Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Qupperneq 52
eru hjúkrunarkonan og sjúklingur-
inn. Aftur á móti er sjúkrasaga sjúkl-
ings skróð og geymd á fjórðu hæð
hússins. Þangað fara prófsvör frá
þjónustudeildum og yfirleitt allar
uppiýsingar um sjúklinginn. Á hand-
iæknisdeild sjúkrahússins eru þess-
ar upplýsingar inn á skurðstofugangi,
þar sem óviðkomandi er bannaður
aðgangur. Tvær af þrem sjúkra-
deildum handlæknisdeiidar eru á ann-
ari hæð en skurðstofan.
Það þarf ekki skynsemi til að sjá
ókosti þessa fyrirkomulags. Hjúkr-
unarkonunni er raunverulega meinað
að geta kynnt sér sjúkrasögu sjúkl-
ings. Hún veit sem sagt ekkert um
forsögu sjúklings, nema það sem
hann eða læknirinn segir henni. Hún
fær aldrei prófsvör í hendurnar og
gerir það henni vitaskuld ákaflega
erfitt að fylgjast með líðan sjúklings
frá degi til dags. Vísindunum fleygir
fram og hjúkrunarkonunni er ætlað
að fylgja í humátt á eftir. En ís-
enzka hjúkrunarkonan lætur sér
lynda að bundið sé vendilega fyrir
bæði augu hennar á þeirri vísinda-
leið. Við verðum að gera lækninum
skiljanlegt, að orsök fáfræði okkar
liggur m. a. í þessu fyrirkomulagi.
Læknirinn er svo að segja sá eini,
sem hefur vald til að breyta þessu.
Og þá er ég næstum komin út
í annað efni engu minna. Það er
lýðræðið inni á sjúkrahúsinu. Það
verður þó að bíða betri tíma.
Ein óánægð.
AiY lokum.
LifaS hef ég langa æfi
laus við hroka,
í lítinn skaufa látin moka,
— ég loftaði aldrei stórum poka.
Kristín Benjamínsdóttir.
FRÉTTIR og TILKVll'IIM!
I'jölsóllm' fumlur Snmlnka
lieillirigOisstéttn.
Itnitt um svliliigai' ú sjúkru-
húsum.
Samtök heilbrigðisstétta héldu
fræðslufund um sýkingar á sjúkra-
húsum 1. nóv. Var fundurinn hald-
inn í Domus Medica og var mjög vel
sóttur. Aðalræðumenn voru Friðrik
Einarsson, yfiriæknir, Kristín Jóns-
dóttir, læknir, Bergþóra Sigurðardótt-
ir, læknir og Jóhannes Skaftason,
iyfjafræðingur.
Samtök heilbrigðisstétta voru stofn-
uð 15. janúar s.l. og eru eftirfarandi
félög í samtökunum: Félag forstöðu-
manna á sjúkrahúsum á íslandi, Fé-
lag gæzlusystra, Félag ísl. sjúkra-
þjálfara, Hjúkrunarfélag Islands,
Ljósmæðrafélag íslands, Lyfjafræð-
ingafélag íslands, Læknafélag ís-
lands, Meinatæknafélag íslands,
Sjúkraliðafélag Islands, og Tann-
læknafélag íslands. Tilgangur sam-
takanna er að halda uppi fræðslu
fyrir einstaklinga og hópa innan sam-
takanna og stuðla að framförum á
sviði heilbrigðismála með margs kon-
ar fræðslu og kynningu á starfsemi
heilbrigðisstofnana. Einnig er til-
gangur samtakanna að kynna æski-
legar nýjungar og vinna að hag-
kvæmri lausn á sameiginlegum mál-
um. Formaður er frú María Péturs-
dóttir, hjúkrunarkona.
Fundurinn hófst með því að María
Pétursdóttir, formaður, flutti nokk-
ur orð, og kynnti dagskrá fundarins.
Fyrsti ræðumaður var dr. Friðrik
Einarsson og talaði hann um sótt-
varnir. Sagði hann m. a. frá því,
hvernig sýklar berast til sjúklinga
á sjúkrahúsum bæði með hlutum og
fólki og hvernig megi draga úr sýk-
ingarhættu með ýmsu móti.
Erindi Bergþóru Sigurðardóttur,
læknis, hét viðbótarsýking og viðnóm
sýkla gegn fúkalyfjum. Var þar fjall-
að um hvernig fúkalyf verka á sýkla
og hættu á viðbótarsýkingu, þegar
jafnvægi í sýkiagróðri líkamans er
haggað með fúkaiyfjagjöf. Næst
flutti Kristín Jónsdóttir, læknir, er-
indi um notkun fúkalyfja á sjúkra-
húsum og hvað helzt bæri að varast
í því sambandi. Taldi hún æskilegt,
að samdar væru samræmdar reglur
um notkun slíkra lyfja á sjúkrahús-
um hér eins og tíðkast nú orðið víða
erlendis.
Fjórða erindið var flutt aftefáns
af Jóhannesi Skaftasyni, lyfjafræð-
ingi og fjallaði það um notkun á ein-
stökum tegundum fúkalyfja og hve
mikiil kostnaður væri við notkun
hverrar tegundar. Var erindi hans
grunvallað á rannsókn, sem hann
gerði í samvinnu við lyfjafi-æðinga á
Landspítalanum og Borgarspítalan-
um.
Því næst var sýnd kvikmynd, sem
nefnist Sýkingar á sjúkrahúsum og
loks voru frjálsar umræður.
Hjúskapartllkynningar:
Guðrún Pálmadóttir hjúkrunar-
kona og Finn Henrik Hansen málari.
Ragnhildur Birna Jóhannsdóttir
hjúkrunamemi og Guðmundur F. Sig-
urjónsson iðnnemi.
Rannveig Þóra Garðarsdóttir
hjúkrunarnemi og Guðmundur Hauks-
trésmiður.
Guðrún Albertsdóttir hjúkrunarnemi
og Sverrir Jakobsson tækniskólanemi.
Hólmfríður Jóhanna Steinþórsdótt-
ir hjúkrunarnemi og Ove Salomons-
son þjónn.
Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrun-
arnemi og Ólafur Sæmundsson skrif-
stofumaður.
Gyða K. Guðmundsdóttir hjúkrun-
arnemi og Leo Ágústsson húsgagna-
bólstrari.
Ragnheiður Narfadóttir hjúkrun-
arnemi og Gunnar Helgi Guðmunds-
son stud. med.
Helga B. Gunnarsdóttir hjúkrun-
arnemi og Baldur Ellertsson þjónn.
Ólína H. Guðmundsdóttir hjúkrun-
arkona og Kristófer T. S. Valdimars-
son húsasmiður.
Hjördís Jakobsdóttir hjúkrunar-
kona og Holger Hansen.
142 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS