Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Blaðsíða 33
Húsnæðinu er skipt niður í 5 skoðunarstofur, lækna + 1 að- gerðarstofa til afnota eftir þörfum. Þar er og herbergi blóð- segavarna, þar starfar meina- tæknir frá rannsóknadeild spít- alans að blóðtöku og mælingu þess. Tæplega 30 sérfræðingar og fastráðnir læknar spítalans hafa aðstöðu til að sinna „ambulönt- um“ á deildinni. Þessi tala er að sjálfsögðu breytileg. Deildirnar eru: handlæknis-, lyfja-, barna- og taugadeild, svo og rannsóknadeild. Hver lækn- ir hefur til umráða vissa tíma á deildinni, 2var í viku 1—2y> klst. í senn. — Hvað er það, sem þið fáið helzt til meðferðar? — Það gefur auga leið, að til meðferðar fáum við hin marg- víslegustu „tilfelli“, svo bezt er að stikla á stóru. Á handlæknisdeildum er mest um skiptingar á sárum, sauma- tökur, gipstökur og lagnir, svo og liðástungur og innspýtingar. Margir eru sendir í Rtg. mynda- tökur. Af lyfjadeildum kemur mikið af hjartasjúklingum, liðagigtar-, nýrna- og sykursýkissjúkling- um. Áður en sj. er vísað inn til læknisins mælir hjúkrunarkon- an hann og vegur og tekur alm. þvagsýni, sem hún rannsakar fyrir sykri cg eggjahvítu og læt- ur skriflegar niðurstöður fylgja honum inn til læknisins. Mikið af þessu fólki er sent í blóð- rannsóknir og hjartalínurit. Af barnadeild er svipaða sögu að segja, þau koma til hvers kyns eftirmeðferðar. Mik- ið er af börnum með þvagfæra- sjúkdóma, sem koma reglulega og fá tekið miðbunuþvag. Af taugadeild kemur fólk mest í almenna kliniska skoðun. Rannsóknastofurnar hafa enn ekki notfært sér tíma sinn á deildinni. — Hvað vinnið þið margar hér? — Fjöldi starfsfólks á deild- inni, þegar þetta er skrifað: 2 hjúkrunarkonur, 1 sjúkraliði, 1 bókari, 1 gjaldkeri og 1 ræst- ingakona. — 1 ráði er að fá 1 sjúkraliða til viðbótar, 1 meina- tækni og 1 ritara, en ritarar hinna ýmsu deilda annast journ- alana að svo komnu máli. Starfstími hjúkrunarliðs er frá kl. 8 og 9 f. h. til kl. 17 e. h. 5 daga vikunnar. — Hvernig fellur ykkur starf- ið? — Starfið er skemmtilegt, það er ákaflega gaman að fylgja svona nýnæmi úr hlaði, og vinnutíminn er óneitanlega þægilegur. Það hefur lengi verið beðið eftir þessari deild, þar sem hægt væri að sameina tíma og þarfir sjúklinga og læknis til hægðar- auka fyrir báða aðila, að ekki sé nefnt að losa legudeildirnar við aukavinnu og snúninga (í tíma og ótíma) í kring um sjúkl- inga, sem einhverntíma hafa leg- ið á deildinni og þarfnast eftir- meðferðar. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS sendir starfsmönnum ísafoldarprentsmiðiu hugheilar jóla og nýórskveðjur. FÉLAGSFÁNI HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS Þessi fallegi satínfóni fœst á skrifstofu félagsins Verð m/statívi kr. 150.00 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.