Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 10
Ég ætla ekkert að
bregðast við þessu.
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi
iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins
byggðamál Reykjanesbær hefur
breytt aðalskipulagi sínu sem úti-
lokar frekari uppbyggingu meng-
andi iðnaðarstarfsemi en þegar
hefur verið samið um í Helguvík.
Búnaður kísilvers United Silicon
á staðnum stendur ekki undir því
að hreinsa mengun frá verinu og
verður skipt út.
Þetta kom meðal annars fram
á fundi umhverfis- og samgöngu-
nefndar Alþingis í gær. Komu fyrir
nefndina umhverfisráðherra, full-
trúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar
og íbúa, forstjóri United Silicon og
fulltrúi Umhverfisstofnunar.
Friðjón Einarsson, formaður
bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir við
Fréttablaðið að ákvörðun bæjaryfir-
valda, sem var stimpluð á þriðju-
dagskvöld, sé til vitnis um nýja
hugsun í uppbyggingu Reykjanes-
bæjar til framtíðar. Eins og staðan er
nú eru það aðeins kísilver Thorsil og
álver Century Aluminum (CA) sem
hafa möguleika á að reka sinn iðnað
í Helguvík til viðbótar við United
Silicon – en um bæði verkefnin
má segja að ekkert sé í hendi um
rekstur. Álvershugmyndir móður-
félags Norðuráls virðast reyndar
úr sögunni eftir að CA afskrifaði
verkefnið í bókum sínum. Land-
vernd, Náttúruverndarsamtök Suð-
vesturlands, og íbúar í Reykjanesbæ
kærðu starfsleyfisúrskurð Umhverf-
isstofnunar í mars.
„Þetta þýðir að við bönnum
mengandi iðnað í Helguvík til
framtíðar. Svona ákvörðun er ekki
afturvirk en við höfum neitunarvald
gagnvart nýjum aðilum,“ segir Frið-
jón spurður um ákvörðun bæjar-
stjórnar. „Þetta er risaákvörðun
og var í samráði við íbúa. Þetta er
til marks um breytt samfélag og
breytt viðmið um hvernig við vilj-
um byggja bæinn okkar upp. Þetta
er tímamótaákvörðun, tel ég,“ segir
Friðjón.
Höfnin í Helguvík hefur verið
byggð upp sem stórskipahöfn fyrir
þungaiðnað, byggt á fyrstu hug-
myndum frá 1994. Til þess verks
hefur verið varið níu milljörðum
króna sem lítið sem ekkert hefur
nýst.
Friðjón segir að höfnin muni nýt-
ast þrátt fyrir ákvörðunina. Önnur
starfsemi, iðnaður og ferðaþjónusta
muni njóta þess. Hins vegar hefur
ekkert verið ákveðið um hvers
konar starfsemi önnur en mengandi
iðnaður fær inni í Helguvík.
„Við munum styðja við grænan
iðnað eins og við getum,“ segir Frið-
jón og bætir við að ef United Silicon
nái ekki að uppfylla þau ströngu
skilyrði sem um fyrirtækið gilda, þá
„auðvitað lokar þessi verksmiðja“.
svavar@frettabladid.is
Útiloka mengandi iðnað í Helguvík
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa snúið baki við mengandi iðnaðaruppbyggingu. Helguvík hefur verið endurskipulögð sem grænt
iðnaðarsvæði. Ný hugsun við að byggja upp Reykjanesbæ og tímamótaákvörðun, segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.
Helgi Þórhallsson, forstjóri United Silicon, Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, Friðjón Einarsson, for-
maður bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, og Þórólfur J. Dagsson, formaður Samtaka íbúa á Reykjanesi, sátu fyrir svörum umhverfisnefndar í gær. FRéttaBlaðið/ERniR
Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
hjá Umhverfisstofnun, sagði
eftirlit með United Silicon vera
fordæmalaust. Farið hefði verið
í endurteknar eftirlitsferðir þar
sem 17 frávik frá starfsleyfi
hefðu verið greind. Fyrir dyrum
sé sérstök verkfræðileg úttekt á
verksmiðjunni; í fyrsta skipti sem
stofnunin telur ástæðu til slíkrar
aðgerðar.
„Lyktin frá kísilverinu kom á
óvart og þar höfum við áhyggjur
af því að það séu að losna efni
sem ekki var gert ráð fyrir í mati
á umhverfisáhrifum og ekki gerð
grein fyrir,“ sagði Sigrún og bætti
við að litið sé til þess, sé ástæða
til, að beita valdheimildum eins
og að loka verksmiðjunni eða
svipta hana starfsleyfi.
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og
auðlindaráðherra, sagði ítrekað
á fundinum að henni hugn-
aðist engan veginn uppbygging
stóriðju hvort sem það væri í
Helguvík eða annars staðar á Ís-
landi. Hún sagðist gjalda mikinn
varhug við uppbyggingu kísilvera
því komið hefði í ljós, öfugt við
það sem áður var haldið fram, að
mengunin væri óásættanleg.
„En ég er bundin ákvörðunum
fyrri ríkisstjórna. En það sem ég
get gert er að ítrustu kröfur séu
uppfylltar hvað varðar starfsemi
sem mengar – það á við þessa
uppbyggingu og aðra hér á landi.“
Björt sagði til skoðunar að
stóriðjan yrði skikkuð til að koma
til móts við loftslagsmarkmið
Íslands; grænir hvatar kæmu til
greina eins og binding með skóg-
rækt.
Helgi Þórhallsson, forstjóri
United Silicon á Íslandi, sagði allt
hafa farið úrskeiðis í starfsemi
verksmiðjunnar, sem á annað
borð gat gert það. Hann sagði
vandamálið ekki vera reyk-
hreinsibúnaðinn sjálfan heldur
lofthreinsun í húsinu sjálfu;
reyksía sem hreinsa á loftið sé of
lítil og valdi ekki hreinsun. Henni
verður skipt út, eftir ráðleggingu
norskra sérfræðinga. Það geti
tekið allt að því fimm mánuði að
fá hana og setja upp, en um mikla
fjárfestingu sé að ræða.
„Það er rétt að það hefur verið
erfitt að fá tölvubúnaðinn til að
virka. Þetta er miklu flóknara í
dag en í gamla daga þegar ég var
að stýra verksmiðjum þar sem
var einfaldari stýribúnaður. Það
tekur lengri tíma að láta allt virka
saman, en þetta er allt leysan-
legt,“ sagði Helgi.
Þórólfur J. Dagsson, formaður
Samtaka íbúa á Reykjanesi, sagði
stöðuna sem upp er komin vera
óþolandi.
„Hvernig dettur fólki í hug að
taka svona iðnað og setja hann
niður svo nálægt byggð? Það er
ekki hægt að bjóða okkur bæjar-
búum upp á þetta – við erum
engin tilraunadýr,“ sagði Þórólfur
og vék sérstaklega að þeirri stað-
reynd að verksmiðja United
Silicon væri aðeins rúmum kíló-
metra frá leik- og grunnskólum
í Reykjanesbæ. Ef aðlögun að
rekstri kísilvers á Íslandi hefði
verið nauðsynleg, eins og talað
væri um, þá hefði kannski verið
þjóðráð að gera það í upphafi á
iðnaðarsvæði í góðri fjarlægt frá
byggð, sagði Þórólfur.
Opinn fundur umhverfisnefndar Alþingis: Þungum áhyggjum lýst af rekstri kísilvers United Silicon
Stjórnmál Valgerður Sverrisdóttir,
fyrrverandi iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, vill ekki tjá sig um fundinn
sem Benedikt Sigurðarson greindi
frá í Fréttablaðinu í gær.
Benedikt heldur því fram að árið
2003 hafi hann, sem fulltrúi Kald-
baks, átt fund með ráðherranum
og greint frá því að franski bankinn
Société Générale hefði aldrei haft í
hyggju að fjárfesta í Búnaðarbank-
anum. Þóknunargreiðsla til bank-
ans frá Samvinnutryggingum hafi
verið send til félags í Lúxemborg í
eigu Ólafs Ólafssonar og Samvinnu-
tryggingar hafi ekki haft neitt sem
hönd á festi til að sannreyna sam-
starf franska bankans við S-hópinn.
„Hún skellti á okkur hurðum og
sakaði okkur um að við værum að
bera sakir á aðra,“ sagði Benedikt
um fundinn með Valgerði.
„Ég ætla ekkert að bregðast við
þessu,“ sagði Valgerður í samtali
við Fréttablaðið í gær. Aðspurð
hvort hún neiti að fundurinn hafi
átt sér stað segir Valgerður: „Hvernig
á maður að muna það sem gerðist
fyrir svona mörgum árum? Ég bregst
bara ekki við þessu.“ – snæ
Valgerður tjáir sig ekki
rúSSland Sex liðsmenn, grunaðir
um að reyna að lokka Rússa til liðs
við Íslamska ríkið, voru handteknir
í Sankti Pétursborg í gær. Þeir eru
einnig grunaðir um að hafa hjálpað
hryðjuverkamönnum. Rússneskir
miðlar greindu frá þessu í gær.
Lesefni fyrir hryðjuverkamenn
fannst í húsnæði sexmenninganna.
Hinir grunuðu eru frá Mið-Asíu-
löndum og hafa verið virkir frá því í
nóvember. ISIS hefur áður fengið til
liðs við sig ýmsa öfgamenn frá Mið-
Asíuríkjum.
Ekki er talið að þeir tengist Kirgis-
anum Akbarzhon Jalilov sem grun-
aður er um að hafa borið ábyrgð á
árásinni á neðanjarðarlest í borg-
inni í upphafi vikunnar.
Líkamsleifar Jalilovs fundust í
lestinni og því mun árásin teljast
sjálfsmorðsárás ef grunur rannsak-
enda reynist réttur. Fjórtán fórust í
árásinni og fimmtíu særðust.
Enn sem komið er hafa engin
hryðjuverkasamtök lýst yfir ábyrgð
á árásinni. Að sögn BBC grunar
rannsakendur þó að þar hafi Ísl-
amska ríkið verið að verki. Jalilov
hafi viljað hefna fyrir loftárásir
Rússa á herbúðir Íslamska ríkisins í
Sýrlandi og því ráðist á lestina. – þea
Sex ISIS-liðar handteknir í Rússlandi
Fjöldi minntist fórnarlamba lestarárásarinnar. noRDicpHotoS/aFp
6 . a p r í l 2 0 1 7 F I m m t U d a g U r10 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð
0
6
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
E
-5
5
7
8
1
C
9
E
-5
4
3
C
1
C
9
E
-5
3
0
0
1
C
9
E
-5
1
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
_
5
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K