Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 21
Niðurstöður úr könnun varðandiframhalds' ndm hiúkrunarkvenna ÁRUM SAMAN hafa íslenskar hjúkrunarkonur fundið, að knýjandi þörf er fyrir aukna fram- haldsmenntun til þess að mæta þeim kröfum, sem gerðar eru til starfa þeirra í heilbrigðis- þjónustu nútíma þjóðfélags. Það var því mikið ánægjuefni, er mennta- ruálai’áðuneytið sendi í októbermánuði 1973 beiðni til Hjúkrunarfélags Islands um að kanna áhuga hjúkrunarkvenna á framhaldsnámi eða fi'seðslu í námskeiðsformi. Fræðslumálanefnd félagsins var falið að fi'amkvæma könnunina. Sem hjúkrunarkonum er kunnugt var þeim óhurn sent eyðublað til útfyllingar með Tíma- r*i Hjúkrunarfélagsins í febrúar síðastliðnum. Á eyðublaðinu er gefinn kostur á að merkja við, hvort áhuginn sé á framhaldsnámi eða nám- skeiðum og einnig hvort dagnámskeið eða síð- óegisnámskeið henti betur. Taka skyldi fram, hvort viðkomandi hjúkrunarkona væri reiðu- húin að fara í nám strax eða þyrfti einhvern aðlögunartíma. Spurt var um áhuga á nám- skeiðshaldi utan Reykjavíkur. Óskað var eftir, að erindi okkar væru gerð Hjót og góð skil eða fyrir miðjan apríl, en svör ^afa verið að berast fram að þessu. Eftirfarandi niðurstöður liggja nú fyrir úr ^önnuninni: 106 hjúkrunarkonur hafa svarað, °5 þeirra hafa 2 eða 3 óskir fram að færa. . Eftirfarandi tafia sýnir þær sérgreinar, sem °skað er eftir: eo | I ►ií cg 1 o GO *»*» 4? '1 O eo Ö 1 s & £ g Námsgrein k g Ö Q VÖ 02 s Ö co Heilsuvernd 21 18 13 52 Kennsla 8 2 2 12 Geðhjúkrun 6 8 7 21 Stjórnun 6 7 4 17 Barnahjúkrun 4 2 3 9 Ljósmóðurfræði 1 1 Svæfingar 2 2 Gjörgæsla 6 4 10 Hjúkrun handlæknissjúklinga 10 2 12 lyflæknissjúklinga . 6 6 aldraðra 2 2 Almenn endurhæfing 10 6 16 Óákveðnar um val 7 7 5 19 Samtals 55 78 46 179 Könnunarseðillinn var sendur öllum hjúkr- unarkonum innan Hjúkrunarfélags Islands. Um sl. áramót voru félagar alls 1209. Erlendis voru 107, á eftirlaunum voru 56 hjúkrunarkonur, 112 hafa framhaldsnám í ýmsum greinum. Mætti því búast við svari frá 934 og af þeim hafa svarað 11.3 af hundraði. Af þeim hjúkrunarkonum, sem óska eftir framhaldsmenntun, geta 54.5 af hundraði þeg- ar hafið nám, 51.2 af hundraði þeirra sem óska eftir dagnámskeiðum og 45.6 af hundraði þeirra sem óska síðdegisnámskeiða. 21 hjúkrunarkona óskar eftir fræðslu á 4 stöðum utan Reykja- víkur. Tvennt er athyglisvert í niðurstöðum könn- unarinnar. I fyrsta lagi sá fjöldi hjúkrunar- kvenna, sem óskar eftir framhaldsnámi í heilsu- vernd, og í öðru lagi mikil eftirspurn eftir dag- námskeiðum í hinum ýmsu greinum hjúkrunar. María Finnsdóttir. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.