Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 38
og þar af leiðandi prentað og notað
sem merki á fjáröflunardegi. Var
tillagan samþykkt með öllum atkvæð-
um gegn tveim.
Aðalfundurinn var haldinn laug-
ardaginn 31. mars, og skömmu eftir
helgi bárust stjórn HFÍ tveir undir-
skriftalistar með alls 142 nöfnum,
þar sem þess er óskað, að aðalfund-
arsamþykktin verði tekin til nánari
athugunar og komi ekki til fram-
kvæmda það ár. Þá lýsa hjúkrunar-
konurnar yfir því, að þær telji
merkjasölu ósmekklega fjái'öflunar-
leið og líti svo á, að félagsmerki HFÍ
sé sýnd óvirðing og félaginu lítils-
virðing með því að selja það almenn-
ingi til að bera það í barminum.
Á stjórnarfundi 9. apríl sl. ár var
ákveðið að fresta framkvæmdum sam-
kvæmt beiðnum og taka málið til at-
hugunar á næsta aðalfundi, þar sem
aðalfundarsamþykkt var ekki bind-
andi fyrir það ár.
Eins og kunnugt er veitir fyrir-
tæki í Minnesota, 3—M (Minnesota
Mining & Manufactoring Co.) árlega
ICN einn námsstyrk að upphæð 6
þús. dollara. Sl. haust hlaut kana-
disk hjúkrunarkona þennan styrk, en
umsóknir bárust frá 33 aðildarfélög-
um ICN. Takmarkað er við einn um-
sækjanda frá hverju félagi. í fyrsta
skipti 1973 sótti íslensk hjúkrunar-
kona, Guðrún Marteinsson, um styrk-
inn og fékk eins og aðrir umsækj-
endui', er ekki hlutu hann, styttu og
200 dollara.
Bandalag kvenna lét gera brjóst-
mynd af frú Aðalbjörgu Sigurðar-
dóttur og stóðu aðildarfélögin undir
kostnaði. Var samþykkt á stjórnar-
fundi 2. okt. sl., að HFÍ léti af hendi
rakna eitt þúsund kr. Styttuna gerði
Gestur Þorgrímsson og var hún af-
hjúpuð að Hallveigarstöðum á síð-
asta aðalfundi Bandalags kvenna.
Frá þátttöku íslenskra hjúkrunar-
kvenna á þingi ICN og fulltrúafundi
SSN hefur verið sagt skilmerkilega
í tímaritinu, en rétt að minnast þess,
að stofnað var til vináttusambands
við hjúkrunarfélagið í Ghana á ICN-
þinginu í Mexikó og um leið afhent
áritað Hjúkrunarkvennatal og fáni
HFÍ. Ágætt væri að fá fram tillög-
ur um, hvernig best væri hægt að
treysta þetta vináttusamband í verki.
Um leið er leitað að nýju til félaga,
er kynnu að eiga .,slides“ myndir til
að senda í heimildasafn ICN.
Vegna málsmeðferðar hjúkrunar-
kvenna á ýmsum málum félagsins
taldi stjórn HFI nauðsynlegt að eiga
viðræður við trúnaðai-menn stærstu
stofnana, og var fundur haldinn 10.
des. sl.
Þau mál, er aðallega voru rædd,
snertu í fyrsta lagi merkjasölumálið,
þar sem hjúkrunarkonur með undir-
skriftalistum mótmæltu ákvörðun
kjörinna fulltrúa á aðalfundi. I öðru
lagi afgreiðsla hjúkrunarlaga á Al-
þingi, en drög að hjúkrunarlögum
höfðu verið rækilega kynnt á ýms-
um stofnunum, í sér- og svæðadeild-
um og á félagsfundum og beðið um
skriflegai' athugasemdir til stjórnar
HFI. Sendi félagsstjórnin á sínum
tíma umsögn með athugasemdum til
þingnefndarinnar, er hafði þetta mál
til meðferðar, og var hún tekin til
greina. I kjölfar komu mótbárur
fram, í einkaviðtölum við fjölmarga
þingmenn, svo og undirskriftalistar
víðsvegar að. Leituðu þingmenn iðu-
lega skýringa á þessum mótsögnum
í félagsstarfsháttum. Varð þetta
stjórninni erfitt viðfangs, þar eð hún
var óviðbúin þessum óvæntu viðbrögð-
um, sem hún fékk ekki fréttir af
fyrr en hjá þingmönnum. í þriðja
lagi olli stofnun námsbrautai' í hjúkr-
unarfræðum við Háskóla Islands
svipuðum viðbrögðum og erfiðleikum.
Sagði formaður, að stjórnin vildi
mótmæla þessari málsmeðferð hjúkr-
unarkvenna og væri þess vegna reiðu-
búin að segja af sér, og tilkynnti
Ingibjörg Árnadóttir ritstjóri, að ef
til þess kæmi, mundi hún segja af
sér sem ritstjóri tímaritsins.
Stjórnin fór þess á leit við trún-
aðarmenn, að þeir kynntu viðhorf
félagsstjórnarinnar öðrum trúnaðar-
mönnum á stofnunum, sem ekki voru
mættir á fundinum, og sem flestum
félagsmönnum.
Ákveðið var að halda annan fund.
og var hann haldinn 3. jan. 1974.
Var þar lesin upp eftirfarandi yf-
irlýsing stjórnai' HFl:
„Vegna traustsyfirlýsinga og
áskorana frá fjölda hjúkrunar-
kvenna, fellst stjórn HFÍ á að stai'fa
áfram fyrst um sinn, enda verði í
öllu fylgt félagslögum og félags-
fundarsamþykktum og komið verði
á traustu og nánu samstarfi trún-
aðarmanna, svæða- og sérgreina-
deilda og nefnda við stjórn HFÍ,
svo tilgangi félagsins skv. 3. gr. í
félagslögunum verði sem best borgið.“
Er stjórn HFÍ skylt og ljúft að
geta þess, að samstarfið hefur verið
hið besta síðan.
Hjúkrunarkonur
starfandi um áramót 1973/1974.
O
$
^ Ö
S V-’
Reykjavík: co ■'C
Blóðbankinn 3 3
Borgarspítalinn 90 42 6 138
Félagsmálast. Rvk 1 1
Elliheimilið Grund 1 1 1 3
Heilbr.málaráðun. 1 1
Heilsuv.stöð Rvk 25 9 3 37
Hjartavernd 1 1 2
Hjúkrunarsk. Isl. 9 4 13
Hrafnista DAS 3 o O
Kleppur 37 16 3 56
Krabbam.fél. Isl. 1 3 4
Landspítalinn 98 23 11 132
Landakotsspítali 31 11 9
nunnur 9 60
Nýi hjúkrunarsk. 1 2 3
Læknastöð Álfh. 1 1
Rauði kross ísl. 1 1
Tannlæknad. HÍ 1 1
Tímarit HFÍ 1 1
Vinnu- og dvalarh.
Sjálfsbjargar 3 1 4
317 114 33 464
o
1 “ „eo
Utan Rvíkur: CO
Akranes:
Sjúkrah. 10 3 4
Heilsuv./skóla 1 18
Akureyri:
Sjúkrah. 20 10 12 42
Heilsuv./skóla 1 5 6
Krabbam.fél. Ak. 1 1
Skjaldarvík 1 1
Blönduós 4 4 5
Hafnarfjörður:
St. Jósefsspítali 3 1 4
nunnur 2 10
Heilsuv./skóla 6 1 7
Sólvangur 6 1 2 9
Garðahreppur:
Heilsuv./skóla 1 1
Húsavík:
Sjúkrah. 7 1 8
Breiðam.læknh. i 1
Hvammstangi:
Sjúkrah. 2 1 3
Héraðsh júkr.kona 1 1
Hveragerði:
NLFÍ 2 1 3
Ellih. Grund 1 1
Isafjörður:
Sjúkrah. 7 1 2
Heilsuv./skóla 1 11
Keflavík:
Sjúkrah. 3 1 4
92 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS