Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 40
Kennaradeild (stofnuð Félagwr 27/9 1973), stofnfélagar, 1973 197í form. Sigþrúður Ingimund- ardóttir 13 13 HFI er aðili að ejtirtöldum félögum: Alþjóðasambandi hjúkrunarkvenna (International Council of Nurses). Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norð- urlöndum (SSN). Bandaiagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Bandaiagi kvenna. Samtökum heilbrigðisstétta. Landssambandi gegn áfengisbölinu. Ársskvrslji Akranrsdpildar IIFÍ. Aðalfundur var haldinn 15. okt. 1973. Stjórnarskipti fóru fram. Úr stjórn gengu: Asthildur Einarsdóttir, formaður. Ingibjörg Pálmadóttir, ritari. Ósk Jóhannesdóttir, gjaldkeri. I stjórn voru kjörnar: Jónína B. Halldórsdóttir, formaður. Vigdís Eyjólfsdóttir, ritari. Jóna Guðmundsdóttir, gjaldkeri. Fundir hafa verið haldnir einu sinni í mánuði og verið vel sóttii*. Borgfirskar hjúkrunarkonur hafa einnig mætt á fundi eftir getu. Þrír af fundunum voru fræðslufundir, þar sem: Guðjón Guðmundsson yfirlækn- ir talaði um beinbrot og meðferð þeirra. Guðmundur Árnason yfir- læknir fræddi okkur um aukaverk- anir iyfja og María Finnsdóttir hjúkrunarkona ræddi við okkur um nýju hjúkrunarlögin og nýjar náms- leiðir í menntun og framhaldsmennt- un hjúkrunarkvenna hér á landi, og fögnum við allri viðleitni í þá átt. Okkar venjulegi jólafundur var haldinn í desember, en þar er skorið út og steikt laufabrauð og borðað með tilheyrandi kræsingum. Þann 14. febrúar fóru félagar deildarinnar í kynnisfei-ð á Klepps- spítalann. Þar fengum við frábærar móttökur og fræðslu um geðhjúkrun. Starfsemi deildanna var kynnt og síðan skoðuðum við allar deildir, sem tiiheyra spítalanum. Ferðin var mjög ánægjuleg í alla staði. I nóvember fóru tvær úr deildinni sem áheyrnarfulltrúar á aðalfund Reykjavíkurdeildarinnar. Enn sem fyrr er okkar aðalbar- áttumál barnagæsla á vegum sjúkra- hússins, sem mundi bæta mjög hag okkar vaktavinnukvenna. En því mið- ur höfum við mætt litlum skilningi hjá viðkomandi aðilum. En vonandi er bjartara framundan í þeim málum. Með bestu kveðjum frá Akranesdeild HFI. Akranesi, 18. júní 1974. Jónína B. Halldórsdóttir form. Ársskýrsla Aknrryrardoildar IIFÍ 11173-1974. Starfsemi deildarinnar hefur verið með líkum hætti og undanfarin ár. Fundir eru haldnir annan mánudag hvers mánaðar á tímabilinu frá sept- ember til maí og aukafundir þess á milli, ef þurfa þykir. Á svæði deild- arinnar eru nú 92 hjúkrunarkonur. Aðalfundur var haldinn 12. okt. sl. og sátu hann meðal annarra 3 hjúkr- unarkonur frá Húsavík. Gengið var til stjórnarkjörs. Úr stjórn gengu: Ragnheiður D. Árnadóttir, Jóna Fjalldal og Sigríð- ur Guðmundsdóttir. Við störfum þeirra tóku: Þórunn Birnir, formaður, Ragna Magnús- dóttir, féhirðir, og Rósa Gunnars- dóttir, meðstjórnandi. Féhirðir las reikninga deildarinn- ar, en hún á þrjá sjóði: Félagssjóð, inneign kr. 33 874,90, Gjafasjóð, inn- eign kr. 41 768.10, og Námssjóð, inn- eign kr. 32 914,50. Á síðastliðnu starfsári kom fram tillaga um að sameina Félagssjóð og Gjafasjóð í einn starfssjóð og verður það gert á næsta aðalfundi. Þá bar stjórnin fram þá tillögu, að formanns- og varaformannskjöri deildarinnar yrði breytt þannig, að varaformaður yrði kosinn til eins árs og tæki hann síðan sæti formanns í eitt ár. Þessi tillaga var samþykkt og kemur til framkvæmda á næsta starfsári. Á fundinum las Ragnheiður Dóra Árnadóttir grein Ingibjargar Magn- úsdóttur úr Tímariti HFÍ, 3. tölubl. 