Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Side 10
FRA HEILBRIGÐISSTJÓRN
íngibjörg R. Magnúsdóttir deildarstjóri.
Hjúkrunarlög
Heilbrig'ðis- og tryggingamálaráðuneytið lét
á sl. ári endurskoða hjúkrunarlög, nr. 42 frá
1965. Drög að nýju frumvarpi voru síðan send
eftirtöldum aðilum til umsagnar: menntamála-
ráðuneyti, Hjúkrunarfélagi íslands, stjórn
Hjúkrunarskóla Islands, stjórn Nýja hjúkrun-
arskólans, landlækni og Sjúkraliðafélagi Islands.
Örfáar athugasemdir bárust og voru þær tekn-
ar til greina. Frumvarpið var lagt fram á Al-
þingi í öndverðum nóvembermánuði 1973 og
varð að lögum 13. mars 1974.
Lögin eru nr. 8/1974 og hljóða svo:
1. gr.
Rétt til að stunda hjúkrun hér á landi og kalla
sig hjúkrunarkonu eða hjúkrunarmann hefur
sá einn, sem til þess hefur fengið leyfi ráðherra.
2. gr.
Leyfi skv. 1. gr. skal veita þeim, sem lokið
hefur prófi í hjúkrunarfræðum fná hjúkrunar-
skóla hér á landi eða frá Háskóla Islands.
Ráðherra getur og veitt hjúkrunarleyfi öðr-
um, er lokið hafa jafngildu námi erlendis og
eru að öðru leyti hæfir að dómi hjúkrunarráðs,
er ráðherra skipar. Hjúkrunarráð skal skipað
3 mönnum til fjögurra ára og skal einn tilnefnd-
ur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti,
einn af menntamálaráðuneyti og einn af Hjúkr-
unarfélagi Islands.
Útlendingar, sem sækja um leyfisveitingu,
skulu hafa næga kunnáttu í töluðu og rituðu
íslensku máli.
3. gr.
Enginn má kalla sig sérfræðing í hjúkrun,
nema hann hafi fengið til þess leyfi ráðherra.
Ráðherra setur reglugerð um skilyrði til að
öðlast sérfræðileyfi að fengnum tillögum hjúkr-
unarráðs. Hjúkrunarfélag Islands skal tilnefna
tvær sérfróðar hjúkrunarkonur eða hjúkrunar-
menn til þátttöku með ráðinu í meðferð ein-
stakra mála, er varða sérgrein þeirra, og fá
þau atkvæðisrétt í ráðinu.
Hjúkrunarráð skal einnig fjalla um veitingu
sérfræðileyfa.
4. gr.
Ekki má ráða aðra en hjúkrunarkonur eða
hjúkrunarmenn samkv. 1. gr. til sjálfstæðra
hjúkrunarstarfa við sjúkrastofnanir, elliheim-
ili, heilsuvernd eða hjúkrun í heimahúsum.
5. gr.
Hjúkrunarkonu og hjúkrunarmanni ber að
þekkja skyldur sínar, viðhalda þekkingu sinni
68 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS