Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 6
Viðskipti  Nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis líta svo á að ríkið hafi ekki heimild til að nýta sér forkaupsrétt að hlutnum sem Goldman Sachs og þrír vogunarsjóðir keyptu í Arion banka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta sé skoðun þeirra eftir að Steinar Þór Guðgeirsson, sérstakur eftirlitsmaður stjórnvalda inni í Kaupþingi við sölu- ferlið á Arion banka, mætti á lokaðan fund nefndarinnar í gær. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum sem kröfuhafar Kaupþings féllust á í tengslum við nauðasamninga 2015 hafa stjórnvöld heimild til að ganga inn í kaup ef hlutur í Arion banka er seldur á undir 80 prósentum af eigin fé bankans hverju sinni. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, fyrrverandi forsætisráðherra, ásamt tveimur öðrum þingmönnum Framsóknarflokksins lagði fram þingsályktunartillögu í síðustu viku þar sem kallað er eftir því að Alþingi feli fjármálaráðherra að nýta þann forkaupsrétt. Í tillögunni er bent á að hluturinn hafi verið seldur undir genginu 0,8 miðað uppgjör Arion banka í árslok 2016. Á nefndarfundinum í gær kom hins vegar fram að samkomulagið við vog- unarsjóðina og Goldman Sachs hafi miðast við þriðja ársfjórðung 2016 og gengið sé því yfir 80 prósentum af eigin fé. Það sé einnig tilfellið ef farið er algjörlega eftir enska textanum í samningnum og miðað við árslok 2015, en þá væri gengið langt fyrir ofan. Því sé ljóst að forkaupsrétturinn sé úti. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins vilja nefndarmenn í efna- hags- og viðskiptanefnd að Fjár- málaeftirlitið framkvæmi hæfismat á nýju hluthöfunum í Arion banka, þrátt fyrir að enginn þeirra fari nú með virkan eignarhlut. Forsvarsmenn FME hafa áður gefið út að undirbún- ingur að slíku hæfismati sé nú þegar hafinn. Þrír hinna nýja hluthafa Arion banka hafi enda þegar upplýst FME um að þeir hafi hug á því að fara með virkan eignarhlut síðar á árinu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Fjármálaeftirlitið telji sig geta upplýst um hverjir endanlegir eigendur séu á hlutnum aukist hlutur hvers þeirra í yfir 10 prósent og að þeir fari þá með virkan eignarhlut. Kallað hefur verið eftir því að eignarhaldið verði skýrt áður en slíkt gerist. Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi for- stjóri Fjármálaeftirlitsins, telur að það þurfi að skoða hvort kominn sé virkur eignarhlutur hjá vogunarsjóðunum með þessum kaupum og núverandi aðkomu þeirra að Kaupþingi og þeirri fyrirætlun sem virðist koma fram í kauprétti, að eignast meira í bank- anum. saeunn@frettabladid.is Forkaupsrétturinn úti Samkvæmt heimildum er ljóst að kaup erlendra vogunarsjóða á hlut í Arion banka hafi verið yfir genginu 0,8 og því geti ríkið ekki nýtt sér forkaupsrétt. 569 6900 8–16www.ils.is Stofnframlög til uppbyggingar Leiguheimila Íbúðalánasjóður boðar til hádegisverðarfundar í dag Borgartúni 21, kl. 11–12.30, þar sem tilkynnt er um síðari úthlutun stofnframlaga fyrir 2016. Dagskrá Úthlutun stofnframlaga Laufey L. Sigurðardóttir, verkefnisstjóri stofnframlaga Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga Sigrún Ásta Magnúsdóttir Leiguheimili Íbúðafélagsins Bjargs Björn Traustason, framkvæmdastjóri Hagkvæmt húsnæði Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Björn Hallsson Stofnframlög eru framlög sem Íbúðalánasjóður veitir fyrir hönd ríkisins til uppbyggingar á hagkvæmum leiguíbúðum, eða Leiguheimilum. Nánari upplýsingar ils.is/stofnframlog leiguheimili.ils.is 333 krá dag* 365.is Sími 1817 *9.990.- á mánuði. Ákvæði var sett í lög um að ef hlut ur í Ari on banka yrði seld ur á lægra verði en sem næmi 80 prósentum af eig in fé bank ans gæti ríkið neytt for kaups rétt ar. Eftir hamfarirnar Þessi íbúi bæjarins Mocoa í Kólumbíu sótti nothæfar eigur sínar á heimili sitt í gær. Aurskriða féll á bæinn um helgina með þeim afleiðingum að 273 létu lífið. Þá eyðilögðust vegir, sjúkrahús og aðrir innviðir bæjarins. Íbúar dvelja nú í búðum skammt frá bænum og er endurbygging Mocoa komin af stað. Nordicphotos/AFp Viðskipti  Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þýskir blaða- menn haft samband við þýska bankann Hauck & Aufhäuser vegna hlutdeildar hans í blekkingu um raunverulegt eignarhald í Búnaðar- bankanum en fá svör fengið. Þýskir miðlar vinna um þessar mundir að umfjöllun um söluna á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003 og það að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser hafi verið til málamiðla. Blaðamenn hafa haft samband við forsvars- menn  bankans en samkvæmt heimildum fá þeir þau svör að þeir þekki ekki innihald skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um málið og þar sem hún sé á íslensku muni þeir ekki geta lesið hana sem stendur né veitt viðbrögð við inni- haldi hennar. Einnig segja forsvarsmenn bank- ans að þeir geti ekki brotið trúnað um samninga við viðskiptavini sína. Þá séu tæplega fimmtán ár síðan samningar voru gerðir og að starfsmenn sem áttu aðild að þeim hafi ekki unnið hjá fyrirtækinu í langan tíma. – sg Fátt um svör frá þýska bankanum 6 . a p r í l 2 0 1 7 F i M M t U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 E -2 D F 8 1 C 9 E -2 C B C 1 C 9 E -2 B 8 0 1 C 9 E -2 A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.