Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 35

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Blaðsíða 35
ar og London og kynntu sér skurð- stofur. Yalgerður sótti einnig IX. þing breska skurðstofuhjúkrunarfé- lagsins — í boði fyrirtækisins John- son & Johnson —■ og segir hún frá þeirri heimsókn í 3. tbl. Tímarits HFl 1973. Dönsk yfirhjúkrunarkona, Margit Christensen, var hér í námsferð í júní, var aðallega á Kleppsspítalan- um, en heimsótti Borgarspítalann og Landspítalann. Danskur hjúkrunar- nemi var hér í júlí/ágúst og sá Hjúkrunarnemafélagið um dvöl hans. Fór hann m. a. til Akureyrar. Sænsk hjúkrunarkona, Greta Fellenius, skólaráðgjafi, heimsótti Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur í júní, en hún sat þing norrænna skóla- og barna- lækna, sem var haldið hér. Hjúkrun- arkennari frá Norges Sykepleierhöy- skole, Edit Salberg, var hér í heim- sókn, og á stjórnarfundi 19. 7. var samþykkt að sýna þeirri stofnun svo- lítinn þakklætisvott fyrir það, sem hún hefur gert fyrir íslenskar hjúkr- unarkonur, með því að senda eintak af Hjúkrunarkvennatalinu og gefa kennaranum fyrsta dags frímerki og borðfána okkar. Framhaldsnám. Eins og undanfarin ár voru nokkr- ar hjúkrunarkonur í framhaldsnámi erlendis. I ársbyrjun kom Anna Guð- rún Jónsdóttir heim frá námi í spít- alastjórn í Norges Sykepleierhöy- skole, og á miðju ári kom Sigþrúður Ingimundardóttir heim frá hjúkrun- arkennaranámi í sama skóla. 1 sept. fóru Gréta Aðalsteinsdóttir og Sig- rún Jónatansdóttir til náms í hjúkr- unarkennslu í Norges Sykepleierhöy- skole. Þriðja hjúkrunarkonan, sem sótti um, komst ekki að þessu sinni vegna þess, hve aðsókn er mikil, og eru jafnan biðlistar við skólann. Unn- ur Gígja Baldvinsdóttir og Kolbrún Ragnarsdóttir luku námi í heilsu- vernd við Statens Helsesösterskole í Osló, en Hanna Kolbrún Jónsdóttir og Ragnheiður Þorgrímsdóttir fóru þangað til náms 1973. Þessir tveir skólar hafa verið íslenskri hjúkrun- arstétt mikil hjálparhella hvað fram- haldsnám snertir. Statens Helsesöst- erskole hefur tekið tvær ísl. hjúkr- unarkonur árlega, og undanfarin ár hafa ávallt verið ísl. hjúkrunarkonur 1 Norges Sykepleierhöyskole í spít- alastjórn eða hjúkrunarkennaranámi. Sigríður Þorvaldsdóttir Blöndal lauk heilsuverndarnámi við Helsingfors Svenska Sjukvárdsinstitut í Finn- landi, og um áramót lauk Rögnvaldur Stefánsson hjúkrunarkennaranámi 'dð sama skóla. Jóhann Marinósson °S Sólveig Kaldalóns luku svæfinga- námi í Danmörku. Sigurlín Gunn- arsdóttir fór í viðbótarframhaldsnám (áður 1963) í spítalastjórn við Dan- marks Sygeplejerskehöjskole í Aar- hus í sept. Ingibjörg Helgadóttir fór í framhaldsnám i geðhjúkrun til Skot- lands en hún var þar einnig í námi árið 1972. Stjórn HFÍ. Stjórn HFÍ var þannig skipuð 1973: María Pétursdóttir, formaður, Nanna Jónasdóttir, varaformaður, Magdalena Búadóttir, ritari, Gerða Ásrún Jónsdóttir, gjaldkeri, Margrét Jóhannsdóttir, meðstjórn., Ingibjörg Helgadóttir, meðstjórn., Rögnvaldur Stefánsson, meðstjórn. Varamenn í stjórn HFl: María Gísladóttir, Guðrún