Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 41

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 41
hjúkrunarmenn, og bréf frá launa- málanefnd HPÍ ásamt kröfugerð og megintillögum Bandalags starfs- manna ríkis og bæja um nýjan samn- ing um kjör ríkisstarfsmanna. Bréf þessi voru tekin til umræðu á fundinum. I deildinni eru nú 20 félagar. Selma Guðjónsdóttir, formaður. Ársskýrsla Iloildar lirilsuvrriifl- arhjúkrunarkvrnna íiriú 1H73. Fjórir fundir voru haldnir á árinu. Pundarsókn var yfirleitt góð. í árs- byrjun voru félagskonur 20, þar af 6 aukafélagar. Á árinu bættist ein félagskona í deildina, Sigríður Þorvaldsdóttir, en hún lauk námi í heilsuvernd frá Svenska Sjukv&rdsinstitutet í Hels- ingfors. I stjórn deildarinnar áttu sæti: Pálína Sigurjónsdóttir, formaður, Mary Sigurjónsdóttir, ritari, Kristbjörg Þórðardóttir, gjaldkeri, Þuríður Aðalsteinsdóttir, varam. Aðalfundur var haldinn 22. mars 1973. Á fundinum mætti Ásgeir Frið- jónsson, aðalfulltrúi lögreglustjórans í fíkniefnadeild lögreglunnar í Rvík. Plutti hann fróðlegt erindi um störf fíkniefnadeildar lögreglunnar. Öllum starfandi hjúkrunarkonum við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var boðið á þennan fund. Fulltrúinn rakti að nokkru gang ýmissa mála, er embættið hafði feng- ist við, og ræddi um hin margvíslegu vandamál í sambandi við starfsað- stöðu embættisins og hvað helst væri til úrbóta. Hafði fulltrúinn meðferð- is sýnishorn af algengustu fíkniefn- um, sem vöktu mikla athygli, þar sem fæstar fundarkonur höfðu séð slík efni, og urðu fundarkonur sammála fuiltrúanum, að eitthvað róttækt yrði að gera, ef stemma ætti stigu við hinni óheillavænlegu þróun. Innan deildarinnar hafa orðið tals- verðar umræður um launamál og væntanlega kjarasamninga. Þá var horin undir atkvæði á fundi, er deild- in hélt hinn 15. okt. 1973, tillaga frá Ingibjörgu Magnúsdóttur deildar- stjóra um nafnbreytingu á hjúkrun- arstéttinni og var hún felld. Einnig Voru drög að nýjum hjúkrunarlögum, ei' lágu fyrir Alþingi, kynnt. Ingibjörg Magnúsdóttir, deildar- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, var gestur á fundi deildarinnar hinn 17. maí 1973, þar sem rædd voru ýmis mál, er sérstak- lega vörðuðu heilsuverndarhjúkrun- atkonur, m. a. framhaldsmenntun í heilsuvernd, starfsaðstöðu og þróun þeirra mála hér á landi. í framhaldi af þeim umræðum um framhaldsmenntun í heilsuvernd var send tillaga, er samþykkt var á fundi hinn 15. okt. 1973 til stjórnar HFÍ, þar sem vísað er m. a. til álitsgerð- ar, er deildin sendi fræðslunefnd og stjórn HFl í janúar 1971. í þeirri álitsgerð er reiknað með framhalds- námi hér á landi, svipuðu því, sem nú gerist á hinum Norðurlöndunum. En að mati deildarinnar hafa nú ýmsar aðstæður breyst og ber því að kanna aðstæður og hefja undirbún- ing að heilsuverndarnámi hér á landi. Hafa nokkrar félagskonur setið fund með færslunefnd HFÍ, þar sem þessi mál voru rædd. Kom þar fram, að einhugur og samstaða var um, að stefnt skyldi að undirbúningi að heilsuverndarnámi hér á landi. Ársskýrsla Félags röiilgeu- lijúkrunarkvriina áriú I!I73. Á nýliðnu starfsári voru haldnir tveir félagsfundir auk aðalfundar. 