Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Qupperneq 46
ur voru send frá Ingib.jörg-u R.
Magnúsdóttur, og óskaði hún eftir
svari okkar um þau og hið nýja
starfsheiti fyrir hjúkrunarkonur og
menn. Nafnið hjúkri féll ekki í góð-
an jarðveg hjá fundarkonum og var
því einróma mótmælt. Var því skrif-
að bréf til Ingibjargar R. Magnús-
dóttur og samþykktum við drögin að
hjúkrunarlögum. mótmæltum nafn-
inu hjúkri, en mæltum með nafninu
hjúkrunarfræðingur. 15 hjúkrunar-
konur rituðu nafn sitt undir bréfið,
og var sent afrit til stjórnar Hjúkr-
unarfélags íslands.
Aðalfundur félagsins var haldinn
26. nóv. 1973. Tillaga kom fram um
að breyta 5. gr. í lögum félagsins að
hafa aðalfund einu sinni á ári í stað
tveggja, og var sú tillaga samþykkt.
Verður fundurinn haldinn á tíma-
bilinu 1. nóv.—1. febr.
Félagið á kr. 4 901,70 í sjóði.
Kosning í stjórn félagsins fór
þannig, að kosningu hlaut Gyða Hall-
dórsdóttir. í stjórn félagsins eru Mar-
grét Jóhannsdóttir, Sigrún Sigurðar-
dóttir og Gyða Halldórsdóttir.
Á þriðja fundi voru aðallega rædd-
ir nýafstaðnir kjarasamningar við
ríkið, sem hjúkrunarkonur voru sæmi-
lega ánægðar með. Hæst bar náms-
leyfin og þær kjarabætur, sem af
þeim hljótast, og 12 daga vetrarfrí
fyrir gæsluvaktirnar.
Lögð var sterk áhersla á, að sér-
nám hjúkrunarkvenna yrði sett á
hærra plan en nú er.
í félaginu eru 17 hjúkrunarkonur
og menn og 11 nemar.
Ársskyrsla VoNlniamiaoyja-
deildar IIFÍ.
Af ástæðum, sem öllum eru kunn-
ar, hefur starfsemi okkar félagsdeild-
ar að mestu legið niðri. Við höfum
verið á víð og dreif og því ekki átt
þægilegt með að koma saman. Þó höf-
um við hist fjórum sinnum í vetur,
aðallega til að spjalla saman og reyna
að halda hópinn, þær sem í Reykja-
vík og nágrenni voru. Fengum við
til þeirra funda að láni fundarsal
HFl að Þingholtsstræti 30, og kunn-
um við félaginu bestu þakkir fyrir,
svo og annan mikilvægan stuðning
við deildina.
Fyrri hluti aðalfundar okkar var
svo haldinn 14. mars 1974, einnig að
Þingholtsstræti 30, og voru mættar
þar 18 hjúkrunarkonur, þar af 9 frá
Suðurlandssvæðinu, þ. e. a. s. úr Ár-
nes- og Rangárvallasýslum, og var
m. a. rætt um, að vegna fjarlægðar
og erfiðra samgangna yrði Suður-
landssvæði skipt í 2 deildir. Samþykkt
var á fundinum eftirfarandi:
Til stjórnar Hjúkrunarfélags íslands
Reykjavík.
Vegna samgönguerfiðleika og fjar-
lægðar hefur reynst ógerlegt að halda
uppi sameiginlegri félagsstarfsemi
hjúkrunarkvenna í Vestmannaeyjum
og hjúkrunarkvenna á Suðurlands-
svæðinu.
Teljum við því, að með stofnun sér-
deildar hjúkrunarkvenna á Suður-
landssvæðinu (án Vestmannaeyja)
muni félagsstarfsemi með hjúkrunar-
konum þar eflast, þeim og þar með
HFÍ til góðs.
Aðalfundur í VHFÍ, haldinn 14.
mars 1974, lýsir sig samþykkan ósk-
um hjúkrunarkvenna á Suðurlands-
svæðinu um stofnun eigin deildar fyr-
ir það svæði innan HFÍ.
F. h. VHFl.
Svanhildur Sigurjónsdóttir,
varaformaður.
Þá flutti gjaldkeri, Rósa Magnús-
dóttir eftirfarandi:
Aðalfundur Hjúkrunarfélags íslands
1974.
Söfnun til Vestmannaeyjadeildar
HFÍ.
Söfnun var hafin fyrir hjúkrunar-
konur í Vestmannaeyjadeild Hjúkr-
unarfélags íslands vegna eldgossins,
er hófst á Heimaey 23. jan. 1973, svo
sem öllum er kunnugt.
