Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1974, Page 48
FRÁ
75 ára afmælishátíð ICN var haldin
29. mars með móttöku á skrifstofu
samtakanna í Genf. ICN og svissn-
eska hjúkrunarfélagið stóðu að mót-
tökunni.
Gestir voru um 100 víðsvegar að úr
heiminum.
ICN bárust gjafir, m. a. fáni, gjöf
frá fyrrverandi formanni samtak-
anna, Margrethe Kruse, Danmörku.
Við afhendingu fánans var lesin upp
eftirfarandi kveðja frá henni:
„Ég gef ICN þennan fána í þakk-
lætisskyni fyrir 27 ára stöðugan inn-
blástur og í von um, að það megi
hvetja komandi kynslóðir til að finna
nýjar leiðir fyrir ICN til að ná því
marki, sem frumkvöðlar okkar settu:
einn heimur fyrir hjúkrun, heimur,
sem allar hjúkrunarkonur tilheyra án
tillits til þjóðernis, kynflokks, trúar,
litarháttar eða pólitískra skoðana."
Páninn er úr hvítu silki. í miðj-
unni er kort af heiminum á bláum
fleti, sem tákn fyrir alþjóðasamtök-
in. Lítill rauður depill á kortinu tákn-
ar aðalskrifstofu ICN í Genf. Um-
hverfis hnöttinn er gullin geðja, með
mörgum hlekkjum, sem tákna félögin
innan ICN. Keðjan er opin að ofan,
til að sýna að það er ennþá rúm fyrir
mörg fleiri félög.
Forseti ICN, Dorothy Cornelius,
sagði, þegar hún tók á móti gjöfinni,
að ICN hefði hafið göngu sína 1899
með þremur hjúkrunarfélögum, en nú
væru félögin 79. Sýndi þetta óskir
hjúkrunarkvenna um heim allan um
að gera alþjóðleg sjónarmið að veru-
leika í alþjóðulegu starfi. □
Félu^fundar.
Félagsfundur HFÍ var haldinn í
Átthagasal Hótel Sögu þriðjudaginn
22. janúar sl. kl. 20.30.
Fundarefni:
Launakröfur og kjarasamningar.
Mættir voru 128 félagar.
Formaður setti fundinn, bauð fé-
laga velkomna og bað ritara að lesa
fundargerð síðasta fundar. Var hún
samþykkt án athugasemda. Formað-
ur upplýsti um gang mála hjá
Danska hjúkrunarfélaginu, en danska
hjúkrunarstéttin hefur staðið í kjai’a-
baráttu, eins og kunnugt er, og ræddi
einnig um félagsmál.
Nanna Jónasdóttir, varafoi'maður
félagsins, gerði ýtarlega grein fyrir
því, hvernig kjarasamningar stæðu.
Kristín Oladóttir, formaður launa-
málanefndar, skýrði frá störfum
nefndarinnar. Nefndin var kjörin
á aðalfundi HFÍ 1973 og hefur síðan
haldið 12 fundi, viðað að sér ýmsum
upplýsingum, er að gagni geta komið,
og gert tillögur að séi’samningum.
Nefndin fór fram á það við stjórn
HFÍ að fá lögfræðilega aðstoð við
undirbúning samninganna og í samn-
ingunum sjálfum. Var það samþykkt
og Jón Þorsteinsson lögfræðingur
fenginn til þeirra starfa. Þá hófust
frjálsar umræður um kjarasamning-
ana og tóku margir til máls. Fram
komu ýmsar athugasemdir og fyrir-
spurnir, sem þær María Pétursdóttir,
Nanna Jónasdóttir og Kristín Óla-
dóttir svöruðu. Þar sem sérsamn-
ingar hafa eigi verið undirritaðir,
er ekki tímabært að skýra nánar frá
þessu að sinni.
Formaður þakkaði þeim Kristínu
og Nönnu fyrir þeirra góða framlag
og fundargestum komuna.
Fundi slitið kl. 0.10.
l'élngsf umlur.
Almennur félagsfundur HFÍ var
haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal,
þriðjudaginn 12. febrúar sl.
Formaður setti fundinn og bauð
sérstaklega velkominn fulltrúa Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO), Dorothy Hall, ásamt þeim
Þórði Einarssyni, deildarstjóra, for-
manni 7 manna nefndarinnar, sem
skipuð var á sl. ári af menntamála-
ráðuneytinu til að semja drög að
reglugerðarákvæðum um nám í hjúkr-
unarfræðum innan vébanda lækna-
deildar Háskóla íslands, og Arinbirni
Kolbeinssyni lækni, nefndaraðila frá
fyrrgreindri nefnd.
Nefndina skipa einnig:
Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deild-
arstjóri, Haraldur Ólafsson, mann-
fræðingur, Ólafur Ólafsson, land-
læknir, María Pétursdóttir, skóla-
stjóri. og Þorbjörg Jónsdóttir, skóla-
stjóri.
Fulltrúi WHO, Dorothy Hall, flutti
erindi um hjúkrunarnám. Dorothy
Hall er nú ráðgefandi hjúkrunarkona
á Evrópusvæði WHO fyrir hjúkrun-
arkonur, ijósmæður og ráðgjafa í
félagslækningum. Við birtum erindi
Dorothy Hall á bls. 65.
Þórður Einarsson skýrði frá störf-
um 7 manna nefndarinnar.
Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkr-
unarkona, fjallaði um væntanlegt
námskeið fyrir hjúkrunarkonur, er
starfa á lyflækninga- og handlækn-
ingadeildum.
Elín Eggerz Stefánsson, hjúkrun-
arkona, gerði grein fyrir skipun
nefndar á vegum menntamálaráðu-
neytisins, sem endurskoða á gildandi
löggjöf um hjúkrunarnám.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, hjúkr-
unarkona, ræddi könnun, sem hafin
er á vegum stjórnar Hjúkrunarfélags
Islands og Fræðslumálanefndar HFÍ,
á þörf fyrir framhaldsmenntun innan
hjúkrunarstéttarinnar.
Þórunn Pálsdóttir, formaður Geð-
hjúkrunardeildar HFÍ, fjallaði um
undirbúning framhaldsnáms i geð-
hjúkrun, og Pálína Sigurjónsdóttir,
formaður Deildar heilsuverndar-
hjúkrunarkvenna, sagði frá störfum
deildarinnar, að því er tekur til und-
irbúnings framhaldsnáms í heilsu-
vernd hér á landi.
Einnig kom fram á fundinum, að
fyrir dyrum stæði að efna til nám-
skeiðs á vegum Nýja hjúkrunarskól-
ans fyrir þær hjúkrunarkonur, sem
nú eru að ljúka eða hafa nýlokið
sérnómi.
Þar sem út kom í mars sl. sérstakt
fréttabréf frá þessum fundi, viljum
við vísa til þess, varðandi frekari
upplýsingar.
FélaKsfundur.
Félagsfundur HFl var haldinn í
Átthagasal Hótel Sögu mánudaginn
11. mars sl. kl. 20.30.
Fundarefni:
Inntaka nýrra félaga.
Erindi, Ebba Edwardsdóttir, tal-
kennari. Aphasi: Eðli hennar og end-
urhæfing til máls á ný.
Formaður setti fundinn og bauð
félaga velkomna, sérstaklega hinar
nýbrautskráðu hjúkrunarkonur frá
Hjúkrunarskóla fslands. Ritari las
fundargerð síðasta fundar, og var
hún samþykkt. Formaður afhenti
hinum nýiu hjúkrunarkonum félags-
merki HFÍ. 35 hjúkrunarkonur höfðu
brautskráðst, en þar sem nokkrar
102 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS