Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Side 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Side 6
Viðtal við Sigríði Eirfksdóttur Formann H.F.Í. 1924-1960 Er hugur dvelur við sögu og starf Hjúkrunarfélags íslands, kynnist hann einni lijúkrunarkonu öðrum fremur. Hjúkmnarkona þessi ber nafnið Sigríður Eiríksdóttir. Sigríður er fædd 16. júní 189U og er því 75 ára. Hún tók við formannsstarfi H.F.Í. árið 1924 og gegndi því til ársins 1960 eða í rúman hálfan fjórða áratug. Á fimmtíu ára afmæli H.F.Í. lagði ritnefndin nokkrar spumingar fyrir Sigríði um liðna og líðandi stund, því hjúkrunarkonur vilja gjaman hlýða á orð hennar í dag engu síður en fyrmm. HvaS olli því, aö vel menntuS íslenzk stúlka vélur hjúkrunar- starfiS aS ævistarfi á árinu 1918? Ég hafði snemma áhuga á þjóðfélagsmálum. Sjúkdómar og önnur bágindi, sem oft áttu rót sína að rekja til fátæktar, snertu mig illa. Mig langaði til að vera á meðal þeirra, sem börðust fyrir bættum heilbrigð- isháttum og betri lífskjörum fyrir almenning á íslandi. Berklaveiki var mjög skæður sjúkdómur á þeim árum og þröng húsakynni mannmargra fjölskyldna ásamt fáfræði ollu mikilli smitunarhættu. Hér voru því mörg aðkallandi verkefni fyrir lærðar hjúkrunarkonur. . AS námi loknu kemur þú út til Islands og hefur hér hjúkr- unarstörf. Var þaS erfitt aS hagnýta danska hjúkrunar- menntun á Islandi þeirra tíma? 3ja ára hjúkrunarnám í Danmörku auk nokkurra mán- aða framhaldsnáms í ágætu sjúkrahúsi í Vínarborg reynd- ist mér viðunandi undirstaða, þegar ég hóf hjúkrunarstörf við Hjúkrunarfélagið Líkn í Reykjavík. Á næstu árum urðu miklar breytingar á hjúkrunar- málum Norðurlanda. Var þá víða farið að krefjast fram- haldsnáms til viðbótar hinu lög- bundna hjúkrunarnámi. Settir voru á stofn framhaldsskólar í heilsuvernd alls konar, svo sem berklavörnum, ungbarnavernd, skólaeftirliti, spítalastjórn, svo nefndar séu nokkrar starfs- greinir sem ætlast er til að hjúkrunarkonur inni af hendi. Öllum hjúkrunarkonum er kunnugt um störf þín fyrir H. F.Í., en hvaS þykir þér hafa veriS þaS erfiSasta i félagsstarf- seminni? Og hvaS af þeim ótal mörgu verkefnum félagsins finnst þér þaS mesta? Hjúkrunarstörf eru mjög lýj- andi, bæði andlega og líkamlega. Þegar ég hóf störf mín við H. F.I., voru aðeins 16 lærðar hjúkrunarkonur fyrir, og voru þær dreyfðar um landið, 1 á hverjum stað, þar sem sjúkra- hús voru fyrir. Vinnutími var óhæfilega langur og mikið ósam- ræmi í launum. Sem dæmi mætti nefna, að laun hjúkrunarkvenna á Vífilsstöðum og í Laugarnesi voru mun hærri en á Klepps- spítala, Akureyri, ísafirði og Vestmannaeyjum. Með fyrstu störfum mínum í þágu félags- ins voru því þau, að samræma kaup, vinnutíma, sumarfrí og önnur kjör, sem varðaði hjúkr- unarkonur. Þetta var ósköp erf- itt verk, því menn sem um þessi mál fjölluðu, höfðu yfirleitt ekki mikinn skilning á starfi hjúkr- unarkvenna sinna og vildu auð- vitað ekki ótilneyddir hækka kaupið, og þær hjúkrunarkonur sem betur voru settar eðlilega ekki lækka. H.F.I. gerðist á þess- um árum aðili að Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norður- löndum og áttum við þar góðan bakhjarl, enda þótt skórinn kreppti að þeim líka. Eftir að við gerðumst aðilar að B.S.R.B. varð allt auðveldara, því kjara- mál eru aðalviðfangsefni þess- ara þörfu samtaka. Að tilhlutun H.F.I. voru á sínum tíma sett lög á Alþingi um starf saldur hj úkrunar- kvenna þess efnis, að þær geta hætt skyldustörfum á fullum eftirlaunum, 60 ára að aldri. Þetta eru hlunnindi sem þær hljóta um fram aðrar eftir- launastéttir, sem verða að vinna til 67 ára til þess að njóta fullra eftirlauna. Ég hef oft haft á orði að þetta væri mesta kjara- bótin, því auk þess að vera fjár- hagsatriði, felst í því mikil við- urkenning á störfum þeirra. Að sjálfsögðu fylgir lífeyrissjóðn- l 96 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.