í 4. tbl. Tímarits Hjúkrunarfélags
Islands er þess getið, að söfnunin hafi
orðið alls kr. 730 710,00, sem skiptist
þannig:
SSN ...
Svíþjóð
Noregur
Finnland
ísland .
kr. 107 156,00
— 107156,00
— 150 000,00
— 234 752,00
— 131 650,00
Danska hjúkrunarfélagið gaf í
heildarsöfnunina.
Erum við hjúkrunarkonur í VHFÍ
afar þakklátar þessari höfðinglegu
aðstoð, svo sem fram kemur í 3. tbl.
Tímarits Hjúkrunarfélags íslands.
Var einróma samþykkt á fundi
VHFÍ að fé þessu yrði að hluta skipt
milli félagskvenna, einnig til aðstoð-
ar þurfandi einstaklingum, t. d. sjúkl-
ingum, og kaupa á einhverjum þörf-
um hlut til nota við Sjúkrahús Vest-
mannaeyja.
Mun verða tekin ákvörðun um það
á framhaldsaðalfundi í VHFÍ nú í
haust.
í hlut hverrar hjúkrunarkonu, 16
að tölu. komu kr. 35 000,00, og eru
eftir nú 10. júní 1974 kr. lló 192,40,
sem áætlað er að fari í fyrrnefnda
gjöf til Sjúkrahúss Vestmannaeyja.
Kærar kveðjur og þakkir frá VHFÍ,
Rósa Magnúsdóttir, gjaldkeri.
Kjósa átti formann VHFÍ á þess-
um fundi, en þar sem við vonum, að
við verðum sem flestar komnar aft-
ur út til Eyja í haust, var ákveðið
að halda framhaldsaðalfund í Vest-
mannaeyjum þá. Sjúkrahúsið er vel
á veg komið, og stendur til samkvæmt
upplýsingum héraðslæknisins Arnar
Bjarnasonar, að það verði vígt 2.
ágúst n.k. Er það ósk okkar og von,
að starfsemi okkar geti blómgast, er
við verðum komnar aftur út til Eyja.
Svanhildur Sigurjónsdóttir,
varaformaður.
Ársskrrsla Tímarits IIFÍ.
Árið 1973 var ritstjórn Tímarits
HFÍ skipuð eftirtöldum aðilum:
Ingibjörgu Árnadóttur, ritstjóra,
Öldu Halldórsdóttui-,
Sigrúnu Einarsdóttur og
Ernu Holse.
Varamenn:
Elísabet Ingólfsdóttir,
Þóra Arnfinnsdóttir og
Elín Hjartardóttir.
Unnið var að útgáfu fjögurra tölu-
blaða, og kom hið 1. út í febrúar, 2.
í maí, 3. í ágúst og 4. í nóvember.
Ritstjórnin kom ávallt saman til
fundar, er þörf þótti, og var sam-
starfið innan hópsins mjög gott. Ég
vil því þakka meðstjórnarmönnum
mínum fyrir ötult starf og ómetan-
legan stuðning.
Á árinu var ritnefnd hjúkrunar-
nema þannig skipuð:
Sólveig Björk Gránz,
Fanney Friðbjörnsdóttir,
Kristín Sigurðardóttir og
Þórdís Kristinsdóttir.
Hjúkrunarnemunum þökkum við gott
og ánægjulegt samstarf.
Ritstjórnin hefur á undanförnum
árum gert ítrekaðar tilraunir til að
auka fjölbreytni tímaritsins og oft-
sinnis hvatt hjúkrunarkonur til að
senda því frétta- og fræðsluefni fag-
legs eðlis. Höfum við ekki, að okkar
dómi, hlotið erindi sem erfiði, þó að
jafnan séu nokkrir ötulir aðilar, sem
ávallt hafa samband við okkur. Eink-
um eru það fréttir utan af lands-
byggðinni, sem við söknum, þrátt fyr-
ir það að á aðalfundi félagsins 1972
var samþykkt tillaga ritstjórnar um,
að ritari hverrar deildar innan fé-
lagsins yrði fulltrúi tímaritsins og
skyldi senda því allt það efni, er
fréttnæmt þætti á vikomandi svæði.
Vonandi takast þessi tengsl milli
deilda innan HFÍ og ritstjórnar inn-
an skamms.
Ritstjóri sat á árinu tvo fundi
erlendis, fund ritstjóra hjúkrunar-
Framh. á bls. 103.
100 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS