Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 30

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 30
 Alþjóðamót skurðhjúkrunarfræðinga Fyrsta alþjóðamót skurðhjúkrunarfræðinga verð- ur haldið á Manila, Filipseyjum dagana 17.-20. október 1978. Fjölbreytt fræðsludagskrá verður mótsdagana og einnig verða sýningar á hjúkrunar- og lækn- ingatækjum. Þátttökugjald er 50 dollarar, ef þátttaka til- kynnist fyrir 15. júlí nk., annars verður gjaldið 75 dollarar. Hitinn á Filippseyjum í október er undir venju- legum kringumstæðum 24-32° C. Verð á eins- manns herbergjum er 21 dollar og tveggjamanna 25 dollarar. Hótelið býður upp á öll nýtísku þæg- indi og vert er að vekja athygli á því að öll dag- skrá ásamt sýningum fer fram á hótelinu sjálfu. Eyjaskeggjar tala almennt ensku. Nánari upplýsingar veitir A. Svala Jónsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur í síma 43977. Ráðstefna Samvinna norrænna hjúkrunarfræðinga gengst fyrir ráðstefnu dagana 20.-22. nóvember 1978. Fjallað verður um þróun rannsókna á sviði hjúkr- unar á Norðurlöndum. Ekki er endanlega ákveð- ið hvort ráðstefnan fer fram í Svíþjóð eða Nor- egi. Nánari upplýsingar verða í næsta blaði. Sumarhús HFÍ Sumarhús félagsins að Munaðarnesi og Kvenna- brekka í Mosfellssveit verða leigð næsta sumar á sama hátt og undanfarin ár, eina viku í senn. Skiptidagar verða föstudagar. Aðalfundur fulltrúaráðs orlofsheimila BSRB verður 11. mars og verður þá ákveðið leigugjald fyrir húsin í Munaðarnesi. - Umsóknir sendist skrifstofu HFÍ fyrir 1. maí nk. skriflega eða í síma 21177 - 15316. í skriflegum umsóknum óskast tekið fram: Nafn, heimili, vinnustaður, sími, aldur, fjölskyldu- stærð. Hvort umsækjandi hefur áður dvalið í sumarhúsum félagsins, hvaða viku er helst ósk- að eftir og hvaða aðrar vikur koma til greina. Þá óskast skýrt tekið fram eftir hvaða húsi umsækj- andi óskar. Stærra húsið í Munaðarnesi, nr. 3, er um 60 m2. 8 svefnpláss eru í húsinu. Minna hús- ið, nr. 62, er 30 m2 með 4 svefnplássum. Kvenna- brekka er um 40 m2, þar eru 6 svefnpláss. Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru í starfi ganga fyrir stærra húsinu í Munaðarnesi, en hjúkrunar- fræðingar sem hættir eru störfum vegna aldurs ganga fyrir minna húsinu, sem er eins og kunn- ugt er eign Heimilissjóðs HFÍ. Um Kvennabrekku gilda engin sérákvæði önnur en þau að umsækj- andi sé félagi í HFÍ. Athygli skal vakin á því að sumarhúsin að Munaðarnesi eru leigð að vetrinum, á vegum BSRB, en HFÍ annast leigu húsanna um páskana. Tillaga stjórnar fulltrúaráðs orlofsheimila BSRB í Mun- aðarnesi um leigu húsa sumarið 1978 (í svigum eru upphæðir frá í fyrra): Vikuleiga til félagsins verði sem hér segir: a) Stærri húsin — páskaleiga, svo og leiga 19/5-16/6 og aftur 11/8-15/9 = 11 vikur............ kr. 18.000 (11.000) b) Stærri húsin 16/6-11/8 - 8 vikur ...........— 24.000 (15.000) c) Minni húsin sama tíma og í a-lið............ — 13.000 (8.000) d) Minni húsin sama tíma og í b-lið............ — 17.000 (11.000) Norrænt þing Nordisk federation för medicinsk undervisning heldur aðalfund sinn á Akureyri dagana 28. júní til 1. júlí nk. Að undanskyldum venjulegum aðalfundar- störfum samtakanna er hér um að ræða kennslu- þing. Aðalumræðuefnið verður „sjúkrasaga - með megináherslu á vandamálum sjúklingsins, á breiðum grundvelli, sem manneskju og félags- veru (Problem oriented medical record)“. Fyrirlesarar verða frá Bandaríkjunum og Bret- landi, m. a. frumkvöðull kerfisins. Ennfremur verður unnið í starfshópum. HFÍ er heimilt að senda 1 fulltrúa og 2 áheyrnarfulltrúa (e. t. v. fleiri ef húsrúm leyfir). Þátttaka tilkynnist skrifstofu félagsins fyrir 20. mars 1978. ... it ^jaai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.