Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 11
bankamanna um aðgerðir til að hrinda þeirri árás á frjálsan samn- ingsrétt, sem frumvarpið felur í sér. Skorar formannaráðstefnan á Al- þingi að hætta við að samþykkja þau ákvæði frumvarpsins, sem fela í sér riftun á samningum um kaup og kjör. Verði Alþingi ekki við þessari á- skorun er launafólk knúið til að- gerða til verndar samningsréttinum nú og í framtíðinni. Ef nauðsyn krefur og samstaða næst við önnur launþegasamtök um aðgerðir, felur formannaráðstefnan stjórn BSRB að gangast fyrir víð- tækri þátttöku félagsmanna Banda- lags starfsmanna ríkis og hæja í þeim. Komi til vinnustöðvunar, er stjórn Bandalagsins falið að taka þátt í stjórnun hennar af þess hálfu. Ályktun þessi var samþykkt með 58 atkvæðum gegn 2. Tillaga allsherjarnefndar Formannaráðstefna BSRB, haldin 15. febrúar 1978, samþykkir að stofnaður verði verkfallssjóður BS- RB. Stofnframlag verði það fé, sem ekki var úthlutað úr styrktarsjóði vegna verkfallsins 1977. Framlög í verkfallssjóðinn verði fyrst um sinn miðuð við framlög úr aðalsjóði BSRB og aðildarfélaga eft- ir nánari ákvörðun þessara aðila. Einnig væri í verkfalli leitað eftir fastri greiðslu hjá þeim, sem starfa í verkfallinu, svo og efnt til söfnunar hjá almenningi. Ráðstefnan ákveður að skipa skuli 7 manna sjóðsstjórn. Stjórn banda- lagsins skipi stjórnina eftir tilnefn- ingum frá bandalagsfélögum. Sjóðsstjórn semji drög að reglu- gerð fyrir verkfallssjóð, þar sem á- kveðið verði um fjáröflun og megin- reglur um úthlutun. Verði drög þessi kynnt bandalagsfélögunum um næstu aramót og miðað við að reglugerðin verði endanlega staðfest á bandalags- þingi næsta ár. Tillagan var samþykkt. Ennfremur var samþykkt tillaga frá allsherjarnefnd um að breyta samþykkt þings BSRB frá 1976 um 0,1% greiðslu í orlofsheimilasjóð, í 0,13%. Af hálfu HFl sat formaður félags- ins, Svanlaug Árnadótir, ráðstefnuna ásamt tveim fulltrúum og tveim vara- fulltrúum. Ráðstefnuna sátu milli 60 og 70 manns. Fundarstjórar voru Albert Kristinsson og Ingibjörg Helgadótt- ir. □ Kjaraskerðingarlögum ríkisstjórnarinnar mótmælt Fundur í Hjúkrunarfélagi íslands 21. febrúar 1978 mótmælir harðlega k j araskerðingarlögum ríkisstj órnar- innar, er fela í sér riftun á nýgerðum kjarasamningum BSRB. Fundurinn hvetur alla launamenn til að standa vörð um frjálsan samn- ingsrétt og lýsir eindregnum stuðn- ingi við framkomnar ályktanir laun- þegasamtakanna í landinu. Fundurinn felur stjórn Hjúkrunar- félags íslands að skipuleggja baráttu félagsmanna og væntanlegar aðgerð- ir í náinni samvinnu við stjórn BS- RB. Einróma samþykkt. Fundinn sátu um 100 manns. Lífi og heilsu fólks ekki stefnt í voða „Nefnd fulltrúa frá ýmsum starfs- greinum heilbrigðisþjónustu ræddi aðstöðu starfsmanna til vinnustöðv- unar án þess að heilsugæslu fólks væri stefnt í voða. Ákveðið var að kynna fyrirliggjandi hugmyndir um takmörkun starfsmannafjölda á skurð-, svæfinga- og röntgendeildum, draga úr starfrækslu göngudeilda og endurhæfingadeilda, svo og annars staðar, þar sem tímabundinni fækk- un starfsmanna væri unnt að koma við. Nefndin beindi því til starfsfólks, að það sjálft ákvæði sín á milli möguleika á framkvæmd þess á hverjum stað. Starfræksla ýmissa deilda, t. d. legudeilda, var í engu skert. Þá var því beint til alls starfsfólks í heilsugæslu, að það reyndi að haga svo verkefnaskiptingu, að sem stærst- ur hluti starfsmanna gæti tekið þátt í útifundi launþegasamtakanna á Lækjartorgi klukkan 14 miðviku- daginn 1. mars. I nefndinni voru að- ilar frá þessum starfsgreinum eða fé- lögum: Hjúkrunarfélagi Islands, Starfsmannafélagi ríkisstofnana, Starfsmannafélaginu Sókn, meina- tæknum, fóstrum, þroskaþjálfum, sjúkraliðum, sjúkraþjálfurum, að- stoðarmönnum sjúkraþjálfara og gæslumönnum á Kleppi.“ „Hún sver sig í móSurættina blessunin - á því er enginn vaji.“ HJÚKRUN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.