Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 11
°g tileinka sér þær nýjungar, er varða hjúkrun. Ráðherra getur sett reglur um viðhalds- Menntun. 6. gr. Hjúkrunarkonu og hjúkrunarmanni er skylt að gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál, ei' þau fá vitneskju um í starfi sínu, nema lög bjóði annað, og helst þagnarskyldan, þótt þau láti af starfi. Skylda til þess að bera vitni fyrir rétti er takmörkuð í samræmi við þetta og ákvæði rétt- arfarslaga um vitnaskyldu embættis- og sýsl- unarmanna og sérákvæði slíkra laga um lækna. 7. gr. Ef hjúkrunarkona eða hjúkrunarmaður van- yækir skyldur sínar eða brýtur gegn heilbrigð- islöggjöf landsins að dórni landlæknis, skal land- læknir áminna þau. Komi áminningin ekki að haldi, leggur landlæknir málið fyrir ráðherra. Getur þá ráðhei’ra úrskurðað, að hlutaðeigandi skuli sviptur hjúkrunarleyfi, en skjóta má hann þeim úrskurði til dómstóla. Nú hefur hjúkrunarkona eða hjúkrunarmað- Ur verið svipt hjúkrunarleyfi samkv. 1. mgr., °g er þá ráðherra heimilt að veita þeim leyfið uftur, enda liggi fyrir meðmæli landlæknis. 8. gr. Heimilt er að þjálfa sjúkraliða til aðstoðar við hjúkrun, og skal nám þeirra, starfsréttindi og skyldur ákveðið í reglugerð. Ákvæði 6. og 7. gr. gilda einnig um sjúkra- liða eftir því, sem við á. 9. gr. Heilbrigðismálaráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um efni laga þessara. 10. gr. Brot gegn lögum þessum og reglugerðum sett- um samkvæmt þeim varða sektum, nema þyngri refsing liggi við að öðrum lögum. Með mál út af brotum á löggjöfinni skal fara að hætti opinberra mála. Sektir samkvæmt löggjöfinni renna í ríkis- sjóð. 11. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi felld hjúkrunarlög, nr. 42 12. maí 1965. Samþykkt á Alþingi 26. febi'úar 197h. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 69

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.