Fréttablaðið - 06.04.2017, Síða 12

Fréttablaðið - 06.04.2017, Síða 12
Aukin þægindi allan daginn Veitir stuðning og minnkar álag á fæturna - 20 % Verð áður 499 kr. pk. 399 kr.pk. Pink Lady epli, 8 stk. í pakka, Frakkland Krónan mælir með! Sýrland Varafulltrúi Rússlands í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kljáðist við fulltrúa annarra ríkja á fundi ráðsins í gær. Umræðuefnið var efnavopnaárás þriðjudagsins á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með borgarastyrjöldinni í Sýrlandi á jörðu niðri, greindu frá því á þriðjudag að íbúar bæjarins hefðu séð sprengjur falla úr lofti. Í kjölfarið hafi fórnar- lömb árásarinnar meðal annars froðufellt og kafnað. Líklegt þykir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að saríngas væri ban- vænt efnavopn, um tuttugu sinnum banvænna en blásýra, og ylli einna helst köfnun þar sem gasið réðist á miðtaugakerfi líkamans og lamaði öndunarfæri. Tilgátu Igors Konoshenkov, varn- armálaráðherra Rússlands, um að sýrlenskar þotur hefðu hæft efna- vopnaframleiðslu uppreisnarmanna og þannig eitrað fyrir fórnarlömbum, var hafnað á fundi öryggisráðsins. Sjálfir hafa Sýrlendingar sagst aldrei hafa beitt efnavopnum Matthew Rycroft, fulltrúi Bret- lands, sagði að með árásinni hefði Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, niðurlægt Rússa og hæðst að friðar- viðræðum við uppreisnarmenn. Þá sagði Rycroft Rússa verja hið óverjan- lega með stuðningi sínum við stjórn al-Assads. Vladimir Safronkov, varafulltrúi Rússa, svaraði fyrir sig og sagði Breta heltekna af markmiði sínu um að steypa al-Assad af stóli í stað þess að reyna að koma á friði. Þá sagði hann ríki sitt ekki sjá þörf á því að öryggis- ráðið samþykkti nýjar ályktanir eða aðgerðir. Þess í stað ætti ráðið að fara fram á hlutlausa, ítarlega og alþjóð- lega rannsókn á árinu. Ekki væri hægt að reiða sig á upptökur af vettvangi þar sem megnið af þeim væri „svið- sett“. Þess ber að geta að Rússar hafa neitunarvald í öryggisráðinu. Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkj- anna, sagði að efnavopnaárásir Sýr- lendinga myndu halda áfram þar til eitthvað yrði gert. „Rússar styðjast endurtekið við sömu skálduðu frá- sagnirnar til þess að beina athyglinni frá bandamönnum þeirra í Dam- askus,“ sagði Haley. Tala látinna er enn á reiki. Syrian Observatory heldur því fram að alls hafi 72 látist í árásinni, þar af tuttugu börn. Hins vegar héldu þeir François Delattre, fulltrúi Frakklands í öryggis- ráðinu, og Recep Tayyip Erdogan, for- seti Tyrklands, því fram í gær að yfir hundrað hefðu farist. thorgnyr@frettabladid.is Rifist um efnavopnaárásinaEkki fyrsta efnavopnaárásinÞann 21. ágúst árið 2013 vöknuðu íbúar í úthverfum Damaskus við mannskæðustu efnavopnaárás síðustu fjögurra áratuga. Sprengjur sem innihéldu saríngas skullu á hverfunum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna. Rannsóknarlið frá Sameinuðu þjóðunum fann í kjölfarið sönnunargögn sem sýndu fram á að saríngasi hefði verið skotið á svæðið. Sýrlenski herinn var sagður hafa staðið að árásinni. Ekki er ljóst hversu margir fórust í árásinni. Bretar telja 350 hafa farist, Syrian Observatory for Human Rights telja þá vera 502, Bandaríkin segja 1.429 hafa farist og uppreisnarmenn sjálfir segja að 1.729 hafi farist. Fórnarlömb árásarinnar voru mörg hver jörðuð í gær. Nordicphotos/AFp Rússar kljáðust við aðra meðlimi öryggisráðs SÞ um efnavopnaárás í Sýrlandi. Fulltrúi Rússa sagði að mögulega hefðu efnavopn uppreisnar- manna á jörðu niðri valdið dauða fórnar- lambanna. Önnur ríki hafna tilgátunni. 6 . a p r í l 2 0 1 7 F I M M T U d a G U r12 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a ð I ð 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 E -5 0 8 8 1 C 9 E -4 F 4 C 1 C 9 E -4 E 1 0 1 C 9 E -4 C D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.