Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 9

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 9
Hvað hefur áunnist? Tímaritið leitaði álits Svanlaug- ar Árnadóttur formanns félags- ins á niðurstöðu kjaranefndar. Einu starfsstéttirnar sem fengu nokk- uð í úrskurði kjaranefndar eru: Ijósmæður, lögregla og hjúkrunar- fræðingar, en þessir hópar liafa feng- ið eins launaflokks hækkun. Hjá hjúkrunarfræðingum 'hefur verið tekið tillit til deildarstjóra þannig að þeir hækka úr 13. og 14. lfl. í 16. og 17. lfl., eftir 5 ár í starfi. I sérkröfum Hjúkrunarfélags Islands var áhersla lögð á stjórnunarstöð- urnar, sem erfitt hefur verið að fá fólk í. Greiðsla fyrir fastar útkallsvaktir nemur fullu vaktaálagi samkvæmt aðalkj arasamningi. Það sem er til bóta eru breytingar á starfs- og námsstigum, þannig að náms- og starfsaldur nýtist betur til launaflokkshækkana. Stigamat á námi frá Hjúkrunarskóla Islands, 87 stig, frá fyrra sérkj arasamningi er fellt niður, aðeins gengið út frá hjúkrunuarprófi. Nokkur atriði hafa falið niður í úrskurðinum og er eftir að fá leið- réttingu á því. Að hjúkrunuarfræðingar hafa að- eins fengið eins launaflokks hækkun á byrjunarlaun þykir mér mjög mið- ur og er hrædd um að allir séu von- sviknir yfir þessum málalokum. Eins og kunnugt er, hefur fjöldi hjúkrun hjúkrunarfræðinga lausar uppsagn- ir, sem framlengdar voru fram yfir sérkjarasamninga. Niðurstaða liggur nú fyrir, og verður kynnt á félags- fundi. Hver viðbrögð hjúkrunar- fræðinga verða við úrskurði kjara- nefndar verður timinn að leiða i ljós. □ Uppsagnirnar Eins og skýrt var frá í 2. tbl. 1977 tóku hjúkrunarfræðingar, sem sagt höfðu lausum stöðum sínum, þá á- vörðun í marslok 1977, að beiðni stjórnar Hjúkrunarfélags íslands að fresta framkvæmdum uppsagna fram yfir gildistöku sérkjarasamnings HFÍ og fjármálaráðherra og Reykja- víkurborgar. Ástæða þessarar á- kvörðunar var m. a. sú að þessum hjúkrunarfræðingum hverjum og einum, ásamt stjórn HFl hafði bor- ist bréf frá fjármálaráðherra og borgarstjóra þar sem því var lýst yf- ir að við gerð næsta kjarasamnings HFÍ vildu viðkomandi yfirvöld „stefna að því að taka kjör hjúkrun- arfræðinga til sérstakrar meðferðar, m. a. með hliðsjón af því að kanna, hvort kjör þeirra hafi við gerð kjara- samninga að undanförnu hækkað til jafns við kjör annarra aðildarfélaga BSRB.“ Eins og kunnugt er tókust samn- ingar ekki milli HFÍ og framan- greindra aðila og var málinu vísað til kjaranefndar. Hún kvað upp úr- skurð sinn 24. febrúar 1978. Ritstjórn. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR! Munið að tilkynna til skrifstofu HFÍ breytingar á heimili og vinnustað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.