Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 06.04.2017, Blaðsíða 50
Þetta er alveg frábært, við fáum fullt af frábærum hópum frá öllum heimshornum og dagskrá- in er þéttskipuð,“ segir Dóra Jóhanns- dóttir, leikkona og listrænn stjórnandi hátíðarinnar og Improv Íslands. Dóra lærði spunatækni í Upright Citizens Brigade í New York í þrjú ár en frá því hún stofnaði Improv Ísland er óhætt að segja að áhugi fyrir spuna hafi aukist töluvert á Íslandi. „Ég byrjaði með Improv Ísland hópinn fyrir tveimur árum síðan, við höfum reglulega fengið gestakennara til landsins sem hefur vakið mikla lukku. Það var komin hálfgerð pressa á að fara að halda almennilegt festi- val svo við létum bara verða af því og hingað eru komnir átta frábærir spuna- hópar,“ segir Dóra. Hóparnir koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Svíþjóð og óhætt er að segja að fram undan sé spunaveisla, þar sem meðal annars færustu spunaleikarar Bandaríkjanna koma fram. „Þetta eru mjög skemmtilegir hópar og þetta verður frábær skemmtun. Við ljúkum svo hátíðinni á Græna herberg- inu með svokölluðu Indie Show, þar sem öllum sjálfstæðum spunahópum er velkomið að sýna,“ segir Dóra. Spunasýningarnar verða margs konar, hiphop-söngleikur, kabarett- sóló, spunnin verður hasarbíómynd og ein spunasýningin gerist í dómsal þar sem áhorfendur lenda í hlutverki kviðdómenda svo að einhver dæmi séu tekin. Hátíðin er opin öllum og fara sýningarnar meðal annars fram í Þjóðleikhúskjallaranum, Kassanum og í Græna herberginu. „Passinn á hátíðina kostar 5.900 krónur en hægt verður að koma og kaupa sig inn á stakt kvöld við inngang- inn,“ segir Dóra og hvetur sem flesta til að mæta og láta ekki þessa frábæru skemmtun fram hjá sér fara. Fyrr í vikunni bárust þær fréttir að Improv Island spunahópnum væri boðið á Del Close spuna-maraþonið, stærsta spunafestival í heimi. Hópur- inn hefur áður farið og sýndi þá rétt á undan grínistanum og stórleikkonunni Amy Poehler, en hún er einmitt einn af stofnendum maraþonsins. „Þetta eru alveg frábærar fréttir fyrir okkur. Það eru mörg þúsund hópar sem sækja um, en aðeins um 700 hópar sem taka þátt í festivalinu, þetta er algjör- lega frábært, sýndar eru sýningar í níu leikhúsum í New York, í 72 klukkutíma samfleytt,“ segir Dóra og bætir við að meðal þeirra sem sýnt hafa á hátíðinni séu Amy Poehler, Ellie Kemper, höf- undar Inside Amy Schumer, Broad City, 30 Rock og fleiri af helstu grínistum Bandaríkjanna. gudrunjona@frettabladid.is Spunafestival haldið í fyrsta sinn á Íslandi Dóra Jóhannsdóttir hefur stýrt spunahópnum Improv Ísland síðastliðin tvö ár. Hópurinn stendur fyrir sínu fyrsta spunafestivali, The Reykjavík International Improv Festival, sem hófst með sýningu hópsins í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkvöldi. 648 f. Kr. Fyrsti sólmyrkvinn sem skriflegar heimildir eru til um. Skráður af Forn-Grikkjum. 1652 Hollenski skipstjórinn Jan van Riebeeck stofnar birgðastöð á Góðrarvonarhöfða. Út frá henni reis Höfða- borg síðar. 1917 Bandaríkin lýsa stríði á hendur Þjóðverjum. 1961 Gamli spítalinn á Akureyri (byggður 1836) stórskemmist af eldi. 1979 Vikublaðið Helgarpósturinn kemur út í Reykjavík. 1979 Úthlutað úr Kvikmyndasjóði í fyrsta sinn. 1979 Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pakistans, er tekinn af lífi. 1989 Verkfall 2.100 háskólamanna í þjónustu ríkisins hefst; því lýkur 18. maí. 2000 Meirihluti Hæstaréttar dæmir útgerð Vatneyrar til að greiða sektir fyrir veiðar án aflaheimildar. Merkisatburðir Festivalið er hugarfóstur Dóru Jóhannsdóttur sem er jafnframt listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Fréttablaðið/Vilhelm Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Ágústa Lárusdóttir Vesturbergi 18, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 11. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Oddssjóð, Reykjalundi. Marinus Schmitz Lárus S. Marinusson Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Sigurður Marinusson Irma Schortinghuis Viktoría Marinusdóttir Gísli Már Finnsson Einar Daði, Guðný Helga og Elías Hlynur Jurjen Sindri og Arnar Smári Viktor Smári og Lovísa Kristín Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Karlsson Lækjasmára 6, Kópavogi, sem lést þann 20. mars, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 7. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Þorkell Einarsson Steinunn Árnadóttir Lilja Einarsdóttir Kjartan J. Kjartansson Ástríður I. Einarsdóttir Karl Trausti Einarsson Ástríður S. Thorsteinsson barnabörn og barnabarnabarn. Kær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórdís Steinsdóttir (Dídí) Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 23. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði. Að hennar ósk fór útförin fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Bestu þakkir einnig til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. María Þ. Gunnlaugsdóttir Guðmundur S. Gunnlaugsson Vilborg Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóna Berta Jónsdóttir heiðursborgari Akureyrar, Lindasíðu 4, lést sunnudaginn 2. apríl. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. apríl kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. Þorgerður, Guðmundur, Sigurður og fjölskyldur. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Fjóla Oddný Sigurðardóttir Lækjasmára 2, Kópavogi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 29. mars. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. apríl klukkan 15.00. Gylfi Kristinn Sigurgeirsson Bryndís S. Eiríksdóttir Bára Guðlaug Sigurgeirsdóttir Ásdís Sigurgeirsdóttir Viðar Elliðason Inga Hulda Sigurgeirsdóttir Guðlaugur Sigurgeirsson Guðrún Björg Bragadóttir Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Kjartan Magnússon barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi, Björgvin Jakobsson Dalbraut 27, lést á Landspítalanum Fossvogi þann 29. mars. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 6. apríl kl. 13.00. Jóhann Jakobsson, Unnur Ólafsdóttir Anna Einarsdóttir og systkinabörn hins látna. 6 . a p r í l 2 0 1 7 F I M M T U D a G U r34 T í M a M ó T ∙ F r É T T a B l a ð I ð tímamót 0 6 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 9 E -3 2 E 8 1 C 9 E -3 1 A C 1 C 9 E -3 0 7 0 1 C 9 E -2 F 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 5 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.