Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Side 34

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Side 34
Nemendur gagnfrœðaskóla horfa á frceöslumynd Krabbameinsfélagsins um skadsemi sígarettureykinga Frótlir frá KrnbbamriiiNfélaiíl Íslnnds. Jón Oddgeir Jónsson, sem landskunnur er m. a. fyrir námskeið sín í „Hjálp í viðlögum" o. fl. og sem einnig við hjúkrunarkonur þekkjum frá kennslu hans í forskóla í Hjúkrunarskólanum, sendi Tímiriti HFl fréttabréf frá Krabbameinsfélaginu, en þar á Jón mikinn þátt í almennri fræðslu um krabbameinsvarnir. Við þökkum Jóni fyrir og einnig Bjarna Bjarnasyni, lækni, formanni Krabbameinsfélags íslands, fyrir hlýjar kveður á 50 ára afmæli HFÍ. Myndin er af nýju sýningartæki, sem líkist sjón- varpi, en er sýningarvél fyrir 8 mm. tilluktar film- ur. Krabbameinsfélagið aflaði sér þess tækis fyrir nokkru og lánar það, ásamt fræðslumynd um skað- semi tóbaks, til allra skóla, sem óska þess og hafa allmargir skólar, bæði úti á landi og i Reykjavik, notið þess. Tækið er ætlað til notkunar í kennslu- stofum og er unnt að sýna á það í björtu. Auk þess lánar Krabbameinsfélagið skólum og þeim félögum sem þess óska, þrenns konar 16 mm. fræðslumyndir um skaðsemi sígarettureykinga, allar með islenzku tali. Þeim 10 eintökum sem til eru hjá félaginu hafa félög og skólar notið góðs af á undanförnum 6 ár- um, auk þess sem þær eru notaðar á fræðslufund- um Krabbameinsfélaganna fyrir almenning. Erlendur læknir og heilbrigðismálafulltrúi, sem nýlega var á ferð hér á landi, lét hafa þetta eftir sér í blaðaviðtali: „Almenningsfræðsla er víðasthvar fyrir neðan allar hellur. Tökum reykingar sem dæmi. Það eru helzt lungnasérfræðingar sem nú eru að reyna að hætta að reykja, aðrir segjast heldur vilja lifa nokkr- um árum skemur, en láta þetta ekki á móti sér. Þetta eru orðin tóm, því almenningur gerir sér raunveru- lega ekki grein fyrir hættunni. Ég held því fram að of seint sé að kenna gömlum hundi að sitja og því verð- um við að einbeita okkur að því að fræða börnin, áður en þau byrja að reykja. Hinir fullorðnu eru vonlausir“. 124 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.