Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 11
bankamanna um aðgerðir til að
hrinda þeirri árás á frjálsan samn-
ingsrétt, sem frumvarpið felur í sér.
Skorar formannaráðstefnan á Al-
þingi að hætta við að samþykkja þau
ákvæði frumvarpsins, sem fela í sér
riftun á samningum um kaup og
kjör.
Verði Alþingi ekki við þessari á-
skorun er launafólk knúið til að-
gerða til verndar samningsréttinum
nú og í framtíðinni.
Ef nauðsyn krefur og samstaða
næst við önnur launþegasamtök um
aðgerðir, felur formannaráðstefnan
stjórn BSRB að gangast fyrir víð-
tækri þátttöku félagsmanna Banda-
lags starfsmanna ríkis og hæja í
þeim. Komi til vinnustöðvunar, er
stjórn Bandalagsins falið að taka
þátt í stjórnun hennar af þess hálfu.
Ályktun þessi var samþykkt með
58 atkvæðum gegn 2.
Tillaga allsherjarnefndar
Formannaráðstefna BSRB, haldin
15. febrúar 1978, samþykkir að
stofnaður verði verkfallssjóður BS-
RB. Stofnframlag verði það fé, sem
ekki var úthlutað úr styrktarsjóði
vegna verkfallsins 1977.
Framlög í verkfallssjóðinn verði
fyrst um sinn miðuð við framlög úr
aðalsjóði BSRB og aðildarfélaga eft-
ir nánari ákvörðun þessara aðila.
Einnig væri í verkfalli leitað eftir
fastri greiðslu hjá þeim, sem starfa í
verkfallinu, svo og efnt til söfnunar
hjá almenningi.
Ráðstefnan ákveður að skipa skuli
7 manna sjóðsstjórn. Stjórn banda-
lagsins skipi stjórnina eftir tilnefn-
ingum frá bandalagsfélögum.
Sjóðsstjórn semji drög að reglu-
gerð fyrir verkfallssjóð, þar sem á-
kveðið verði um fjáröflun og megin-
reglur um úthlutun. Verði drög þessi
kynnt bandalagsfélögunum um næstu
aramót og miðað við að reglugerðin
verði endanlega staðfest á bandalags-
þingi næsta ár.
Tillagan var samþykkt.
Ennfremur var samþykkt tillaga
frá allsherjarnefnd um að breyta
samþykkt þings BSRB frá 1976 um
0,1% greiðslu í orlofsheimilasjóð, í
0,13%.
Af hálfu HFl sat formaður félags-
ins, Svanlaug Árnadótir, ráðstefnuna
ásamt tveim fulltrúum og tveim vara-
fulltrúum.
Ráðstefnuna sátu milli 60 og 70
manns. Fundarstjórar voru Albert
Kristinsson og Ingibjörg Helgadótt-
ir. □
Kjaraskerðingarlögum
ríkisstjórnarinnar mótmælt
Fundur í Hjúkrunarfélagi íslands
21. febrúar 1978 mótmælir harðlega
k j araskerðingarlögum ríkisstj órnar-
innar, er fela í sér riftun á nýgerðum
kjarasamningum BSRB.
Fundurinn hvetur alla launamenn
til að standa vörð um frjálsan samn-
ingsrétt og lýsir eindregnum stuðn-
ingi við framkomnar ályktanir laun-
þegasamtakanna í landinu.
Fundurinn felur stjórn Hjúkrunar-
félags íslands að skipuleggja baráttu
félagsmanna og væntanlegar aðgerð-
ir í náinni samvinnu við stjórn BS-
RB.
Einróma samþykkt. Fundinn sátu
um 100 manns.
Lífi og heilsu fólks ekki
stefnt í voða
„Nefnd fulltrúa frá ýmsum starfs-
greinum heilbrigðisþjónustu ræddi
aðstöðu starfsmanna til vinnustöðv-
unar án þess að heilsugæslu fólks
væri stefnt í voða. Ákveðið var að
kynna fyrirliggjandi hugmyndir um
takmörkun starfsmannafjölda á
skurð-, svæfinga- og röntgendeildum,
draga úr starfrækslu göngudeilda og
endurhæfingadeilda, svo og annars
staðar, þar sem tímabundinni fækk-
un starfsmanna væri unnt að koma
við. Nefndin beindi því til starfsfólks,
að það sjálft ákvæði sín á milli
möguleika á framkvæmd þess á
hverjum stað. Starfræksla ýmissa
deilda, t. d. legudeilda, var í engu
skert.
Þá var því beint til alls starfsfólks
í heilsugæslu, að það reyndi að haga
svo verkefnaskiptingu, að sem stærst-
ur hluti starfsmanna gæti tekið þátt
í útifundi launþegasamtakanna á
Lækjartorgi klukkan 14 miðviku-
daginn 1. mars. I nefndinni voru að-
ilar frá þessum starfsgreinum eða fé-
lögum: Hjúkrunarfélagi Islands,
Starfsmannafélagi ríkisstofnana,
Starfsmannafélaginu Sókn, meina-
tæknum, fóstrum, þroskaþjálfum,
sjúkraliðum, sjúkraþjálfurum, að-
stoðarmönnum sjúkraþjálfara og
gæslumönnum á Kleppi.“
„Hún sver sig í móSurættina blessunin -
á því er enginn vaji.“
HJÚKRUN
9