1973, en þar fjallaði hún um það, hvort starfsheitið hjúkrunarkona væri orðið úrelt og hvort stéttin hefði áhuga fyrir nafnbreytingu. Atkvæðagreiðsla fór fram um til- lögur Ingibjargar og féllu atkvæði þannig, að 25 af 33 greiddu nöfnun- um hjúkrunarkona og maður atkvæði. Einnig kynnti Ragnheiður Dóra hina nýju námsbraut, sem um þær mundir tók til starfa við Háskóla íslands. Vakti það furðu og óánægju fundarkvenna, að þar var um byrj- unarnám í hjúkrun að ræða, en að- staða til framhaldsnáms hérlendis batnaði ekki. í nóvember sl. sendi deildin öðr- um deildum félagsins svo og fjölmiðl- um álitsgerð um menntunarmál stétt- arinnar, er bar yfirskriftina „Hjúkr- un í brennidepli". Einnig gagnrýndu félagskonur, að frumvarp til hjúkrunarlaga var ekki sent deildinni fyrr en afgreiðsla þess á Alþingi var hafin. 18. desember sendi deildin stjórn HFl og Alþingi samhljóðandi bréf, þar sem borin var fram breytingar- tillaga við 2. grein frumvarpsins og spurningar varðandi ákvæði 3. grein- ar. Svar hefur ekki boi'ist enn. Tillaga HFÍ um sérkjarasamning félagsins var kynnt, um leið og hún barst okkur í hendur, og einnig samn- ingurinn í endanlegri mynd, en það var mánuði eftir undirskrift hans hér í Reykjavík. Innan deildarinnar hafa starfað þrír hópar á sl. vetri: Einn tók sam- an og kynnti allt, sem fram kom um frumvarp til nýrra hjúkrunarlaga. Annar kynnti menntunarmál stétt- arinnar. Og þriðji hópurinn vinnur að könnun á, hvað deildin getur boð- ið bæjarfélaginu í sambandi við hjúkrun í heimahúsum og hver þörf- in er fyrir slíka þjónustu. Kaffinefndir starfa fyrir hvern fund og kökubasar héldum við laug- ardaginn fyrir páska og fengum inn kr. 34 600,00. Af fræðsluefni frá utan að kom- andi aðilum má nefna: Erindi, er Halldór Halldórsson læknir hélt um lyfjameðferð við illkynja sjúkdómum. EÍríkur Sveinsson læknir flutti er- indi um laryngitis hjá börnum. Brynjólfur Ingvarsson læknir kynnti nýja geðdeild, sem tekin er til starfa við FSA, og sagði frá hóp- meðferð geðsjúkra. Og Nanna Jónasdóttir heimsótti okkur og útskýrði tillögur félagsins að sérkjarasamningnum. Að lokum óska ég ykkur allra heilla og flyt ykkur bestu kveðjur að norð- an. F. h. Akureyrardeildar HFl Þórunn Birnir, form. Ársskýrsla Ilrildar íorslöAu- kvpnna innan ÍIFI. Aðalfundur deildarinnar var hald- inn í Landspítalanum 16. nóvember. Vegna þess, hve félagar eru dreifðir um landið, er aðeins haldinn einn fundur á ári. Mættir voru 13 félagar. Úr stjórn gengu: Dagbjört Þórðardóttir, ritari, og Hulda Pétursdóttir, meðstjórn- andi. Hólmfríður Stefánsdóttir lét einnig af störfum sem formaður vegna breyttrar stöðu. Núverandi stjórn er: Selma Guðjónsdóttir, formaður, Gunnur Sæmundsdóttir, ritari, Þórunn Pálsdóttir, gjaldkeri, Gyða Thoroddsen, meðstjórnandi. Rætt var um framhaldsmenntun hjúkrunarkvenna. Þórunn Pálsdóttir sagði frá fyrirhuguðu framhaldsnámi í geðhjúkrun hér á landi. Fyrir fundinum lágu 2 bréf frá stjórn Hjúkrunarfélags íslands: Bréf. sem fjallaði um breytingu á starfsheiti fyrir hjúkrunarkonur og 94 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.