15. maí 1973 var haldinn fundur í Landspítalanum, og voru þar til um- ræðu launakröfur fyrir væntanlega kjarasamninga. Jóhanna Þórarinsdóttir hafði áður verið beðin um að vera fulltrúi fyrir Félag röntgenhjúkrunarkvenna í launamálanefnd. Voru þessi mál rædd nokkuð, en þar sem fáir félagsmeð- limir voru mættir, voru engar kröf- ur lagðar fram á þessum fundi. 25. október 1973 var haldinn fund- ur í Landakotsspítala. Geir Frið- bergsson setti fundinn, en hann gegn- ir stöðu formanns, þar sem Nanna Friðgeirsdóttir er erlendis. Á dagskrá fundarins voru launa- málin, og þar sem félaginu hafði nýlega borist kröfugerð og megin- tillögur Bandalags starfsmanna rík- is og bæja um nýjan samning um kjör ríkisstarfsmanna, ui’ðu nokkr- ar umræður um launamálin almennt, og var stjórnin kosin til að gera til- lögur um sérákvæði og koma þeim á framfæri við launamálanefnd. Þá voru ræddar tillögur, sem bor- ist höfðu varðandi nafnbreytingar hjúkrunarstéttarinnar, svo sem fram kemur í drögum að nýju frumvarpi til hjúkrunarlaga, og samþykkt að senda bréf til Ingibjargar Magnús- dóttur deildarstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálai'áðuneytinu, þar sem fundurinn lýsir sig eindregið mót- fallinn nafnbreytingu stéttarinnar. Aðalfundur var haldinn í Félagi röntgenhjúkrunarkvenna 12. maí 1973 í Landspítalanum. Á dagskrá voru venjuleg aðalfund- arstörf o. fl. Formaður flutti árs- skýrslu félagsins, og gjaldkeri lagði fram reikninga, sem fundurinn sam- þykkti. Úr stjórn átti að ganga Ás- dís Guðmundsdóttir, en hún var beð- in um að gegna gjaldkerastörfum í eitt ár í viðbót, sem hún samþykkti. Katrín Tómasdóttir var kosin vara- formaður í stjórn. Þá kynnti formaður frumvarp til hjúkrunarlaga, sem lagt var fyrir Alþingi á 94. löggjafarþingi 1973. Þá voru lagðar fram tillögur um sérákvæði í launamálum og Jóhönnu Þórarinsdóttur falið að koma þeim á framfæri í launamálanefnd. Hilma Magnúsdóttir, ritari. Ársskvrsla frUM>sliimálaii<>fnilar IIFÍ. Nefndin hefur haldið 16 fundi á síðastliðnu starfsári. Einn nefndar- manna, Þórunn Sveinbjarnardóttir, var fjarverandi um tíma og var Sig- þrúður Ingimundardóttir beðin að sitja í nefndinni fyrir hana. Síðan kom svo Sigþrúður inn í nefndina fyrir Lilju Oskarsdóttur. Helstu störf nefndarinnar voru: 1. Skrifað bréf til háskólaráðs Há- skóla íslands (vegna fundarálykt- unar Reykjavíkurdeildar 11. okt. 1973), þar sem fræðslumálanefnd æskir þess, að kannaðir verði möguleikar fyrir hjúkrunarkonur til inngöngu og framhaldsnáms innan Háskólans. Ekkert svar hefur borist. 2. Unnið hefur verið að undirbún- ingi námskeiðs fyrir hjúkrunar- konur. Nefndin hefur haft sam- ráð við kennara, er starfar í fræðslumáladeild norska félagsins. Uppbygging námskeiðsins var kynnt á fundi Hjúkrunarfélags ís- lands um menntunarmál 12. febr. 1974. 3. Unnið hefur verið að könnun fyr- ir menntamálaráðuneytið um áhuga hjúkrunarkvenna á fram- haldsmenntun. Niðurstöður munu birtast í málgagni félagsins. Auk ofangreindra atriða hefur nefndin kynnt sér og rætt við ýmsa aðila innan stéttarinnar um mennt- unarmál. F. h. fræðslumálanefndar, 21. júní 1974. Vigdís Magnúsdóttir. Ársskýrxla lípAlijúkrunar- drildar IIFÍ. Aðalfundur geðhjúkrunardeildar HFÍ var haldinn 10. júlí 1974. Stjórn skipa: Þórunn Pálsdóttir, formaður, Óskar Harry Jónsson, rit- ari, María Gísladóttir, gjaldkeri. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.