Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 37

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 37
Ólafur Ólafsson, landlæknir, skip- aður samkvæmt tilnefningu læknadeildar Háskóla íslands, Arinbjörn Kolbeinsson, læknir, skipaður samkvæmt tilnefningu læknadeildar Háskóla Islands, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deild- arstjóri, skipuð samkvæmt til- nefningu heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins, og Þorbjörg Jónsdóttir, skólastjóri, sem er fulltrúi hjúkrunarskól- anna í nefndinni og skipuð án tilnefningar. Námsbrautarstjórn vegna hjúkrunar- náms á háskólastigi, skipuð til bráða- birgða, eða þar til sett hafa verið formleg ákvæði um skipan náms- brautarinnar: María Pétursdóttir. skólastjóri, tilnefnd af HFÍ. Aðrir stjórnarmenn eru: Arinbjörn Kolbeinsson, dósent, sem jafnframt er formaður hennar, og Hrafnkell Helgason, lektor, tilnefndir af læknadeild Háskóla íslands, Haraldur Ólafson, lektor, tilnefnd- ur af háskólaráði, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deild- arstjóri, skipuð samkvæmt til- nefningu heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins, Vilborg Ingólfsdóttir og Ragnheið- ur Haraldsdóttir, skipaðar sam- kvæmt tilnefningu nemenda námsbrautarinnar og Hrafnhildur Stefánsdóttir, stjórn- arráðsfulltrúi, sem er fulltrúi menntamálaráðuneytisins í stjórninni. Fulltrúar HFÍ í Samtökum heil- brigðisstétta: María Pétursdóttir, formaður, Hólmfríður Stefánsdóttir, Sigurlín Gunnarsdóttir. Til vara: Magdalena Búadóttir. Auk þess er Jóna Höskuldsdóttir í fræðslunefnd SHS. SHS héldu 5 full- trúafundi auk aðalfundar. HFÍ á nú rétt á 5 fulltrúum og 5 varafulltrúum, sem kosnir verða á aðalfundi 1974. Skólanefnd Hjúkrunarskóla Islands. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildar- stjóri, Ólafur Ólafsson. landlæknir, form., Helgi Elíasson, fyrrv. fræðslumála- stjóri, Vigdís Magnúsdóttir, forstöðukona, Hjalti Þórarinsson, læknir. Skólanefnd Nýja hjúkrunarskólans: Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir, hjúkrunarkennari, Kristín Jónsdóttir, læknir, form., Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Sverrir Kolbeinsson, yfirkennari, Guðrún Ina Ivarsdóttir, hjúkrunar- nemi. Nefndir á vegum SSN: Eftirtaldar hjúkrunarkonur voru tilnefndar af stjórn HFÍ í nefndir innan SSN. Nefndarfundirnir voru haldnir í Stokkhólmi og sátu þá full- trúar frá öllum Norðurlandafélögun- um: Sigurlína Gunnarsdóttir 15/1 1973 og Alda Halldórsdóttir 3/2 1973 í „arbetsutskott att granska utvárd- eringarna fr&n representantskaps- mötena 1971 og 1972“. María Gísla- dóttir sótti 4 fundi (í jan., júní, sept. og des. ’73) í „Expertgrupp för klargörande av várdfunktionsom- r&de“ — starfssviðsnefnd. Einn fund (í apríl) gat hún ekki sótt. í október var Guðrún Sveinsdóttir tilnefnd í „arbetsgrupp att förbereda 1974 árs representantskapsmöte“ og Valgerður Jónsdóttir var tilnefnd í laganefnd SSN. Ingibjörg Árnadóttir sat einn fund ritstjóra hjúkrunarblaðanna, var hann í mars 1973. Þá sat hún full- trúafund SSN í september. María Pétursdóttir sat stjórnarfund SSN í apríl. Hún fór einnig, á vegum SSN, á aðalfund finnska félagsins, sem haldinn var 15/6 og var hátíðafund- ur í tilefni af 75 ára afmæli félags- ins, og afhenti við það tækifæri af- mælisgjöf frá HFÍ, hraungrýti frá Vestmannaeyjum á stöpli, svipað þeirri gjöf, er Vestmannaeyjadeild HFl gaf Hjúkrunarfélagi Islands á fimmtugsafmælinu 1969. Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir er varamað- ur Maríu Pétursdóttur í stjórn SSN frá fulltrúafundi 1973. Námskeið fyrir trúnaðarmenn o. fl. Dagana 15.—17. jan. 1973 hélt Hjúkrunarfélag fslands í samvinnu við BSRB námskeið fyrir trúnaðar- menn. Námskeiðið var haldið í húsa- kynnum BSRB á Laugavegi 172. Það sem tekið var fyrir var: Reglu- gerð fyrir trúnaðarmenn, lög HFÍ, samtalstækni, kjarasamningar opin- berra starfsmanna og réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Leiðbeinendur voru Gunnar Eydal, Haraldur Steinþórsson og Guðjón B. Baldvinsson. Námskeiðið sóttu 20 hjúkrunarkon- ur víðs vegar að af landinu. Félagsfundir á árinu voru 4 auk aðalfundar, en stjórnarfundir 19. Á stjórnarfundi 12/11 1973 voru tilnefndar samkv. félagslögum vegna aðalfundar 1974: Nefndanefnd: Þórhildur Gunnarsdóttir, Arndís Finnsson, Ingibjörg Baldursdóttir. Kjörstjórn: Sesselja Gunnarsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir. Ýmis félagsmál. í 4. tbl. Tímarits HFÍ árið 1972 var auglýst eftir ritstjóra í % starf frá 1. febr. 1973. Enginn sótti um. Félagsstjórninni var það því mikið fagnaðarefni, er Ingibjörg Ái'nadótt- ir tilkynnti á stjórnarfundi 19. febr. sl. ár. að hún mundi um sinn gegna áfram ritstjórastarfi, fengi hún aukna aðstoð frá skrifstofunni með vélritun greina, prófarkalestur o. fl. Ingibjörg tók við af öðrum ágæt- um ritstjóra, Elisabeth Malmberg, og vel hefur verið unnið að blaðinu í anda mætra fyrirrennara, sem aldr- ei töldu eftir sér erfiðið, en fannst bæði ljúft og skylt að gera sitt besta, innan þess takmarkaða ramma, er fjárhagsgetan leyfði á hverjum tíma. Þess vegna, fyrst og fremst, hefur blaðið getað komið út í tæp 50 ár óslitið. Það hóf göngu sína í júní 1925, og eins og segir í 1. tbl. var því ætlað að vera opinbert málgagn yngstu og fámennustu stéttarinnar, sem vinnur að hjúkrunar- og heil- brigðismálum þessa lands. í fyrstu ritstjórn voru 3 merkar hjúkrunarkonur, Guðný Jónsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir og Kristjana Guðmundsdóttir. Guðný og Kristjana eru báðar látnar, en Sigríður Eiríks- dóttir, fyrrv. form HFÍ, átti 80 ára afmæli sl. sunnudag og færði stjórn HFl henni afmælisóskir og þakkir og útskorinn íslenskan ask frá félaginu. Á síðasta aðalfundi kom fram til- laga um, að HFÍ standi straum af kostnaði við hálfs mánaðar dvöl 10 barna frá heimilum drykkjumanna á vegum Áfengisvarnanefndar kvenna í sumarbúðum þjóðkirkjunn- ar. Veittar voru 40 þúsund kr. og þá miðað við það gjald. er var árið áður. Á síðasta aðalfundi var einnig bor- in fram tillaga um að efna til merkja- sölu til styrktar hjúkrunarkonum í framhaldsnámi. Eftir miklar umræð- ur var samþ. með 30 atkv. gegn einu að gera 12. maí að fjáröflunardegi (en það er alþjóðlegur dagur hjúkr- unarkvenna). Einnig var samþykkt tillaga þess efnis, að félagsmerki HFÍ verði áfram tákn félagsins út á við TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.