Fréttablaðið - 06.04.2017, Qupperneq 22
Þegar kemur að flutningi Fiskistofu er auðvelt að týna sér í umræðunni um kostnað, bætt
starfstækifæri á landsbyggðinni og
pólitík. En hvað með upplifun starfs
manna? Frá tilkynningu í júní 2014
um flutning norður á Akureyri leið
rúmt ár þar til endanleg ákvörðun
var tekin. Fiskistofustjóri talaði um
tímabilið sem „öldurót óvissu“ í árs
skýrslu Fiskistofu fyrir árið 2014.
Við gerð meistaraverkefnis grein
arhöfundar í mannauðsstjórnun
2016 kom í ljós að óvissan hafði
markað sín spor í líðan starfsmanna.
Tekin voru viðtöl við níu þáverandi
og fyrrverandi starfsmenn Fiski
stofu. Samkvæmt niðurstöðum
fundu viðmælendur fyrir óvissu og
vanlíðan, streitu, minnkandi starfs
ánægju og reiði svo fátt eitt sé nefnt.
Þó viðtölin hafi farið fram rúmum
fjórum mánuðum eftir að ráðherra
tilkynnti starfsfólki að það héldi
störfum sínum í Hafnarfirði ríkti
enn óvissa meðal starfsmanna
um framhald mála. Mikið var um
að viðmælendur nefndu ótta við
skipulagsbreytingar sem hefðu bein
áhrif á þeirra störf. Margir hverjir
báru ekki traust til orða ráðherra
varðandi áframhaldandi starf hjá
stofnuninni. Ummæli tveggja við
mælenda bentu til kulnunar í starfi.
Samkvæmt fiskistofustjóra sögðu
11 manns upp vinnunni í beinum
tengslum við flutninginn. Þeir sem
sátu eftir upplifðu ákveðinn missi og
jafnvel örlaði á öfund í garð þeirra
sem höfðu haft sig upp úr „þessum
graut“ eins og einn viðmælandi
orðaði það. Samkvæmt fræðunum
má líkja þessu við sorgarmissi sem
einstaklingur fer í gegnum við fráfall
ættingja eða vinar. Afneitun og reiði
sýndu sig í mikilli andstöðu starfs
manna gagnvart breytingunum.
Vanlíðan og sorg fylgdi í kjölfarið
sem olli því að sumir viðmælenda
treystu sér ekki í samskipti við sam
starfsfólk heldur kusu einveru og ró
í matartímum.
Sumir starfsmenn upplifðu sig
verða fyrir persónuárásum og stjórn
endur töldu sig hafa tapað virðingu
og trausti starfsmanna. Stjórnendur
í viðmælendahópnum voru undir
mikilli pressu en töldu það starfs
skyldu sína að framfylgja skipunum
ráðuneytis, jafnvel þó þeim þætti
ákvörðunin ekki góð og upplýsingar
væru af skornum skammti. Sumir
viðmælenda virtust hafa náð ákveð
inni sátt en vonuðust þó til að farið
yrði um þá mýkri höndum við fram
kvæmd næstu skipulagsbreytinga.
Áhrifanna gætti einnig heima
Hræðsla við framhaldið og mögu
leika á vinnumarkaði einkenndi
viðtölin, sérstaklega hjá þeim sem
eldri voru og höfðu ekki mikla
starfsreynslu utan stofnunarinnar.
Áhrifanna gætti einnig heima fyrir.
Umræða um þriggja milljóna króna
flutningsstyrk breytti litlu fyrir fólk
enda fylgir flutningum sem þessum
mikið rót á heimilislíf, starf maka,
nám barna og samverustundir með
öðrum fjölskyldumeðlimum.
Samkvæmt breytingastjórnun
eru skynjuð þörf starfsmanna fyrir
breytingar og skýr markmiða
setning tveir mikilvægir þættir í
velgengni breytinga. Þessa þætti og
fleiri skorti hjá Fiskistofu. Enginn
viðmælenda taldi þörf á breyting
unum og flestir töldu markmiðið
eingöngu pólitískt. Lagaheimildir
voru ekki til staðar í upphafi og olli
það langri töf á málum. Á meðan
var upplýsingastreymi til stjórn
enda og starfsmanna af skornum
skammti. Allt þetta átti sinn þátt í
að ýta undir andstöðu starfsmanna,
óvissu og vanlíðan.
Því þarf ekki að undrast fréttir
um laun og launatengdan kostnað
upp á 25 milljónir vegna upp
sagna hjá Fiskistofu. Nokkuð sem
kannski hefði mátt koma í veg fyrir
með betri undirbúningi en líta má
á sem mannúðlega leið til að bæta
fyrir það sem á undan er gengið.
