Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 34

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 34
/ / Arsskýrsla Hjúkrunarjélags Islands Ársskvrsla sljórnur lll'í. Árid 1973 varð annríkt ár fyrir stjórn Hjúkrunarfélags Islands. Ver- ið var að undirbúa kjarasamning-a, aðild okkar að BSRB, Bandalagi kvenna, SSN, ICN og SHS útheimti þátttöku í margvíslegum nefndar- störfum, fundum og þinghaldi, sem og fram kemur síðar í ársskýrslunni. En árið varð líka óvenju annasamt vegna þess, að allharður ágreiningur varð tíðum um ýmis málefni, s. s. er hjúkrunarlögin gengu í gildi og stofn- uð var námsbraut í hjúkrunarfræð- um við Háskóla Islands. Und- irskriftalistar söfnuðust fyrir, ýmist með eða móti, t. d. varðandi tillögu um nýtt starfsheiti og merkjasölu. En þótt félagsandi hafi ekki alltaf verið okkur til sóma, má, þegar litið er til baka, fagna árangri á ýmsum sviðum og vaxandi félagsáhuga. Ársskýrslan nær að vanda yfir alm- anaksárið, og munu sumir e. t. v. sakna þess, nú þegar komið er fram á mitt árið 1974, að gerð sé grein fyrir því, sem áunnist hefur á tíma- bilinu frá áramótum, samningagerð við fjármálaráðherra og Reykjavík- urborg o. fl. Stjórn HFl hefði líka kosið, að aðalfundurinn yrði fyrr á árinu, en fyrirhuguð formannsskipti, er talið var um tíma, að gætu orðið á þessum aðalfundi, réðu að nokkru leyti tíma- setningu. Félagar í Hjúkrunarfélagi ís- lands 1. jan. 1973 ....... 1141 Brautskráðar hjúkrunarkonur frá HSl 1973 ............... 70 Aðrar hjúkrunarkonur, sem gengu í félagið (íslensk, sænsk og þýsk) ................ z Á árinu létust þrjár hjúkrun- arkonur: 3 Þórunn Þorsteinsdóttir 18/3 Guðný Jónsdóttir 7/9 Lilja Halblaub 25/11 og úr félaginu gengu vegna búsetu erlendis .................. 2 Félagar í HFÍ voru því 1. jan 1974 ..................... .. 1209 Aukafélagar, nemar í Hjúkr- unarskóla íslands ........ 260 Aukafélagar, nemar í Nýja hjúkrunarskólanum ............ 21 en auk þeirra fengu nemendur við námsbraut í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands námsaðstöðu í Nýja hjúkrunarskólanum og nutu þar til- sagnar í hjúkrunarfræðigreinum. Hér var um að ræða 16 hjúkrunarnema og 3 hjúkrunarkonur. Heiðursfélagar eru 3 ísl. hjúkrun- arkonur: Sigríður Eiríksdóttir, Anna 0. Johnsen og Bjarney Samúelsdótt- ir. Erlendir heiðursfélagar voru 9 1. jan. 1974. Ein þeirra, Maria Madsen, fyrrv. form. Dansk sygeplejerád, lést 17. apríl sl. Á síðasta ári lést einnig Aagot Lindström, fyrrv. form. Norsk Sykepleierforbund, en þær voru báð- ar heiðursfélagar í Hjúkrunarfélagi íslands. Erlendir heiðursfélagar eru því nú: Margrethe Kruse, Elisabeth With, Danmörku. Kyllikki Pohjala, Maj- Lis Juslin og Agnes Sinervo, Finn- landi. Berthe Helgestad, Noregi. Gerda Höjer og Karin Elfverson, Svíþjóð. 1. janúar 1974 voru starfandi á öllu landinu 695 hjúkrunarkonur, þar af voru 457 í fullu starfi. Búsettar voru erlendis um áramót 107, þar af voru starfandi svo vitað sé 15. Á vegum HFÍ voru starfandi um áramót (erlendis) 17. 1 sveitum landsins, þar sem ekki er aðstaða til hjúkrunarstarfa, voru búsettar 10. Á eftirlaun voru komnar um ára- mót 56. Þá eru eftir 324 hjúkrunar- konur, sem ekki eru skráðar starf- andi um áramót, en margar þeirra taka aukavaktir og fara í afleysing- ar á sumrin o. m. fl. Nokkrar hjúkr- unarkonur, sem komnar eru á eftir- laun, eru enn starfandi. Hjúkrunarkvennaskipti árið 1973. Ráðnar til starfa á íslandi: Frá Noregi ............. 3 — Svíþjóð ............. 2 — Þýskalandi .......... 1 — Bandaríkjunum ... 1 Isl. hjúkr.k. ráðnar til starfa erl.: í Danmörku ............... 9 - Noregi ................ 1 - Svíþjóð ............... 3 - Skotlandi ............. 1 Lífeyrissjóður HFÍ. Stjórn Lífeyrissjóðs HFÍ hélt 4 fundi á árinu. Veitt voru lán til íbúðakaupa til 62 einstaklinga að upphæð kr. 19 112 209,06. 9. febr. 1973 ákvað stjórn Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna að hækka hámark frumlána úr sjóðnum til íbúða- bygginga í kr. 440 000,00 (var áður kr. 300 000,00) og á fundi sínum 31. október 1973 að hækka hámark frumlána úr sjóðn- um til íbúðabygginga sjóðfélaga í kr. 600 000,00 — sex hundruð þúsund krónur. Jafnframt styttist lánstími í 17—22 (áður 25—35) ár að óbreyttum skilyrðum um veðtrygg- ingu. Breyting þessi miðast við 1. nóvember 1973 og er hún í samræmi við breyttar útlánareglur Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins og Líf- eyrissjóðs barnakennara. Stjórn Lífeyrissjóðsins skipa: Jón Thors deildarstjóri í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, formaður, formað- ur HFl og Ólafur Ólafsson land- læknir. Námsferðir. Systir Anna Benedicta fór á nám- skeið fyrir svæfingahjúkrunarkonur í Danmörku í febr. og Sigurlín Gunn- arsdóttir til Stokkhólms í jan. og heimsótti Karolinska sjukhuset og Nacka sjukhus. Ólöf Arngrímsdóttir fór í námsferð til Glasgow í júní til að kynna sér hjartagjörgæslu og Val- gerður Kristjánsdóttir og Gróa Ingi- mundardóttir til Glasgow, Edinborg- 88 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.