Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 18
Eiturlyf janeyzla er orðin mikið vandamál út um allan heim. 1 Englandi er cannabis mikið vandamál. 6. Ofskynjanalyf (Hallusino- gener) LSD, meskalin, silocyb- in. Efnin eru líka kölluð psyko- tomimetica, þar sem þau fram- kalla ástand sem líkist geðveiki. Víman stendur í 6—8 klst. Voða- verk eins og t. d. morð geta komið fyrir. Efnið getur breytt erfðaeiginleikum neytandans og getur valdið því að börn hans fæðist vansköpuð. Læknismeðferð og hjúkrun fer eftir því hvaða efni sjúkl- ingurinn hefur misnotað. Hafi sjúklingurinn misnotað efnin, sem talað er um í 1. flokki, verð- ur að venja sjúklinginn af neyzlu með smáminnkandi skömmtum. Metadon er gefið í töfluformi eða fljótandi. — Skammturinn fer eftir því hve langt leiddur sjúklingurinn er. Skammturinn er minnkaður jafnt og þétt í 14—21 dag. Sjúklingurinn fær einnig atar- axica (truxal, nozinam) til að dempa vöntunareinkennin, sem þó eru ekki mjög áberandi við metadon. Oft verður að taka til- lit til lélegs almenns ástands sjúklingsins. Hann hefur mikla þörf fyrir að talað sé við hann og hann sé í góðu sambandi við annað fólk. Oft getur verið erf- itt að gera sjúklinginn móttæki- legan fyrir meðferð. Setja verð- ur upp áætlun til langs tíma og upplýsa sjúklinginn um hana og segja honum, að út af þeirri áætlun megi ekki bregða. Hafi sjúklingurinn neytt lyfja af barbitursýruflokknum, verð- ur einnig að venja sjúklinginn af neyzlu með smáminnkandi skömmtum. Fenytoin er nauð- synlegt að gefa vegna hættu á krömpum og svefnlyf á kvöldin. Almenn meðferð gegn kláða og verkjum er einnig nauðsynleg. Fyrir síðustu 4 flokkana gildir sú regla, að taka lyfin af sjúkl- ingnum og fær hann þau ekki í smá minnkandi skömmtum, eins og við 1. og 2. fl. Hið lík- amlega ástand er meðhöndlað eftir venjulegum leiðum, en sál- lækningunni er hagað þannig, að hver sjúklingur fær sinn eig- in terapaut, sem hefur hann í meðferð minnst einu sinni í viku. Þar fyrir utan eru allir sjúkl- ingar með í hóplækningu (gruppeterapi) 2svar í viku. Svo fljótt sem hægt er, er sjúkl- ingurinn látinn í iðjuþjálfun, seinna ef til vill í útivinnu eða vinnu, þar sem hann ræður sér sjálfur að mestu. Sjúkraþjálf- arinn prófar þrek sjúklingsins og setur upp fyrir hann æfinga- áætlun. Félagsráðgjafi kemur snemma inn í meðferðina. Höfð er samvinna við vinnumiðlunar- skrifstofu. Kennari er við sjúkrahúsið. Var það nauðsyn- legt vegna þess hve sjúklingar voru ungir að árum. 1 bígerð er stofnun skóla með kennslu- áætlun fyrir hvern einstakan sjúkling. Presturinn tók þátt í hóplækningum, hafði bæna- stundir og guðsþjónustur og myndaði hópa, sem ræddu um biblíuna og trúarleg efni. Meðferðin er eins og á geð- deildum og byggist á því að narkomani er ástand, sem er sjúkdómseinkenni á undir- 108 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.