Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Síða 8
hagkvæmt kerfi, sem verkaði í senn til að þjálfa
hjúkrunarkonur, sjá sjúklingum fyrir umönn-
un og bjó öruggt og þægilegt umhverfi, þar sem
læknirinn gat unnið að og gert tilraunir með
lækningar samkvæmt sjónarmiðum læknavís-
indanna.
Þegar tímar liðu og miklar breytingar áttu
sér stað víða um lönd með augljósri aðhæfingu
að kerfi, þar sem starf og lærdómur fylgdust
að, hófst óhjákvæmilegur og stundum sársauka-
fullur þróunarferill hjúkrunarinnar, — ferill,
sem miklu skiptir, að haldist, og verður að halda
áfram, meðan starf okkar er sterkur þáttur í
heilbrigðisþjónustunni.
Þessi fortíð bæði lyftir og íþyngir hjúkrun-
arstarfinu nú á tímum. Við eigum mikla sögu
og þurfum. ekki að biðjast afsökunar á henni.
En við verðum að læra af fortíðinni. Við verð-
um að vera fús til og fær um að velja úr sögu
okkar þær skoðanir og fordæmi, sem auðga nú-
tíðina og hafa gildi fyrir framtíðina. Við verð-
um eins og Myra E. Levine hefur fullyrt (Pati-
ents and Practice — útdráttur úr RNAO News,
júní—júlí 1973), að varpa burt þeim „venjum
og siðum, sem halda áfram. að setja því skorð-
ur, sem við gerum í dag“. 1 heimi, þar sem til-
vera til frambúðar er meir og meir háð hæfi-
leikanum að taka örum og virkum breyt-
ingum í samræmi við félagslega, efnahagslega
og tæknilega þróun, er nokkurt áhyggjuefni að
virða fyrir sér hinar þunglamalegu og að því
er virðist takmörkuðu breytingar á hjúkrunar-
störfum, sem ráðamenn í mörgum löndum eru
viðbúnir að leyfa til reynslu.
í mörgum löndum víða um heim hefur skort
viðurkenningu á því, að ekki er lengur unnt
að sjá til fulls fyrir hjúkrunarfræðslu og inna
jafnframt af hendi hjúkrunarþjónustu með því
að nýta starfskrafta hjúkrunarnemanna sem
frumuppistöðu þjónustunnar. Þetta samtengda
kerfi heyrir fortíðinni til, og þess verður greini-
lega vart, að í Evrópu er stefnt að því að losa
hjúkrunarfræðsluna úr tengslum við þessa for-
tíð og koma henni í samsvörun við nútímann. Til
að ná þesu marki er knýjandi þörf fyrir þjóð-
irnar að skýrgreina ljóslega eigið hjúkrunar-
mannaflakerfi sem samræm.dan þátt innan al-
hliða mannaflakerfis heilbrigðisþjónustunnar í
landinu, sem er hliðstætt við og nátengt hjúkr-
unarfræðslukerfinu.
Á tímum þegar stjórnarvöld eru að ráðgera
um meiri og betri þjónustu en áður til heilsu-
gæslu, um varnir frekar en lækningar, um at-
beina heilbrigðisþjónustu til aukinnar heilbrigði
og ævilengdar, er hjúkrunarstarfslið enn þjálf-
að í mörgum löndum innan þröngra marka
Dorothy C. Hall.
sjúkrahúsa. þar sem starf þess er oft fyrst og
l'remst aðstoð við lækningahlutverk læknanna
og til að auðvelda daglegan resktur.
Á samkomu, sem haldin var að frumkvæði
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í nóvem-
ber síðastliðnum í Haag, höfðu þátttakendur
frá 21 landi á Evrópusvæðinu þetta að segja
um slíka stefnu: „Þessi fræðslustefna er að
verulegu leyti miðuð við veikindi og af þeim
sökum lítt hæf til að búa starfslið undir hjúkr-
unarþjónustu á öllum sviðum heilsugæslu.“ Enn
fremur er það svo, að nær ávallt „býr þessi
fræðslustefna hjúkrunarstarfslið undir starf
aðgreint frá öllum öðrum heilbrigðisstéttum
og skyldum starfshópum. Starfsundirbúningur
,,hjúkrunarkonunnar“ innan þessara marka er
venjubundinn og hefur í mörgum tilvikum litla
þýðingu fyrii' nútímann og framtíðina.“
Fyrir nokkrum áratugum tók að þróast á
Norðurlöndum aðgreind skipan hjúkrunarþjón-
ustu og hjúkrunarfræðslu, og samtímis tók að
brydda þar á hugmyndum um aðgerðir til
heilsuverndar innan hjúkrunarnámsefnis. Samt
sem áður er enn barist fyrir því að losa
hjúkrunarfræðslu við hið sjúkdómsgrundvallaða
sjónarmið og úr einangrun frá öðrum heilbrigð-
isstéttum. 1 nokkrum. löndum á Evrópusvæð-
inu hafa meiri háttar breytingar átt sér stað
á þessu sviði eða eru að gerast, og það er upp-
66 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS