Fréttablaðið - 06.04.2017, Page 4

Fréttablaðið - 06.04.2017, Page 4
efnahagsmál Áform ríkisstjórnar- innar um lækkun efra þreps virðis- aukaskatts sæta gagnrýni. Pró- fessor í hagfræði segir að aðhald í ríkisfjármálum mætti vera meira. Stjórnarandstöðuþingmenn segja kosningaloforð um sókn í innviða- uppbyggingu vera svikin. Ríkisfjár- málaáætlun 2018-2022 var rædd á Alþingi í gær. „Ég er mjög fylgjandi því að ríkið sýni aðhald og þessar fimm ára áætlanir eru mikið framfara- skref. Nákvæmlega eins og efna- hagsástandið er núna þá hefði ég haldið að ríkið ætti að passa upp á aðhald,“ segir Daði Már Kristó- fersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Þótt mörgum finnist það ósanngjarnt þá held ég að það hefði verið eðlilegra að leggja enn meiri áherslu á að lækka skuldir og geta þá frekar bætt við ef og þegar efnahagsástand versnar aftur,“ segir Daði Már. Eins og fram hefur komið verður virðisaukaskattur á ferðaþjónustu færður í efra skattþrep, en á móti verður efra skattþrepið lækkað úr 24 prósentum í 22,5. Daði hefur efa- semdir um þessa lækkun. „Einhver rök hníga að því að frekar hefði átt að nota þennan pening til að lækka skuldir ríkisins,“ segir hann. Oddný G. Harðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, hefur líka áhyggjur af lækkun efra þrepsins. „Ég veit ekki hvenær við ætlum að læra Íslendingar, þetta er nákvæmlega það sama og gerðist fyrir hrun. Mikill hagvöxtur og þá eru menn að lækka skatta líka,“ segir hún. Benedikt Jóhannesson fjármála- ráðherra segir hins vegar að í skatta- lækkuninni felist mikil kjarabót fyrir almenna neytendur. „Og dreg- ur því úr þörf fyrir almennar kaup- hækkanir,“ sagði hann á Alþingi í gær. Oddný er afar ósátt við fjármála- áætlunina og segir kosningaloforð hafa verið svikin. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er öskureið bara,“ segir Oddný. Hún segir einu uppbygging- una í heilbrigðiskerfinu sem gert sé ráð fyrir vera í byggingu nýs Land- spítala. Ekki sé gert ráð fyrir auknu fjármagni til tækjakaupa, styttingar biðlista eða annars. Þá sé engin uppbygging í hjúkrunarheimilum fyrir aldraða áformuð, umfram það sem áður hafði verið áætlað. „Svo eru skólarnir sveltir og við erum á toppi góðæris,“ segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir tekur undir með Oddnýju og segir að hún hefði viljað styrkja tekjustofna til að auka jöfnuð í samfélaginu. „Það er auð- vitað ekki verið að gera það. Það er fremur verið að halda áfram á braut skattalækkana. Það er ekki boðuð sú sókn sem allir stjórnmálaflokkar lofuðu fyrir síðustu kosningar. Sem er mikið umhugsunarefni,“ segir hún. jonhakon@frettabladid.is Gagnrýna áform stjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti Hagfræðingur og stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna lækkun í virðisaukaskattkerfinu og segja að gæta þurfi aðhalds á þenslutímum. Skynsamlegra væri að greiða enn meira inn á skuldir. Fjármálaráðherra segir lækkun skattsins vera kjarabót fyrir almenning og draga úr þörf fyrir almennar launahækkanir. Skatttekjur og arðgreiðslur fari í uppbyggingu Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi segja í yfirlýsingu að í fjármála- áætluninni sé aukin velsæld, jöfnuður og brýn uppbygging innviða samfélagsins ekki í forgangi. „Það er ámælisvert, sérstaklega í ljósi þess að eftir mörg mögur ár frá bankahruni hefur myndast svigrúm til þess að gera betur. Þessi ríkisstjórn hyggst ekki nýta sér það svigrúm til hags- bóta fyrir alla,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina ekki horfast í augu við nauð- syn þess að styrkja tekjustofna ríkisins með réttlátum hætti þannig að skattkerfið og arður af auðlindum tryggi í senn öflugt samfélag og auki jöfnuð. Ríkisfjármálaáætlun til ársins 2022 var rædd á fundi Alþingis í gær. FRéttAblAðið/Vilhelm Eigum Jeep® Grand Cherokee Limited og Overland dísel og bensín til afgreiðslu strax. Verðlaunaðasti og einn öflugasti jeppi sem framleiddur hefur verið. Áttu eldri Jeep® Grand Cherokee upp í? Spjallaðu þá við okkur, því við vitum hvað Jeep® Grand Cherokee er góður í endursölu. Tökum upp í allar gerðir bíla. Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 *B íll á m yn d m eð 3 2” br ey tin gu Bandaríkin Mexíkóar sem hafa með ólöglegum hætti farið yfir landamæri ríkisins við Mexíkó hafa ekki verið færri í sautján ár. Toll- og landa- mæragæsla Bandaríkjanna greindi frá þessu í gær. Alls voru færri en 17.000 handteknir í síðasta mánuði. Lægri tala hefur ekki sést síðan um aldamótin. John Kelly, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði fækkun ólög- legra innflytjenda enga tilviljun. Hún tengdist því að Donald Trump væri orðinn forseti Bandaríkjanna. Trump byggði kosningabaráttu sína meðal annars á því að lofa landamæravegg á landamærum ríkjanna tveggja til að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning. Sá veggur færðist nær því að verða að veruleika í gær þegar ríkisstjórnin tók á móti fyrstu tilboðum verktaka sem vilja byggja frumgerð veggjar- ins. – þea Færri ólöglegir innflytjendur Bandaríkin Steve Bannon, aðalráð- gjafi Donalds Trump Bandaríkjafor- seta, missti í gær sæti sitt í þjóðar- öryggisráði Bandaríkjanna. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í ónefndan heimildarmann. Hélt heimildarmaðurinn því fram að Bannon hefði einungis setið í ráðinu til að hafa auga með verkum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Mikes Flynn og því starfi sem átti að ráðast í til að breyta starfsháttum ráðsins. Þess hafi ekki verið þörf lengur þar sem Flynn sagði af sér fyrr á árinu. Óvenjulegt er að nánustu almennu ráðgjafar forsetans sitji í ráðinu og því vakti skipan Bannons athygli. – þea Bannon vikið úr öryggisráði Steve bannon. NoRdicphotoS/AFp 17 þúsund ólöglegir innflytj- endur voru handteknir í síðasta mánuði. 6 . a p r í l 2 0 1 7 f i m m T U d a g U r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a B l a ð i ð 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 E -1 A 3 8 1 C 9 E -1 8 F C 1 C 9 E -1 7 C 0 1 C 9 E -1 6 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.