Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Síða 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Síða 30
Nokkrar upplýsingar um lánveitingar úr Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna Ibúðarlán úr sjóðnum skiptast 1 tvo flokka: a) frumlán og b) endurlán. Til þess að öðlast rétt til frumláns þarf félagi annaðhvort að hafa greitt í sjóðinn a. m. k. fimm ár og vera enn greiðandi sjóðfélagi eða hafa greitt iðgjöld í full tíu ár, enda þótt hann sé hættur greiðslu. Rétt til endurláns öðlast félagar hins vegar, er þeir hafa haft frumlán í tíu ár eða lengur, enda hafi þeir greitt iðgjöld til sjóðsins í eigi skemmri tíma frá töku frumláns. Hámark frumlána er nú kr. 600 000,00, en hámark endurlána kr. 300 000,00, enda sé full- nægt nánari skilyrðum um verðmæti eignanna. Lánstími frumlána er nú 17—22 ár eftir aldri hlutaðeigandi húseigna og tryggingu þeirri, sem í þeim er talin felast, en endurlán eru hins veg- ar jafnan veitt til allt að 10 ára. Vextir eru 10% breytilegir, þannig að lækka má þá aftur í 7% og hækka þá upp 11% í sam- ræmi við breytingar útlánsvaxta á almennum lánamarkaði. Lánin eru veitt gegn veðtryggingu í fasteign, svo sem áður er fram komið, og þá ýmist tekinn 1. veðréttur eða síðari veðréttur með ríkis- ábyrgð. Sé 1. veðréttur í boði, verður upphæð lánsins að vera innan við 25% af brunabóta- mati viðkomandi íbúðar eða 35% af mati trún- aðarmanns sjóðsins, sem þá fer á staðinn og metur eignina. Að öðrum kosti er miðað við þá ríkisábyrgð, sem fæst út á viðkomandi íbúð. Barátta Áfengisvarnaráðs fyrir bœttum háttum Jafnframt því sem Áfengisvarnaráð vottar Kvenfélagasambandi Islands og aðildarfélögum þess virðingu sína og tjáir þakklæti sitt fyrir óhvikula baráttu kvennasamtakanna gegn áfeng- isbölinu, leitar það liðsinnis varðandi mál, sem nú er brýnt: Viðurkennt er, að áfengisneysla er stórkost- legasta félagslega vandamálið, sem Vesturlanda- þjóðir eiga við að stríða. Mikils virði er, að ung- um sem öldnum séu veittar aðstæður til menn- ingarlegs samkomuhalds án áfengis. Því heitum við á kvenfélög að stuðla að því eftir megni, að samkomur, vetur sem sumar, fari sem víðast fram án þess, að áfengi sé þar um hönd haft. Þjóðhátíðarárið er kjörinn tími til að taka upp baráttu fyrir bættum háttum, því að það er gamalt mál, að hátíð sé til heilla best. ólafur Haukur Arnason. Umsóknir um lán úr lífeyrissjóðnum eru lagðar fram með tvennu móti: A. Sé 1. — fyrsti — veðréttur í hlutaðeigandi húseign til reiðu, ber að senda sjóðnum skrif- lega beiðni ásamt brunabótamati og veðbók- arvottorði fyrir eignina. Þetta á einnig við, ef á 1. veðrétti hvíla svo lág húsnæðismála- stjómarlán, að samanlögð upphæð þeirra og lífeyrissjóðs fer eigi fram úr 25% af brunabótamati hlutaðeigandi íbúðar. B. Ef 1. — fyrsti — veðréttur er hins vegar ekki laus til ráðstöfunar, verður að snúa sér til einhvers hinna mörgu byggingarsam- vinnufélaga í landinu, sem þá útvegar við- komandi ríkisábyrgð fyrir láninu og annast lántökuna hjá sjóðnum. Lífeyrissjóöur hjúkrunarkvenna. títdráUur úr fundargorð stjórnar L,íf- eyrissjóðs hjúkrunarkvenna 2. júlí sl.: „Samþykkt, að hjón njóti eftirleiðis lánarétt- inda úr sjóðnum sem tveir einstaklingar væru.“ „Samþykkt, að þeir lánþegar, sem fengu af- greidd lán úr sjóðnum á þremur síðustu mán- uðum fyrir hækkun útlána í nóvember sl., eigi kost á viðbótarlánum allt að kr. 80 000,00 með sömu kjörum og núverandi lán.“ Frétt frá Kvenfélagasambamli Islands Eftirtaldar kvikmyndir eru lánaðar endur- gjaldslaust til félaga: Brödet várt, Columbi egg til skolmat, En olycka hánder sá látt, Fárska grönsaker, Kalla fakta om hemfrysning, Kjenn- er De alla grönsakerna, Mat av sauekjöt, Pigg och glad husmor, Trivsel i trádgárd og Vár trád- gárd. Skuggamyndaflokkar, sem einnig eru lánaðir endurgjaldslaust: Baðherbergið, 25 mjmdir, Eldhúsáhöld, 17 myndir, Eldhúsið, 23 myndir, Frysting matvæla, 40 myndir, Gagnsmunir og skrautmunir, 34 myndir, Orkunotkun við ýmis störf, 16 myndir, Svíþjóð, 36 myndir, Varefakta, 36 myndir, Vinnustellingar, 33 myndir, öryggi ungbamsins á öðru og þriðja ári, 31 mynd, ör- yggi barnsins á þriðja og fjórða ári, 19 myndir. öllum þessum myndaflokkum fylgja skýringa- textar á íslensku.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.