Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 7
Stefnumið hjúbunarmenntunar í Evrópu Ræða flutt af Dorothy C. Hall, hjúkrunar- málastjóra á fundi Hjúkrunarfélags Islands Þriðjudaginn 12. febi'úar 197U. Það eru mér mikil fríðindi og veitir mér mikla ánægju að fá að vera m.eð ykkur í kvöld. Ég hef fallist á, í boði formanns ykkar, að ræða við ykkur um stefnumið í þróun hjúkrunarmennt- unar í Evrópu. Það kann að virðast nokkur dirfska af minni hálfu, en þar sem mér hefur hlotnast að koma á fjórtán síðustu mánuðum 16 af 32 löndum, sem. eru í Evrópudeild Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og ræða bæði um hjúkrunarstörf og hjúkrunarmenntun við nokkur hundruð manns á þessu starfssviði, finnst mér ég betur undir það búin að ræða þessi mál en ég verð að líkindum nokkru sinni annars. Fyrst vil ég segja nokkur inngangsorð — 6kki um hj úkrunarmenntun út af fyrir sig, held- ur uni heilbrigðisþjónustu almennt. Mér finnst þnð nauðsynlegt, í fyrsta lagi vegna þess, að námskerfi heilbrigðisstarfsliðs réttlætist ein- ungis að því marki að fullnægja þörfum heil- bi'igðisþjónustunnar, sem fyrirhuguð er, og í þau. Af þessum sökum ættu einstaklingar, fjöl- jniðlar og ekki hvað síst opinberir forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að láta þessi orð ónot- uð bæði í töluðu og rituðu máli. Geta má þess, að eitt samheiti yfir hjúkrun- ui'konur og hjúkrunarmenn, sem stéttin sjálf Setuv feut sig- við, hefur enn eigi fest rætur í Unalinu, þrátt fyrir ýmsar uppástungur. Hjúkr- unarkonum þykir vænt um sitt gamla starfs- ^eiti og virða það. Sennilega er líkt um karl- yuenn farið, en vegna þess að staða karlmanns- lns er sú, sem hún nú er, þá er ekki eins auð- yelt að nefna karlmann hjúkrunarkonu eins og uð nefna konu ráðherra. Þetta ætti kannske að Vera meira aukaatriði en mörgum virðist. Virðingarfyllst, Elín Eggerz-Stefánsson. öðru lagi vegna þess, að hjúkrun er eins og lækningar og aðrar greinar heilbrigðisþjónustu einungis hluti miklu stærri og margbrotnari heildar. Þá heild má nefna heilbrigðisþjónustu- kerfi. Mörg slíkra kerfa, sem hafa þróast með ein- stökum þjóðum síðustu hálfa öld og hjúkrunar- kerfið er einungis þáttur í, hafa því miður orð- ið svo flókin, svo kostnaðarsöm og svo ófull- nægjandi fyrir þá, sem njóta eiga, að 26. Al- þjóðaheilbrigðismálaþingið, haldið í Genf í maí sl., fann sig knúið til athugasemda um þessi málefni og ábendinga um þörf á verulegum af- skiptum af þeim. Hjúkrun er einungis unnt að skilja, túlka og efla samkvæmt stöðu hennar í slíku kerfi og í tengslum við aðra þætti kerfisins, sem mynda sameiginlega heild. Ríkjandi stefna bæði í hjúkr- unarstarfi og hjúkrunarnámi á þannig engu síður rætur að rekja til viðleitni til að ráða bót á þeim meinum, sem þjaka allt heilbrigðisþjón- ustukerfið, en til þeirrar viðleitni, sem beinist sérstaklega að meðferð þess, sem er ábótavant innan hjúkrunarþáttarins. Þessi þörf á tengslum, á skilgreiningu, lýs- ingu og skilningi á heilbrigðisþjónustukerfinu í heild hefur knúið til hliðstæðrar skilgreining- ar og könnunar á skyldum fræðslukerfum heil- brigðisstarfsliðs. Þau afbrigði og þær andstæð- ur, sem koma í ljós við þessar kannanir, geta einungis leitt af sér áhyggjur og vanda allra, sem átt hafa þátt í að koma þessum kerfum á og halda þeim við. Vilji menn skilja kerfi hjúkrunarstarfs og menntunar hjúkrunarstarfsliðs, er nauðsynlegt að hverfa aftur til miðbiks síðustu aldar og líta á það, sem hjúkrunarsagnfræðingar nefna „hina nýju öld“ hjúkrunar. Við komumst að raun um, að hjúkrunarstarf og hjúkrunarmenntun er þar eitt og hið sama. Hjúkrunarneminn ann- aðist sjúklinga á sjúkrahúsi og varð við það í fyllingu tímans „þjálfuð hjúkrunarkona". Þetta sameiginlega kerfi náms og starfs, sem komið var á af hinni víðkunnu Florence Nightingale, hæfði fyllilega þeim tíma og því þjóðfélagi, sem því var ætlað að þjóna. Það var mjög virkt og TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.