Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 9

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 9
örvandi að sjá námsskrár háskóla um hjúkr- unarfræðslu, sem komnar eru í framkvæmd í Bretlandi og Póllandi. Island er nýlega komið í þennan brautryðjendahóp, og ber að samfagna íslenskum hjúkrunarkonum. og samstarfsmönn- um þeirra í Háskóla íslands og í menntamála- ráðuneyti og heilbrigðismálaráðuneyti með þann áfanga. Ég er sannfærð um, að gæði heilbrigðisþjón- ustu í framtíðinni eru komin undir sameigin- legu átaki einstaklinga úr heilbrigðisstéttun- um í nánu samstarfi við þjónustuþegana og fjöl- skyldur þeirra. Uppörvandi eru þær tilraunir, sem verið er að gera í nokkrum löndum varð- andi bein tengsl hjúkrunarnáms við nám lækna og annarra heilbrigðisstétta á hliðstæðu náms- stigi og stofna í framhaldi af því heilsugæslu- stöðvar, þar sem veita skal frumheilsugæslu með hópstarfi. Ég spái því, að þessi þróun til hóp- starfs hefjist innan ekki mjög fjarlægrar fram- tíðar í sjúkrahúsunum og hafi í för með sér greinilegar breytingar á hlutskipti hjúkrunar- kvenna, lækna og sjúklinga. Á ferðum mínum um Evrópu og í spjalli um hjúkrunarfræðslu hafa þrjár meginspurningar vaknað aftur og aftur í viðtölum við hjúkrun- arkonur. Hin fyrsta þeirra er í tengslum við ftlmennt nám. hjúkrunarkvenna. Hjúkrunarkon- ur í flestum löndum spyrja, hvernig þær geti komið til leiðar almennu hjúkrunarnámi í há- skólum eða æðri menntastofnunum af svipuðu tagi. Þið á Islandi hafið leyst þennan vanda og eruð, að mér skilst, fullar áhuga á öðru hinna þviggja atriða, sem eru almennast rædd, þeg- ar hugað er að hjúkrunarmenntun. Það atriði varðar framhaldsmenntun hjúkrunarkvenna til sérgreinanáms og enn fremur leiðir og ráð til að setja á stofn við háskóla eða færa inn í há- skóla nám, sem þegar hefur verið komið á. Þró- un framhaldsnáms innan háskóla felur í sér fjölda vandamála, en engin þeirra eru óyfir- stíganleg. Ég veit, að þið gerið ykkur vel ljós þessi vandamál, og þess vegna ekkert unnið við að telja þau upp núna. Það, sem ég get með góðri samvisku sagt ykkur, er, að stofnun ár- angursríks framhaldsnáms í háskóla er næst- um alltaf auðveldari, ef almennt hjúkrunarnám ei’ viðurkenndur hluti námskerfis í háskólan- um. Ef ráðam.enn háskóla viðurkenna þegar hjúkrun sem hæfa grein til háskólanáms, er Ufi ög erfitt fyrir þá að finna rökrétta ástæðu til að loka dyrum fyrir hjúkrunarkonum, sem þarfnast framhaldsnáms í hjúkrun. I háskólum, þar sem almennt hjúkrunarnám °g framhaldsnám eru samhliða, hefur fortíð, nútíð og framtíð hjúkrunarstarfa tækifæri til að renna saman og blandast að lokum í einn sameiginlegan farveg. Ungi hjúkrunarneminn í háskólanum fær tækifæri til að hitta og kynn- ast hjúkrunarkonunni, sem. hann á í vændum að vinna með, þegar hann er útskrifaður úr háskólanum. Ég get sagt ykkur af eigin reynslu, að það er mikið ævintýri að koma frá þjónustu- stiginu inn í háskóla og kynnast því og að ein- hverju leyti stuðla að því, að þeir, sem fást við hjúkrun í framtíðinni, hafi háskólanám að baki. Meðan ég hef dvalist í landi ykkar, hefur mér hlotnast að taka þátt í nokkrum þeirra ráða- gerða, sem eru á döfinni um að stofna til fram- haldsnámskeiða fyrir hjúkrunarkonur í háskól- anum. Þær ráðagerðir virðast komnar vel á veg, og aftur get ég samfagnað ykkur með fram- sýni ykkar og atorku við að koma þessum mál- um áleiðis. Ég vona, að þær ráðagerðir, sem nú eru í deiglunni, verði komnar á fullnaðar- stig, þegar ég kem hingað næst, og að nokkrar ykkar í þessum hópi stundi þá sérnám í hjúkr- un á framhaldsstigi háskólanáms. Ég get sagt ykkur alveg hreinskilnislega, að það, sem þið hafið áunnið til að flytja hjúkr- unarnám inn í háskólann, vekur mikla athygli, ekki eingöngu meðal vissra hópa hjúkrunar- kvenna í Evrópu, heldur einnig starfsliðs við skyldar heilbrigðisgreinar og við háskóla. Sem stendur eruð þið fordæmi, sem hjúkrunarkonur í mörgum öðrum löndum vildu gjarnan fylgja. Nú vil ég hverfa frá því að ræða um fram- haldsmenntun og koma að hinu síðasta hinna þriggja áhugasviða, sem ég gat um áðan. Þetta svið er tengt hjúkrunarstarfinu og hlutverki hjúkrunar í heilbrigðisþjónustu nútímans og námi til menntunar hjúkrunarmannaflans. Það hefur verið í tísku að segja, að hjúkr- unin væri á „breytingaskeiði“. I hjúkrunartíma- ritum okkar var fyrir nokkrum árum fjöldi greina, sem lýstu þessu og spáðu, hvernig við mundum verða að „skeiðinu“ loknu. Ég verð að játa, að — eins og Levine — trúi ég, að við séum eða ættum að vera á sífelldu breytinga- skeiði og að „það hafi aldrei verið sá tími í sögu samtíðarhj úkrunar, að hlutverkið hafi ekki stækkað með aukinni þekkingu og leikni, sem hjúkrunarkonunni var gert kleift að öðlast“. Af þeim ástæðum finnst mér ekkert nýtt eða óvænt við hið svonefnda „stækkaða híutverk“ hj úkrunarkonunnar. Hæfni hjúkrunarstéttar- innar til samstarfs við læknastéttina á jafn- réttisgrundvelli á starfssviði sjúkrahússins eða í heilsugæslustöðinni er mér ekkert undr- unarefni eða tilefni til endurskilgreiningar á Framh. á bls. 87. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.