Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Qupperneq 33
Stefnumið
hjúkrunarmenntunar
Framli. af bls. 67.
hjúkrunarstarfinu. Við ættum að minna okkur
sjálf, samstarfsmenn okkar, læknana, og al-
menning á það, að starf okkar eflist stöðugt eins
og aðrir blómlegir þættir þjóðfélagsins.
Þessi efling birtist í Evrópu að nokkru í því,
að í vaxandi mæli er stefnt að mjög alhliða
menntaðri hjúkrunarkonu með hjúkrunargrunn-
náminu og sérnám látið bíða framlialdsnáms.
Hún birtist einnig í því að gera sér glögga grein
fyrir, í hvaða sérgreinum veita skuli sérfræði-
réttindi í hjúkrun. Fyrir mörgum árum var
meginhluti þess náms, sem hjúkrunarkonur áttu
kost á umfram grunnnámið, á vettvangi kennslu
og stjórnunar. 1 nokkrum löndum var sérstakt
nám í ljósmóðurstörfum, heilsuverndarhjúkr-
un eða héraðshjúkrun, en yfirleitt hefur skort
skipuleg framhaldsnámskeið í klinískum grein-
um eða almennum sérgreinum hjúkrunar. Þetta
hefur breyst og er að breytast. Viðaukanám og
framhaldsnám í hjúkrun, svo sem á sviði mæðra-
verndar og ungbarnaverndar, geðverndar, geð-
sjúkdóma og í umönnun aldraðra, svo að fátt
eitt sé nefnt, er á þróunarstigi. 1 vaxandi mæli
er viðurkennt, að námsbrautir fyrir hjúkrunar-
konur umfram grunnnám í hjúkrun eigi að
stefna upp á við til áframhaldandi æðra náms.
Slíkt nám ætti að skipuleggja þannig, að um
óslitinn klifurmöguleika sé að ræða og að hjúkr-
unarkonan, sem menntun þessa hlýtur, telji sig
hafa þá frumskyldu að sjá sjúklingi, skjólstæð-
ingi eða fjölskyldu fyrir góðri hjúkrun með
beinum afskiptum sínum, að stjórna rannsókn-
um og hagnýta niðurstöður þeirra, að kenna og
efla hjúkrunarlist og hjúkrunarvísindi með um-
bótum á veittri hjúkrunarþjónustu og skrá-
setningu ferils hennar.
1 tengslum við það, sem hér hefur verið minnst
á, er greinileg tilhneiging til „íhugunar" um
i’aunverulegt eðli hjúkrunar og þau störf, sem
innt eru af hendi við hjúkrun og ætti að fram-
kvæma innan skipulags, framkvæmdar og mats
varðandi heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarkonur
sPyrja sig oft, til hvers þær séu, hvað þær séu
°S hvar þær séu á vegi staddar. Það leiðir til
vaxandi umræðna milli hjúkrunarkvenna, lækna
og annars heilbrigðisstarfsliðs annars vegar
og umræðna milli hjúkrunarkvenna og al-
mennings hins vegar. Við tölum og skrifum um
hjúkrun og rannsökum starfssvið hennar oftar
og rækilegar en fyrr á tímum. Það er vaxandi
andstaða um alla Evrópu gegn því, að hjúkrun
sé skilgreind, kennd og túlkuð að mestu leyti
utan hjúkrunarstéttarinnar. Á margan hátt má
hugsa sér þetta sem „aldahvörf“ fyrir hjúkr-
un, og fyrir okkur öll er þetta stundum óþægi-
leg og fremur sársaukafull reynsla.
1 leit okkar að réttum orðum til að lýsa okk-
ur og störfum okkar erum við farin að beita
okkar eigin markvissa orðavali, og ég held, að
það hafi verulegt gildi fyrir þróun okkar sem
starfsstéttar. Levine segir, að hjúkrunarkonur
hafi alltaf verið mælskastar „á þöglu máli starfs
síns“ — að þess „hafi alltaf verið vænst af
þeirn, að þær lærðu sjúkdómsgreiningamál
læknastéttarinnar", en „hafi verið aftrað“ frá
notkun þess máls. Þetta er staðreynd, sem við
höfum búið við í meira en öld og við erum nú
farnar að bæta úr. Þörfin á bókum og öðru
lesefni um hjúkrun, sömdu af hjúkrunarkon-
um, þar sem rætt er og skráð um gang hjúkr-
unar, er rík í öllum löndum Evrópu.
Ég vil ljúka þessum orðum mínum með nokk-
urri bjartsýni. Um þessar mundir er skorað
á okkur af samstarfsmönnum okkar í öðrum
heilbrigðisstéttum, af þeim, sem hjúkrunar
njóta, og af nemendum í okkar grein að skil-
greina okkur og störf okkar skýrar og veru-
legar en við höfum gert til þessa. 1 mörgum
löndum er okkur í fyrsta sinn veitt tækifæri til
að taka okkur stöðu í meginstraumi heilbrigðis-
þjónustu og taka að okkur ákveðið hlutverk
við skipulagningu og mat og jafnframt fram-
kvæmd heilsugæslu. Sameiginlega höfum við
nær ótakmarkaða möguleika til að verða við
þessum kröfum og eiga upptök að breytingum,
sem stuðla að því að bæta heilbrigðisþjónustuna,
ekki einungis í nútíð, heldur einnig í framtíð.
Til þess að gera þetta að raunveruleika þurf-
um við að stjórnast — ekki eins mikið af ríkj-
andi eiginhagsmunum og af ósvikinni ósk um
að byggja traustar og hagkvæmar stofnanir,
þar sem við getum eflt starfsgrein okkar og
búið í sátt og samlyndi innbyrðis og í góð-
um tengslum við samstarfsfólk okkar. Ég hef
nægilega trú á hjúkrunarkonum sem einstakl-
ingum og heild til að trúa, að þær eigi það hug-
rekki, þá visku og orku, sem þarf til að verða
við þessari kröfu. □
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 87