Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Side 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Side 16
borgarlæknir, dr. Jón Sigurðs- son, og framkvæmdastjóri Borg- arspítalans, Haukur Benedikts- son, taka þátt í viðræðunum. Menntamálaráðuneytið svar- aði bréfi borgarstjóra 4. febrú- ar 1972 og tjáði sig fúslega mundu „ræða við borgaryfir- völd Reykjavíkur um hverja þá hugmynd, sem líkleg er til að auðvelda hjúkrunar- og líknar- stofnunum, ekki aðeins Reykja- víkurborgar, heldur og landsins alls, að fá hjúkrunarfólk til starfa“, og jafnframt var til- kynnt, að þeir Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri og Runólfur Þórarinsson fulltrúi mundu taka þátt í viðræðunum af hálfu ráðu- neytisins. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið tilnefndi af sinni hálfu til viðræðnanna Ingibjörgu R. Magnúsdóttur deildarstjóra í ráðuneytinu með bréfi dags. 2. febrúar 1972. Viðræðufundir hófust 6. mars 1972, og var dr. Jón Sigurðs- son kjörinn formaður nefndar- innar, en Ingibjörg R. Magn- úsdóttir ritari.“ I athugasemdum með frum- varpinu segir ennfremur: „Eins og fram kemur í svar- bréfi menntamálaráðuneytisins frá 4. febrúar sl., vill ráðuneyt- ið ekki binda þetta eingöngu við Reykjavíkurborg, heldur landið allt. Með þetta sjónarmið fyrir augum, sem fulltrúar ráðuneyt- isins hafa túlkað í viðræðunum og viðræðuaðilar eru sammála um, er lagt til, að hinn nýi skóli verði ríkisskóli, en hafi aðstöðu í Borgarspítalanum og e. t. v. öðrum sjúkrastofnunum. Þar sem lagaheimild brestur til þess að koma á fót nýjum hjúkrun- arskóla, er frumvarp þetta lagt fram, en jafnframt þarf að end- urskoða lög um Hjúkrunarskóla Islands og setja nýja löggjöf um hjúkrunarskóla og hjúkrun- ai-nám. Hefur menntamálaráð- herra ákveðið að skipa nefnd til slíkrar endurskoðunar." Skólinn hóf starfsemi sína 8. október 1972. Skólastjórinn hafði farið þess á leit við menntamálaráðuneytið, að hóp- ur ljósmæðra, sem var að hefja hjúkrunarnám á vegum heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, mætti flytjast í Nýja hj úkrunarskólann og verða fyrstu nemendur hans. Veitti menntamálaráðuneytið leyfi til þess í september 1972. Hve margir nemendur stunda nám við skólann ? Sem stendur stunda nám í skólanum: a) 21 ljósmóðir, er ljúka eiga hjúkrunarnámi í nóvember- lok 1974. b) 20 nemendur hjúkrunar- námsbrautar Háskóla ís- lands fá kennslu í hjúkrun- argreinum í skólanum í vet- ur. c) 37 hjúkrunarkonur taka þátt í námskeiði, sem mennta- málaráðuneytið veitti skól- anum leyfi til að halda. Námskeið þetta stendur frá 25. febrúar til 30. maí og er kennsla 2 daga í viku kl. 16 —19. Er uppbygging hjúkrunar- námsins eitthvaS frábrugóin þeirri skipan, sem tíðkast hef- ur hér á landi? I fyrrgreindum lögum um þennan skóla er tekið fram í 3. gr„ að um hann skuli gilda, eftir því sem við á, lög nr. 35/ 1962, um Hjúkrunarskóla Is- lands. Var því hjúkrunarnám ljósmæðranna sniðið eftir sama kerfi og nám í Hjúkrunarskóla Islands. Hvernig er skólinn settur í húsnæðismálum ? I bréfi menntamálaráðuneyt- is, dags. 19. september 1972, til skólastjóra segir svo: „Ráðuneytið tekur fram, að það hefur skrifað borgarstjór- anum í Reykjavík og farið þess á leit, að húsnæði verði látið í té fyrir skólann til bráðabirgða — eða til þriggja ára — í hjúkrunarheimili Reykjavíkurborgar við Grens- ásveg.“ Reykjavíkurborg hefur látið umrætt húsnæði í té síðastlið- inn vetur og í vetur, en í bréfi borgarstjóra frá 16. maí 1973 er tekið fram, að borgarráð muni ekki samþykkja afnot skólans af umræddu húsnæði lengur en skólaveturinn 1973— 1974. I ráði er að fá leigt húsnæði fyrir skólann, en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tek- in um það enn. Reykjavíkur- borg hefur gefið fyrirheit um lóð við Borgarspítalann, en ekk- ert fé er til í byggingarsjóði. Hvemiig gengur að fá kennslukrafta ? Fastir kennarar hafa verið fá- ir og aðallega í hálfu starfi, sem stendur fjórir. Skólinn styrkir í vetur með leyfi menntamála- ráðuneytisins h j úkrunarkonu, sem er við nám í Noregi. Getur þú frætt okkur nokkuð um a) framtíðaráætlanir skól- ans og b) hverjar eru óskir þín- ar honum til handa? a) Ekki er hægt að taka ákvörð- un um framtíð skólans, fyrr en lög um hjúkrunarnám hafa verið endurskoðuð og húsnæði verið tryggt. b) Að hann fái viðunandi hús- næði og verðug verkefni í samræmi við það, sem ætlast var til af honum. Ritstjó'inin. 74 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.