Fiskistofustjóri áætlar að flest störf
verði komin til Akureyrar árið 2025.
Áhugavert verður að fylgjast með
því hversu margir starfslokasamn
ingar verða gerðir fram að þeim
tíma með tilheyrandi kostnaði. Það
er mikilvægt að draga af þessu lær
dóm og muna að þetta snýst ekki
einungis um kostnað, lagaheimildir
og pólitík. Þegar upp er staðið snú
ast allar breytingar um fólk.
Breytingar snúast um fólk
Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðs
hús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks,
samkomuhús fyrir aðskiljanlega
viðburði, ráðstefnustaður, fundar
staður, veitingastaður, veislustaður,
erfidrykkjustaður, fermingarveislu
staður, allt þetta, og alltaf opið okkur
öllum.
Ég hef reynslu af Iðnó svo lengi
sem ég man eftir mér, fyrst náttúrlega
sem leikhúsgestur og hin síðari ár
sem þátttakandi í viðburðum innan
veggja Iðnó. Í Hruninu voru oft líf
legir umræðufundir í Iðnó.
Ég hef reynslu af því að skipuleggja
fundi þar sem ráðherra, þingmaður
og sem einstaklingur á eigin vegum
án þess að tilheyra tilteknum hópi.
Og í stuttu máli þá er reynsla mín af
Iðnó góð. Þess vegna sperrti ég eyrun
þegar ég frétti að til stæði að borgin
segði upp samningi við núverandi
rekstraraðila og leitaði á ný mið.
Ég varð mér úti um tilboð þeirra
sem vilja taka að sér reksturinn.
Mér skilst að Reykjavíkurborg
sækist eftir hærri leigutekjum og
fengi þær ef tilboði yrði tekið. En
hvað kynni að glatast með því? Hefur
þeirri spurningu verið svarað? Hækk
ar þá leiga til þeirra sem, iðulega af
vanefnum, efna til funda eða nýta sér
húsið, hópa leiklistarfólks til dæmis,
mannréttindahópa eða þeirra sem
boða til almennra umræðufunda?
Eða er ætlunin að annars konar
starfsemi fari fram í húsinu en hingað
til? Ef svo er, þá á sú umræða að fara
fram opinberlega því hún er í eðli
sínu pólitísk, fjallar um tilgang og
markmið.
Greinargerð þeirra sem vilja taka
að sér reksturinn á Iðnó er sérkenni
leg lesning, eins konar auglýsinga
bæklingur þar sem mikið er gert úr
fagmannlegum nefndum og ráðum
en án þess að maður verði nokkru
nær um hvað raunverulega kæmi
til með að breytast, annað en meint
fagmennska sem samkvæmt mínum
gæðastuðli hefur verið til fyrirmynd
ar í Iðnó – að ónefndri lipurð og ljúf
mennsku.
Eitt er nokkuð ljóst. Einfaldara
verður það ekki fyrir okkur sem
höfum staðið fyrir fundum í Iðnó að
þurfa að skríða í gegnum nálarauga
innlendra og erlendra fagmanna sem
dæmi um það hvort við séum húsum
hæf:
„Utanaðkomandi hópar eða sam
tök geta sótt um að halda viðburði
í gegn um ákveðið umsóknarferli.
Óháð valnefnd mun meta umsóknir
og gera tillögur um úthlutun á þriggja
mánaða fresti. Umsóknir verða
metnar á grundvelli gæða, fjölbreyti
leika, gildi og hvort þær hæfi hús
næðinu. Um opna viðburði munum
við eiga náið samstarf við innlenda
og alþjóðlega aðila.“
Þessi texti úr tilboðinu segir sína
sögu. En hafa borgaryfirvöld sagt sitt
síðasta orð, telja þau sig ekki þurfa að
skýra betur út fyrir okkur kjósendum
hvað fyrir þeim vakir?
Hafa borgaryfirvöld sagt
sitt síðasta orð um Iðnó?
Í andrúmsloftinu eru ýmsar lofttegundir og af þeim er súrefni um 21%, sem dugar vel til að anna
þörfum heilbrigðra. Aftur á móti búa
yfir 500 manns á Íslandi við þann
veruleika að þurfa daglega viðbótar
súrefnisgjöf.
Sjúklingar sem koma í lungna
endurhæfingu á Reykjalund fá mat á
því hvort súrefnisskortur er til staðar.
Sumir þurfa súrefni allan sólarhring
inn en öðrum dugar að hafa viðbótar
súrefni við áreynslu og/eða á næturn
ar. Við langvarandi súrefnisskort er
hætta á versnun annarra sjúkdóma,
sem veldur auknu álagi fyrir sjúkling
inn og heilbrigðiskerfið. Eingöngu er
hægt að gefa súrefni í formi lofts en þá
þarf að nota búnað/hjálpartæki sem
annaðhvort geymir súrefnið sem loft
tegund í kút (súrefniskút) eða þjappar
því jafnóðum saman (súrefnissía) og
gefur í hærri prósentu en er til staðar
í andrúmsloftinu.
Allir sem nota súrefni á Reykja
lundi fá hóp eða einstaklingsfræðslu,
þar sem þeim gefst kostur á að ræða
um reynslu sína af því að nota við
bótarsúrefni. Farið er yfir bjargráð
varðandi súrefnisnotkunina og reynt
að styðja fólk í þeirri breytingu sem
óneitanlega fylgir. Oft kemur það
fram í umræðunni að búnaðurinn/
hjálpartækið sem fólk fær úthlutað
veldur þeim erfiðleikum í daglegu
lífi, s.s. að fara út úr húsi, í félags
starf, ferðalög og jafnvel í vinnu. Súr
efniskútar eru þungir og notandinn
þarf að gera áætlanir um ferðir sínar
og vita hve lengi kúturinn endist.
Súrefnis gjöfin sjálf er þannig orðin
hindrun við virkni í daglegu lífi.
Ekki til nóg af ferðasúrefnissíum
Óskastaða flestra er að fá búnað sem
er léttur, endingargóður og þægilegt
að ferðast með. Því miður er staðan
ekki þannig hér á Íslandi því ekki
er til nægjanlegur fjöldi af ferðasúr
efnissíum. Mörgum finnst þeim vera
mismunað þegar þeir sjá að aðrir
í sömu stöðu fá léttan búnað, eða
búnað sem þeir sjálfir óska sér.
Stuðla þarf að aukinni samvinnu
heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuað
ila og stjórnvalda og hafa þá í huga
„lög um réttindi sjúklinga“ (1997
nr. 74 28. maí). Mikilvægt er að meta
þörf hvers og eins súrefnisþega þann
ig að hægt verði að bjóða öllum þá
bestu mögulegu meðferð og búnað
sem völ er á á hverjum tíma. Allir
þurfa nefnilega súrefni til að lifa. Með
góðri samvinnu um þetta mikilvæga
réttlætismál má búast við virkari þátt
töku súrefnisþega í daglegu lífi, bæta
lífsánægju þeirra, þrek og úthald.
Þannig má bæta árum við líf sjúklinga
og lífi við árin og draga úr kostnaði
fyrir heilbrigðiskerfið því með við
eigandi meðferð má fækka veikinda
dögum, heimsóknum á heilsugæslu
og innlögnum á sjúkrahús.
Allir þurfa súrefni til að lifa
Eitt er nokkuð ljóst. Ein-
faldara verður það ekki fyrir
okkur sem höfum staðið
fyrir fundum í Iðnó að þurfa
að skríða í gegnum nálar-
auga innlendra og erlendra
fagmanna sem dæmi um það
hvort við séum húsum hæf.
Það er mikilvægt að draga af
þessu lærdóm og muna að
þetta snýst ekki einungis um
kostnað, lagaheimildir og
pólitík. Þegar upp er staðið
snúast allar breytingar um
fólk.
Súrefniskútar eru þungir og
notandinn þarf að gera áætl-
anir um ferðir sínar og vita
hve lengi kúturinn endist.
Súrefnisgjöfin sjálf er þann-
ig orðin hindrun við virkni í
daglegu lífi. Óskastaða flestra
er að fá búnað sem er léttur,
endingargóður og þægilegt
að ferðast með.
Ögmundur
Jónasson
fv. alþingismaður
Sylvía
Guðmunds-
dóttir
MS í mannauðs-
stjórnun
Elfa Dröfn
Ingólfsdóttir
sérfræðingur
í endurhæf-
ingarhjúkrun
lungnasjúklinga
og starfar á
Reykjalundi
LÆKNA
R
MÆLA
MEÐ
HUSK!
NÁTTÚRULYF
Á SÉRLYFJASKRÁ
Náttúrulegar trefjar sem halda
meltingunni í góðu formi
ehb@ebridde.is, www.ebridde.is
HUSK fæst í apótekum, heilsubúðum og Fjarðarkaupum
6 . a p r í l 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð I ð
0
6
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
9
E
-2
4
1
8
1
C
9
E
-2
2
D
C
1
C
9
E
-2
1
A
0
1
C
9
E
-2
0
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
7
2
s
_
5
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K