, fjölluðu um þær og gagnrýndu á faglegum grundvelli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.