Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 22
Sigríður Hrefna Björnsdóttir hjúkrunarkona MINNING Fædd 8. mars 1936 Dáin 22. júní 197U Kveðja frá beklcjarsystkinum. Á SÓLBJÖRTUM haustdegi fyrir 18 árum hittumst við í fyrsta sinni, nokkrar ungar stúlkur, sem voru að hefja hjúkrunar- nám. Við vorum víðs vegar að af landinu og ólikar um flest. Fljótlega tókst þó með okkur góð vinátta, enda var við sam- eiginleg vandamál að etja. Seinna bættust tveir piltar í hópinn, hinir fyrstu til að nema hjúkrun hér á landi. Þeir reynd- ust strax sem bestu bræður og vinir. Ógleymanlegur námstími leið, starfsár tóku við. Við dreifð- umst og erum nú búsett í þrem- ur heimsálfum. En nú hefur syrt í hugum okkar allra. Ein er ekki lengur á meðal okkar, stúlkan bjarta og gáfaða, sem við dáðum og litum upp til frá fyrsta fundi. Það höfum við margreynt í líf- inu og ekki síst við hjúkrunar- störfin, að miskunnarlaus og köld geta mannleg örlög verið. Skarð er höggvið í hóp og verð- ur ekki fyllt. Við, sem áttum Hrefnu að vini, höfum mikið misst. Hrefna Björnsdóttir var óvenjumiklum gáfum gædd. Andlit hennar speglaði þá yfir- lætislausu mildi, sem einkennir gáfað fólk, sem einnig á gott hjarta. Það var unun að um- gangast hana, hún var hlý í við- móti og bjó yfir geislandi skop- skyni, sem ávallt var jákvætt og engan særði. Þrátt fyrir miklar annir tókst henni ævin- lega að eiga tíma aflögu fyrir þá, sem til hennar leituðu, og þeir voru margir. Hún var mik- ill ljóðaunnandi og flutti kvæði með þeim hætti, að við gleym- um ekki. Hún var gædd því besta, sem íslenska konu má prýða, og var okkur til fyrir- myndar um flesta hluti. Við vorum enn í námi, er Hrefna giftist Guðmundi B. Guðmundssyni læknanema. Þrjár fæddust dætur, áður en Guðmundur lauk sínu námi, og Hrefna vann fulla vinnu allan tímann til að framfleyta heim- ilinu. Aldrei var það á henni að sjá eða heyra að þetta væri erfitt enda átti hún góðan mann, sem hún mat að verðleikum, og sameiginlega tókst þeim að yf- irstíga alla erfiðleika. Þau voru samhent um að skapa hlýlegt heimili, þar sem fegurð og listir voru í hávegum hafðar. Þar var alltaf yndislegt að koma, þar leið öllum vel. Hrefna vann allt- af við hjúkrun, meira eða minna, meðan henni entist heilsa, og var heil í þeim störf- um sem öðru. Dætur Hrefnu og Guðmundar eru fjórar, mjög efnileg börn og spegla anda heimilis þeirra og það veganesti, sem þær hafa hlotið í vöggugjöf. Þung byrði er nú lögð á herð- ar Guðmundar og dætranna ungu. Megi góður Guð leiða þau og styrkja fram á við. Við biðjum, að minningarnar, sem þau eiga meiri og betri um Hrefnu en nokkrir aðrir, og ljós uppris- unnar megi lýsa upp myrkur sorgar og saknaðar. Við viljum með þessum fá- tæklegu kveðj uorðum þakka samfylgdina, þær allt of fáu stundir, sem við fengum að njóta Hrefnu. Við vottum ástvinum hennar öllum innilegustu samúð og ger- um orð Einars Benediktssonar að okkar: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.