Marteinsson, Kristbjörg Þórðardóttir, Unnur Viggósdóttir, Þuríður Backman, Sigi'ún Hulda Jónsdóttir, Lngibjörg Helgadóttir og Rögnvald- ur Stefánsson voru við framhalds- nám erlendis mestan hluta ársins og sátu varamennirnir María Gísladótt- ir og Guðrún Marteinsson stjórnar- og félagsfundi í þeirra stað. Nefndir innan HFI. Launamálanefnd: María Pétursdóttir, form. HFÍ, Nýja hjúkrunarskólanum, Nanna Jónasdóttir, varaform. HFÍ, Kleppsspítalanum, Kristín Óladóttir, Borgarspít., Fjóla Tómasdóttir, Borgarspít., Áslaug Björnsdóttir, Borgarspít., Guðrún Sveinsdóttir, Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur, Dóra Hansen, Landspítalanum, Sigríður K. Júlíusdóttir, Landspít., Jóhanna Þórarinsdóttir. Landspít., Sigríður Benjamínsdóttir, Vífilsst., Vígdögg Björgvinsdóttir, Klepps- spítala, Sigrún Sigurðardóttir, Borgarspít- ala (kom síðai' í nefndina). Á stjórnarfundi 12. 11. var lagt fram bréf frá launamálanefnd, dags. 7. 11., þar sem óskað var eftir að ráða Jón Þorsteinsson sem lögfræði- legan ráðunaut fyrir næstu samn- inga. Var það samþ. Fultrúar til Samvinnu hjúkrunar- kvenna á Norðurlöndum: María Pétursdóttir, form. HFÍ (Rögnvaldur Stefánsson, varam. Maríu í stjórn HFÍ, sat stjórn- arfund SSN í stað Maríu, sem var íorfölluð), Nanna Jónasdóttir, Kleppsspítala, María Gísladóttir, Kleppsspítala, Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir, Borgarspítala, Kristín Óiadóttir, Borgarspítala. Fulltrúar til BSRB: Nanna Jónasdóttir. María Pétursdóttir, Fjóla Tómasdóttii', Ingibjörg Helgadóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Lilja Óskarsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Vígdögg Björgvinsdóttir, Sigríður Pálsdóttir. María Pétursdóttir og Sigríður Pálsdóttir gátu ekki setið fulltrúa- þing BSRB, sem haldið var í júní. í stað þeirra komu 2. og 3. varam., Gunnhildur Sigurðardóttir og Guð- rún Sveinsdóttir. Form. HFÍ, María Pétursdóttir, var kosin í stjórn BSRB og sat 8 stjórnarfundi sl. ár, auk formanna- fundar 24. og 25. febr. og fundar fulltrúa bæjarstarfsmanna 17. ág. sl. Nanna Jónasdóttir og Fjóla Tóm- asdóttir voru fulltrúar HFÍ í samn- inganefnd BSRB, en í henni áttu sæti fulltrúar aðildarfélaga BSRB. Sumarhúsnefnd Kvennabrekku: Ólöf Björg Einarsdóttir, Ólöf S. Baldursdóttir, Sigríður A. Jóhannsdóttir, Ingrún Ingólfsdóttir, Ása Ásgrímsdóttir. Fræðslumálanefnd: María Finnsdóttir, Vigdís Magnúsdóttir, Lilja Óskarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir. Fulltrúar til Landssambandsins gegn áfengisbölinu og í áfengisvarna- nefnd Vigdís Magnúsdóttir, Elísabet Ingólfsdóttir. Fjáröflunar- og skemmtinefnd: Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Inga Teitsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Svala Jónsdóttir, Fríða Bjarnadóttir, Ríkey Ríkarðsdóttir, Þorbjörg Ásmundsdóttir, Dóra V. Hansen, Fanney Jónasdóttir, Björk Guðjónsdóttir, Anna Margrét Einarsdóttir, Edda Bragadóttir, Stefanía Jóhannsdóttir, Steinunn Eiríksdóttir, Erla Helgadóttir. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.