Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Qupperneq 17

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Qupperneq 17
Óskar Harry Jónsson, hjúkrunarmaöur: Sjúkrahús fyrir eiturlyfjaneytendu Eiturlyf,janeyzla er orðið mik- ið vandamál út um allan heim og nú á síðustu tímum hafa Norðurlöndin fjögur átt við þetta vandamál að stríða í sí- vaxandi mæli. Hér á landi er neyzla eitur- lyfja ekki orðið vandamál enn, en ýmislegt bendir til, því mið- ur, að hér geti orðið breyting á. Þar sem lítið hefur verið skrifað um meðferð og hjúkrun eiturlyfjasjúklinga á þessum vettvangi, væri ekki úr vegi að ég segði lítillega frá heimsókn minni á fyrsta sjúkrahúsið sem stofnsett var í Evrópu, er að- eins sérhæfir sig í meðferð eit- urlyfjasjúklinga, en það er Stat- ens Klinikk for Narkomane í Hov í Land í Suður-Noregi. Var ég þarna á ferð í apríl síðast- liðnum, er ég var nemandi í geðhjúkrunarskóla norska ríkis- ins. Teigen, yfirlæknir sjúkra- hússins, upplýsti, að þegar ný lög um áfengisvarnarnefndir hefðu verið sett, var ákveðið, að nefndirnar skyldu líka fjalla um eiturlyfjasjúklinga. Af þess- ari ástæðu festi ríkið kaup á Söndre Land Fylkessykehus og breytti því í það sjúkrahús sem nú um ræðir. Þar sem ofneyzla eiturlyfja (Narkomani) er mjög „smit- andi“ sjúkdómur þá var þörf fyrir sérstaka stofnun fyrir þessa tegund sjúklinga, þó að Noregur væri land þar sem þetta vandamál væri ekki mjög áber- andi. Sjúkrahúsið er tveggja hæða með 37 sjúkrahúmum fyrir bæði kynin. Á ann- ari hæð var lokuð móttökudeild með 20 sjúkrarúmum. Á fyrstu hæð var opin deild, en þangað voru sjúklingarnir fluttir, þeg- ar leið á meðferðina. 1 kjallara var eldhús og borðstofa. 1 ný- byggðu húsi, skammt frá aðal- byggingunni voru vinnuher- bergi, baðherbergi, gufuböð og leikfimissalur. Fyrir starfsfólkið voru fjöl- skylduíbúðir og systraheimili. Systraheimilinu átti að breyta í sjúkradeild fyrir 20 sjúklinga, en byggja fleiri íbúð- ir fyrir starfsfólkið. Fleiri en 70 sjúklinga vildu þeir ekki hafa að meðreiknuðu vistheimili í Osló, sem gat vist- að 14 sjúklinga, en þangað fóru sjúklingarnir áður en þeir fóru alfarnir út í lífið. Starfsfólk var um 40 manns, 3 læknar, 1 sálfræðingur, 1 fé- lagsráðgjafi, 3 iðjuþjálfarar, 1 sjúkraþjálfari, 16 hjúkrunar- menn og konur auk aðstoðar- fólks á deildum, starfsfólks í eldhúsi og skrifstofu. Áður en lengra er haldið væri rétt að skilgreina hvað ofneyzla eiturlyfja er, en segja má að það sé tímabundin eða viðloðandi eitrun, sem er skaðleg fyrir ein- staklinginn sjálfan eða samfé- lagið. Lyfjaþol (toleranse) sjúklingsins eykst þannig, að stöðugt þarf stærri og stærri skamta til og ómótstæðileg þörf fyrir áframhaldandi neyzlu. Einskis er látið ófreistað til að útvega eitrið, í kjölfarið koma bæði líkamleg og andleg vönt- unareinkenni (abstinenssymp- tom). Alþj óðaheilbrigðismálastof n- in (WHO) skiptir eiturlyfjum í 6 flokka: 1. Verkjastillandi lyf. Opíum, petidin, ketogan, heroin o. s. frv. Hér kemur fram hin sígilda mynd eiturlyfjaneyzlunnar. Lík- amleg vöntunareinkenni eru mjög sterk. 2. Barbitursýrulyf eru þau lyf sem mest voru misnotuð þar til fyrir 2—3 árum síðan. 1 þess- um flokki eru líka lyf, sem ekki innihalda barbitursýru, t. d. doriden, meprobamat, restenil, kloral, bróm, librium og valium o. fl. Fyrrverandi alcholistar leiðast oft út í ofneyzlu lyfja í þessum flokki. 3. öi'Vandi lyf (sentralstimul- erandi) Amphetamin, preludin, ritalin og menadit. I Svíþjóð er þessi tegund lyfja mikið vandamál. U. Kokain. Sjúklingurinn brotnar niður bæði líkamlega og andlega á mjög skömmum tíma. 5. Canncibis (Hashish, mari- huana) er stöðugt stærra vanda- mál. Efnið er t. d. blandað te eða reykt sem marihuanavindl- ingar. Staðbundin ofneyzla hef- ur breiðzt út eins og „farsótt" landa á milli. Efnið er hættu- legt vegna þess að það grípur oft fólk, sem er veikt fyrir öðr- um tegundum eiturlyfja, sem það svo síðar byrjar að neyta. TÍMAWT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.