Fréttablaðið - 06.04.2017, Page 1

Fréttablaðið - 06.04.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —8 2 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 6 . a p r Í l 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Þorvaldur Gylfason skrifar um sektarnýlenduna. 21 Menning Þorleifur Örn Arnars- son hefur sterkar skoðanir á leikhúsinu, samfélaginu og sam- bandinu þar á milli. 40 lÍFið Kött Grá Pjé, Friðrik Ómar og fleiri segja frá verstu störf- unum sem þeir hafa unnið. 48 plús sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 -20% AF ÖLLUM MATAR- & KAFFISTELLUM FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG STELLADAGAR LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955 M I Ð N Æ T U R S P R E N G J A OPIÐ TIL 24 Í KVÖLD FjölMiðlar Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignar- hald á næstu dögum, samkvæmt heimildum. Gunnar Smári Egilsson, stærsti eigandi útgáfufélagsins, mun samhliða hætta afskiptum af blað- inu. Starfsmannafundur var haldinn í gær þar sem framtíð útgáfunnar var rædd. Rekstur Fréttatímans hefur verið þungur undanfarna mánuði og fengu sumir starfsmenn ekki greidd laun á réttum tíma um mánaðamótin. – aó Fréttatíminn fær nýja eigendur „Mér líður eins og þetta sé skilnaður,“ segir Aðalheiður Gunnarsdóttir sem fær ekki að dvelja með eiginmanni sínum til 65 ára, Stefáni Þórarinssyni, á öldrunarheimili á Akureyri. Hún er metin of heilsuhraust til að fá pláss með eiginmanni sínum. „Vonandi venst þetta og við finnum lausn,“ segir hún. Sjá síðu 8 Fréttablaðið/auðunn Hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir Ríkisendurskoðun segir að ríkisstofnanir sem sjá um ferðamál séu í ólestri. Skörun verði á stofnunum og hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri sé að gera. Þessu vísar Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, á bug. lögregluMál Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu rannsakar nú mál tveggja karlmanna frá Rúmeníu en grunur leikur á að þeir séu fórnarlömb vinnu- mansals. Rúmenarnir höfðu samband við Rauða kross Íslands um helgina og óskuðu eftir aðstoð. Samkvæmt upplýsingum blaðsins óttuðust mennirnir mjög um öryggi sitt. Vinnuveitandi þeirra mun hafa tekið vegabréf þeirra, beitt þá harð- ræði og haft í hótunum. Rannsókn er á byrjunarstigi hjá lögreglu. – aó Rannsaka grun um mansal Ferðaþjónusta Afmörkun verkefna og ábyrgð stofnana sem sjá um ferða- mál er óskýr að mati Ríkisendurskoð- unar sem gagnrýnir stefnu- og skipu- lagsleysi í nýrri úttekt. Sem dæmi um þetta nefnir Ríkis- endurskoðun að Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar árið 2015, eigi að sinna mörgum af sömu verkefnum og Ferðamálastofa á að sinna. Skörun er greinileg í verkefnum sem varða þróunar-, gæða- og skipu- lagsmál ferðaþjónustu og markaðs- og kynningarmál. Þetta er í annað sinn sem Ríkisendurskoðun bendir á þessi atriði en ekki hefur verið brugðist nægjanlega við og því talin ástæða til að hefja forkönnun stjórnsýsluúttektar á stjórnsýslu ferðamála vegna þróunar innan málaflokksins. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segist ekki skilja gagnrýni Ríkisendurskoðunar og er ekki sáttur við niðurstöðu hennar. „Ég skil ekki alveg hvert Ríkisendur- skoðun er að fara með þessari skýrslu því við komum ekki að markaðs- og kynningarmálum. Íslandsstofa og Ferðamálastofa sjá um þau. Varðandi gæðamál komum við ekki nálægt þeim heldur enda erum við ekki stjórnsýsluleg stofnun sem hefur ekki boðvald yfir neinum. Við erum aðallega í því að leiða umræður þvert á málefnasviðinu því ferðaþjónustan hefur skörun um mörg ráðuneyti. Hún hefur ekki skýran ramma eins og til dæmis sjávarútvegur.“ Hann segist víða hafa rekist á veggi frá því stofnunin var sett á laggirnar. „Menn virðast eiga erfitt með, sérstak- lega stofnanir ríkisins, að lifa í þeim heimi að það sé til eitthvað sem leyfir umræðu en hefur ekki boðvald. Við erum ekki að taka hlutverk af einum eða neinum en við getum feng- ið stofnanir til að tala saman. Þær geta líka sagt nei við því og þá er lítið sem við getum gert. Ég keyri þvert á kerfið og ráðherrar og atvinnugreinin verða að taka á því ef einhverjir sem þurfa að vinna saman vilja það ekki. Ég bara verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvert Ríkisendur- skoðun er að fara með þetta.“ Ekki náðist í Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra eða Ólaf Teit Guðnason, aðstoðarmann hennar, við vinnslu fréttarinnar. benediktboas@365.is Ég hef ekki hug- mynd um hvert Ríkisendurskoðun er að fara. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 E -0 1 8 8 1 C 9 E -0 0 4 C 1 C 9 D -F F 1 0 1 C 9 D -F D D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.