Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Qupperneq 52

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1969, Qupperneq 52
eru hjúkrunarkonan og sjúklingur- inn. Aftur á móti er sjúkrasaga sjúkl- ings skróð og geymd á fjórðu hæð hússins. Þangað fara prófsvör frá þjónustudeildum og yfirleitt allar uppiýsingar um sjúklinginn. Á hand- iæknisdeild sjúkrahússins eru þess- ar upplýsingar inn á skurðstofugangi, þar sem óviðkomandi er bannaður aðgangur. Tvær af þrem sjúkra- deildum handlæknisdeiidar eru á ann- ari hæð en skurðstofan. Það þarf ekki skynsemi til að sjá ókosti þessa fyrirkomulags. Hjúkr- unarkonunni er raunverulega meinað að geta kynnt sér sjúkrasögu sjúkl- ings. Hún veit sem sagt ekkert um forsögu sjúklings, nema það sem hann eða læknirinn segir henni. Hún fær aldrei prófsvör í hendurnar og gerir það henni vitaskuld ákaflega erfitt að fylgjast með líðan sjúklings frá degi til dags. Vísindunum fleygir fram og hjúkrunarkonunni er ætlað að fylgja í humátt á eftir. En ís- enzka hjúkrunarkonan lætur sér lynda að bundið sé vendilega fyrir bæði augu hennar á þeirri vísinda- leið. Við verðum að gera lækninum skiljanlegt, að orsök fáfræði okkar liggur m. a. í þessu fyrirkomulagi. Læknirinn er svo að segja sá eini, sem hefur vald til að breyta þessu. Og þá er ég næstum komin út í annað efni engu minna. Það er lýðræðið inni á sjúkrahúsinu. Það verður þó að bíða betri tíma. Ein óánægð. AiY lokum. LifaS hef ég langa æfi laus við hroka, í lítinn skaufa látin moka, — ég loftaði aldrei stórum poka. Kristín Benjamínsdóttir. FRÉTTIR og TILKVll'IIM! I'jölsóllm' fumlur Snmlnka lieillirigOisstéttn. Itnitt um svliliigai' ú sjúkru- húsum. Samtök heilbrigðisstétta héldu fræðslufund um sýkingar á sjúkra- húsum 1. nóv. Var fundurinn hald- inn í Domus Medica og var mjög vel sóttur. Aðalræðumenn voru Friðrik Einarsson, yfiriæknir, Kristín Jóns- dóttir, læknir, Bergþóra Sigurðardótt- ir, læknir og Jóhannes Skaftason, iyfjafræðingur. Samtök heilbrigðisstétta voru stofn- uð 15. janúar s.l. og eru eftirfarandi félög í samtökunum: Félag forstöðu- manna á sjúkrahúsum á íslandi, Fé- lag gæzlusystra, Félag ísl. sjúkra- þjálfara, Hjúkrunarfélag Islands, Ljósmæðrafélag íslands, Lyfjafræð- ingafélag íslands, Læknafélag ís- lands, Meinatæknafélag íslands, Sjúkraliðafélag Islands, og Tann- læknafélag íslands. Tilgangur sam- takanna er að halda uppi fræðslu fyrir einstaklinga og hópa innan sam- takanna og stuðla að framförum á sviði heilbrigðismála með margs kon- ar fræðslu og kynningu á starfsemi heilbrigðisstofnana. Einnig er til- gangur samtakanna að kynna æski- legar nýjungar og vinna að hag- kvæmri lausn á sameiginlegum mál- um. Formaður er frú María Péturs- dóttir, hjúkrunarkona. Fundurinn hófst með því að María Pétursdóttir, formaður, flutti nokk- ur orð, og kynnti dagskrá fundarins. Fyrsti ræðumaður var dr. Friðrik Einarsson og talaði hann um sótt- varnir. Sagði hann m. a. frá því, hvernig sýklar berast til sjúklinga á sjúkrahúsum bæði með hlutum og fólki og hvernig megi draga úr sýk- ingarhættu með ýmsu móti. Erindi Bergþóru Sigurðardóttur, læknis, hét viðbótarsýking og viðnóm sýkla gegn fúkalyfjum. Var þar fjall- að um hvernig fúkalyf verka á sýkla og hættu á viðbótarsýkingu, þegar jafnvægi í sýkiagróðri líkamans er haggað með fúkaiyfjagjöf. Næst flutti Kristín Jónsdóttir, læknir, er- indi um notkun fúkalyfja á sjúkra- húsum og hvað helzt bæri að varast í því sambandi. Taldi hún æskilegt, að samdar væru samræmdar reglur um notkun slíkra lyfja á sjúkrahús- um hér eins og tíðkast nú orðið víða erlendis. Fjórða erindið var flutt aftefáns af Jóhannesi Skaftasyni, lyfjafræð- ingi og fjallaði það um notkun á ein- stökum tegundum fúkalyfja og hve mikiil kostnaður væri við notkun hverrar tegundar. Var erindi hans grunvallað á rannsókn, sem hann gerði í samvinnu við lyfjafi-æðinga á Landspítalanum og Borgarspítalan- um. Því næst var sýnd kvikmynd, sem nefnist Sýkingar á sjúkrahúsum og loks voru frjálsar umræður. Hjúskapartllkynningar: Guðrún Pálmadóttir hjúkrunar- kona og Finn Henrik Hansen málari. Ragnhildur Birna Jóhannsdóttir hjúkrunamemi og Guðmundur F. Sig- urjónsson iðnnemi. Rannveig Þóra Garðarsdóttir hjúkrunarnemi og Guðmundur Hauks- trésmiður. Guðrún Albertsdóttir hjúkrunarnemi og Sverrir Jakobsson tækniskólanemi. Hólmfríður Jóhanna Steinþórsdótt- ir hjúkrunarnemi og Ove Salomons- son þjónn. Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrun- arnemi og Ólafur Sæmundsson skrif- stofumaður. Gyða K. Guðmundsdóttir hjúkrun- arnemi og Leo Ágústsson húsgagna- bólstrari. Ragnheiður Narfadóttir hjúkrun- arnemi og Gunnar Helgi Guðmunds- son stud. med. Helga B. Gunnarsdóttir hjúkrun- arnemi og Baldur Ellertsson þjónn. Ólína H. Guðmundsdóttir hjúkrun- arkona og Kristófer T. S. Valdimars- son húsasmiður. Hjördís Jakobsdóttir hjúkrunar- kona og Holger Hansen. 142 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.