Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 20
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Nú gera áætlanir laxeldisiðjunnar ráð fyrir allt að 200 þúsund tonna ársframleiðslu með laxeldi í opnum kvíum við íslenskar strendur og þar af 90 þúsund tonnum á Austfjörðum. Útlend- ingar standa að útrásinni og hvergi í stjórnkerfinu er spurt um uppruna framkvæmdafjárins. Það virðist mikill munur á því hvort fjárfest er í bönkum eða sjó á Íslandi. Og allt fæst þetta nánast ókeypis á sama tíma og íslenskur sjávarútvegur greiðir veiðigjöld og strangar takmarkanir eru í gildi á eignarheimildum útlendinga í útveginum. Reynslan af laxeldisiðjunni í nágrannalöndum er svo slæm, að víðast er hætt að gefa út ný leyfi fyrir opnu sjókvíaeldi. Það staðfesti t.d. hæstiréttur land- og umhverfisverndar í Svíþjóð í nýlegum dómum. En hér á landi virðist flest leyfilegt. Engin ný tækni hefur komið fram í opnu sjókvía- eldi með kynbættan norskan laxfisk sem kemur í veg fyrir umhverfistjón. Fiskur sleppur í umtalsverðum mæli og blandast villtum stofnum, sjúkdómar og lús grassera í mergðinni í kvíunum með óhjákvæmilegri lyfjanotkun, og mengun vegna úrgangs er hrikaleg. Þetta blasir við af reynslunni í nágrannalöndum. Umræðan erlendis um skaðann af eldinu er nú að þyngjast og líklegt að eldisfiskur muni eiga undir högg að sækja á matvælamörkuðum í framtíðinni. Ísland á hér mikilla hagsmuna að gæta, enda þekkt að því að bjóða ferskar afurðir úr náttúrlegu og vistvænu umhverfi. Sama ímynd vegur þungt fyrir ferðaþjónustuna og hefur verið styrkur Íslendinga í alþjóðasamstarfi um umhverfismál. Vegið er að þessum hagsmunum vegna leiftursóknar útlendinga með risalaxeldi í íslenskum sjó af því að lokað hefur verið á frekari útþenslu þeirra í nágrannalöndunum. Svo þegar tjónið blasir við hér á landi, þá liggur ekk- ert fyrir um það hverjir bera ábyrgðina og hvernig bæta eigi fyrir skaðann. Við erum þegar farin að kynnast því í ítrekuðum slysasleppingum fiska úr eldiskvíum. Allar þessar staðreyndir liggja fyrir. Íslendingar hafa sára reynslu af því að láta skammtímagróða glepja sýn og fá hrunið í bakið. Enn skal á það reyna. Enn skal á það reyna Reynslan af laxeldisiðj­ unni í nágranna­ löndum er svo slæm, að víðast er hætt að gefa út ný leyfi fyrir opnu sjó­ kvía eldi. Það staðfesti t.d. hæstiréttur land­ og umhverfis­ verndar í Svíþjóð í nýlegum dómum. Gunnlaugur Stefánsson Heydölum Byltingarhetjan Í gær var ár síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér sem forsætisráðherra eftir að upp komst um aflandsfélag hans, Wintris. Af því tilefni skrifaði Sigmundur færslu á Facebook þar sem fram kom að dagurinn væri honum ekki jafn hugleik- inn og þeim sem undirbjuggu viðburðinn. Þá hvetur hann til dáða það fólk sem hann segir sjá í gegnum moldviðrið í kringum Panamaskjölin og sannfæri hann um að hægt sé að gera breytingar á íslensku samfélagi þó takast þurfi á við voldugustu valdakerfin hér á landi og erlendis. „Ekki einu sinni alþjóða fjármálakerfið getur stoppað okkur.“ Sigmundur ætlar sem sagt að leiða baráttu 99 pró- sentanna gegn eina prósentinu. Eða bíddu nú við. Hvorum hópnum tilheyrir hann aftur? Loforðavaktin Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Eygló Harðardóttir, þingmaður Fram- sóknar, skrifa báðar greinar á vefsvæði sín um brostin loforð í tengslum við ríkisfjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar. Á þessum vettvangi á mánudag var létt grín gert að Vinstri grænum sem vilja taka upp kynjavakt á Alþingi til að meta áhrif kynjanna á ákvarðana- töku. Áhugi almennings gæti aftur á móti vaknað ef þingmenn leggja til Loforðavakt Alþingis. Það er líklega liður sem skattgreiðendur væru til í að sjá á næstu ríkisfjár- málaáætlun. snaeros@frettabladid.is Það er víst orðið of seint að fylla upp í ginnungagapið við hlið Hörpu. Þetta sár sem öskrar á alla ferðamenn sem vilja njóta útsýnisins á 5. hæð tónlistarhússins fagra.Best væri ef hægt væri að fylla upp í holuna, malbika yfir og byggja körfuboltavöll og garð fyrir hjólabretti. Þeir sem búa yfir fimi á brett- inu hafa reglulega haldið til nálægt Hörpu. Það væri náttúruleg og eðlileg þróun að veita þeim varanlegan viðverurétt svo þeir geti speglað sig í listaverki Ólafs Elíassonar á meðan þeir gera „ollie“ eða aðrar kúnstir á sandpappírsþöktum viði. Ginnungagap samkvæmt norrænni goðafræði er hið mikla gap eða frumrýmið fyrir tilurð heimsins. Þess vegna er það auðvitað helber dónaskapur að klína slíku hugtaki á sárið við Hörpu. Þetta er bara mjög ljót hola sem hefur staðið allt of lengi. Engar haldbærar skýringar hafa fengist á því hvers vegna meirihlutinn í borginni lét það viðgangast svona lengi að verktakarnir drægju lappirnar. Þetta skrifast víst á flækjustigið. Þótt sá grunur læðist að mörgum að kjörnir fulltrúar hafi of lengi sýnt því þolinmæði að verktakarnir séu annaðhvort með lata lögfræðinga eða eigi einfaldlega ekki nógu mikla peninga til að láta verkefnið ganga hraðar. Hver sem skýringin er þá eru þeir sem standa að þessu verkefni sjálfir of feimnir til að veita trúverðug svör við seinaganginum. Þarna mun rísa enn eitt hótelið. Við skulum vona að allar áætlanir um vöxt ferðaþjónustunnar haldi svo þetta glæsihótel standi ekki tómt í fyllingu tímans sem vitnisburður um of mikla bjartsýni. Eins og staðan er núna er ekki vísbending um annað en að hvert einasta herbergi verði fullt frá fyrsta degi. Sem er afar ánægjulegt. Það er ólíklegt að Hörpuholan verði gerð að ein- hverju aðalatriði í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Líklega munu einhverjir gera tilraun til þess að gefa borgarstjóra pungspark með því að benda á holuna en hún verður ekki aðalatriði máls. Í kosningunum verður tekist á um hugmyndafræði. Tekist verður á um hvort Reykvíkingar vilji búa í borg eða sveit þorpa þar sem ríkustu fimm prósentin búa í glæsihöllum lengst frá kjarnanum innan um tekjulága nágranna sem þurfa að keyra lengi til að komast í vinnuna. Sú stefna að loka sárum og þétta byggð mun í fyllingu tímans auka verðmæti Reykja- víkur sem borgar. Ef vel tekst til mun Reykjavík standa undir nafni sem alþjóðleg borg á pari við Kaupmannahöfn og Stokkhólm. Óháð samanburði við þessar borgir mun Reykjavík verða á pari við það besta í heiminum og með sín sterku sérkenni. Þess vegna var það rétt ákvörðun að þétta byggð þótt það hafi tekið of langan tíma. Og þótt andúð núverandi meirihluta á einkabílnum hafi gargað á bíleigendur hér og þar um allt sveitarfélagið stærstan hluta kjörtímabilsins þá ættu kosningarnar á næsta ári ekki að snúast um það. Þær ættu að snúast um hvort Reykvíkingar vilji búa í borg eða sveit lítilla þorpa. Hörpuholan Þess vegna var það rétt ákvörðun að þétta byggð þótt það hafi tekið of langan tíma. 6 . a p r í l 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð I ð SKOÐUN 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 9 E -1 0 5 8 1 C 9 E -0 F 1 C 1 C 9 E -0 D E 0 1 C 9 E -0 C A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.