Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 16
borgarlæknir, dr. Jón Sigurðs- son, og framkvæmdastjóri Borg- arspítalans, Haukur Benedikts- son, taka þátt í viðræðunum. Menntamálaráðuneytið svar- aði bréfi borgarstjóra 4. febrú- ar 1972 og tjáði sig fúslega mundu „ræða við borgaryfir- völd Reykjavíkur um hverja þá hugmynd, sem líkleg er til að auðvelda hjúkrunar- og líknar- stofnunum, ekki aðeins Reykja- víkurborgar, heldur og landsins alls, að fá hjúkrunarfólk til starfa“, og jafnframt var til- kynnt, að þeir Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri og Runólfur Þórarinsson fulltrúi mundu taka þátt í viðræðunum af hálfu ráðu- neytisins. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið tilnefndi af sinni hálfu til viðræðnanna Ingibjörgu R. Magnúsdóttur deildarstjóra í ráðuneytinu með bréfi dags. 2. febrúar 1972. Viðræðufundir hófust 6. mars 1972, og var dr. Jón Sigurðs- son kjörinn formaður nefndar- innar, en Ingibjörg R. Magn- úsdóttir ritari.“ I athugasemdum með frum- varpinu segir ennfremur: „Eins og fram kemur í svar- bréfi menntamálaráðuneytisins frá 4. febrúar sl., vill ráðuneyt- ið ekki binda þetta eingöngu við Reykjavíkurborg, heldur landið allt. Með þetta sjónarmið fyrir augum, sem fulltrúar ráðuneyt- isins hafa túlkað í viðræðunum og viðræðuaðilar eru sammála um, er lagt til, að hinn nýi skóli verði ríkisskóli, en hafi aðstöðu í Borgarspítalanum og e. t. v. öðrum sjúkrastofnunum. Þar sem lagaheimild brestur til þess að koma á fót nýjum hjúkrun- arskóla, er frumvarp þetta lagt fram, en jafnframt þarf að end- urskoða lög um Hjúkrunarskóla Islands og setja nýja löggjöf um hjúkrunarskóla og hjúkrun- ai-nám. Hefur menntamálaráð- herra ákveðið að skipa nefnd til slíkrar endurskoðunar." Skólinn hóf starfsemi sína 8. október 1972. Skólastjórinn hafði farið þess á leit við menntamálaráðuneytið, að hóp- ur ljósmæðra, sem var að hefja hjúkrunarnám á vegum heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, mætti flytjast í Nýja hj úkrunarskólann og verða fyrstu nemendur hans. Veitti menntamálaráðuneytið leyfi til þess í september 1972. Hve margir nemendur stunda nám við skólann ? Sem stendur stunda nám í skólanum: a) 21 ljósmóðir, er ljúka eiga hjúkrunarnámi í nóvember- lok 1974. b) 20 nemendur hjúkrunar- námsbrautar Háskóla ís- lands fá kennslu í hjúkrun- argreinum í skólanum í vet- ur. c) 37 hjúkrunarkonur taka þátt í námskeiði, sem mennta- málaráðuneytið veitti skól- anum leyfi til að halda. Námskeið þetta stendur frá 25. febrúar til 30. maí og er kennsla 2 daga í viku kl. 16 —19. Er uppbygging hjúkrunar- námsins eitthvaS frábrugóin þeirri skipan, sem tíðkast hef- ur hér á landi? I fyrrgreindum lögum um þennan skóla er tekið fram í 3. gr„ að um hann skuli gilda, eftir því sem við á, lög nr. 35/ 1962, um Hjúkrunarskóla Is- lands. Var því hjúkrunarnám ljósmæðranna sniðið eftir sama kerfi og nám í Hjúkrunarskóla Islands. Hvernig er skólinn settur í húsnæðismálum ? I bréfi menntamálaráðuneyt- is, dags. 19. september 1972, til skólastjóra segir svo: „Ráðuneytið tekur fram, að það hefur skrifað borgarstjór- anum í Reykjavík og farið þess á leit, að húsnæði verði látið í té fyrir skólann til bráðabirgða — eða til þriggja ára — í hjúkrunarheimili Reykjavíkurborgar við Grens- ásveg.“ Reykjavíkurborg hefur látið umrætt húsnæði í té síðastlið- inn vetur og í vetur, en í bréfi borgarstjóra frá 16. maí 1973 er tekið fram, að borgarráð muni ekki samþykkja afnot skólans af umræddu húsnæði lengur en skólaveturinn 1973— 1974. I ráði er að fá leigt húsnæði fyrir skólann, en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tek- in um það enn. Reykjavíkur- borg hefur gefið fyrirheit um lóð við Borgarspítalann, en ekk- ert fé er til í byggingarsjóði. Hvemiig gengur að fá kennslukrafta ? Fastir kennarar hafa verið fá- ir og aðallega í hálfu starfi, sem stendur fjórir. Skólinn styrkir í vetur með leyfi menntamála- ráðuneytisins h j úkrunarkonu, sem er við nám í Noregi. Getur þú frætt okkur nokkuð um a) framtíðaráætlanir skól- ans og b) hverjar eru óskir þín- ar honum til handa? a) Ekki er hægt að taka ákvörð- un um framtíð skólans, fyrr en lög um hjúkrunarnám hafa verið endurskoðuð og húsnæði verið tryggt. b) Að hann fái viðunandi hús- næði og verðug verkefni í samræmi við það, sem ætlast var til af honum. Ritstjó'inin. 74 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.