Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 40
geigvænlega kjaraskerðingu í för með sér, frá því sem kjarasamningar gerðu ráð fyrir. „Grundvallaratriði í samskiptum manna er að gerðir samnningar séu haldnir. A undanförnum áratugum hafa ríkisstjórnir og löggjafinn hvað eftir annað ógilt kjarasamninga með lögum. Síðasta samningsrof var framkvæmt sumarið 1974, þegar stöðvaðar voru samningsbundnar vísitöluuppbætur á laun. Nú verða menn að gera sér ljóst, að kollsteypur í efnahagslífinu, eins og teknar hafa verið, leysa ekki vandann. Höfuðskilyrði þess, að unnt verði að ráða við vandamál efnahagslífs- ins er að traust skapist á þeim stofn- unum, sem með stjórn fjármála fara, og stjórnendum þeirra. Ef stjórn- endur landsins halda áfram á þeirri braut að lítilsvirða og ógilda gerða samninga, minnkar traustið sifellt og það verður undirrót annars ábyrgð- arleysis í þjóðlífinu. Launafólk mun ekki lengur sætta sig við þá ringulreið og fjármála- spillingu, sem ríkjandi er í þjóðfé- laginu. Og leita verður langtíma- lausn til varnar gegn verðbólgu,“ sagði Kristján. Hann taldi víst að aðgerðir yrðu undirbúnar um land alt, ásamt stór- um útifundi á Reykjavíkursvæðinu. Að lokum las Kristján ályktun for- mannaráðstefnu BSRB, en hún birt- ist í heild á blaðsíðu 8 í þessu blaði og því endurtökum við hana ekki hér. Þuríður Backman, varaformaður HFÍ, fór yf ir nokkur atriði úr kjara- samningnum. Lögum um kjarasamn- inga og frumvarpi rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum og óskaði eftir áliti félagsmanna á þátttöku í væntanleg- um aðgerðum. Pálína Sigurjónsdóttir heilsuvernd- arhjúkrunarfræðingur tók til máls og kvað hún álit og vilja stjórnar fé- lagsins ekki hafa komið nægjanlega skýrt í ljós. Öskaði hún eftir ákveðn- ari línum. Ástríður Karlsdóttir Tynes, heilsu- verndarhjúkrunarfræðingur og for- maður Reykjavíkurdeildar, tók einn- ig í sama streng. Frekari útskýringar komu bæði frá Þuríði Backman og Sigurveigu Sigurðardóttur. Að lokum bar Ingi- björg Helgadóttir fram eftirfandi til- lögu að fundarsamþykkt: Fundur í Hjúkrunarfélagi Islands 21. febrúar 1978 mótmælir harðlega kj araskerðingarlögum ríkisstj órnar- innar, er fela í sér riftun á nýgerðum kjarasamningum BSRB. Fundurinn hvetur alla launamenn lil að standa vörð um frjálsan samn- ingsrétt og lýsir eindregnum stuðn- ingi við framkomnar ályktanir laun- þegasamtaka í landinu. Fundurinn felur stjórn Hjúkrunar- félags Islands að skipuleggja baráttu félagsmanna og væntanlegar aðgerð- ir í náinni samvinnu við stjórn BSRB. Tillagan var samþykkt einróma. Fundinn sátu um 100 manns og var honum slitið kl. 22.10. I. Á. Nýtt hjúkrunarfræðingatal Nefnd sú sem starfar að undirbún- ingi nýs hjúkrunarfræðingatals hef- ur nú sent út eyðublöð til þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifaðir eru eftir mars 1969. Þar sem fyrirhugað er að bókin komi út haustið 1979, er nauðsyn- legt að hjúkrunarfræðingar bregði fljótt og vel við, útfylli þessi blöð og sendi skrifstofu HFI, Þingholtsstræti 30, sem fyrst eða eigi síðar en i maí 1978. Oski hjúkrunarfræðingar, sem svarað hafa, að koma frekari upplýs- ingum á framfæri, taka nefndarkon- ur eða skrifstofa IIFI góðfúslega á móti þeim. Guðrún Guðnadóttir, sími 31313 eða 38160. Ingileif Ólafsdóttir, sími 42893. Jóhanna Björnsdóttir, sími 83675 eða 29000. Magdalena Búadóttir, simi 83565. Margrét Sæmundsdóttir, sími 32457 eða 38160. Oddný Ragnarsdóttir, sími 50211. Heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu Geirþrúður J. Ásgeirsdóttir Kúld hjúkrunarkona var ein þeirra sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu á nýársdag. Var henni veitt orðan fyrir hjúkrunar- og líknarstörf. Geirþrúður lauk námi við HSI 1935. Starfaði síðan í Bretlandi um hríð og var við framhaldsnám í geð- hjúkrun í Danmörku 1936. Aðalstörf Geirþrúðar hér heima voru við ung- barnavernd Líknar, Barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og við heimahjúkrun. Nýr formaður Trúnaðarráðs Á fundi Trúnaðarráðs HFÍ 1. mars 1978 lét Vígdögg Björgvinsdóttir af störfum í ráðinu, en hún var formað- ur þess. Formaður var kjörinn Pál- ína Sigurjónsdóttir heilsuverndar- hj úkrunarfræðingur, Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur. 1 ráðinu tók sæti Þórdís Sigurðardóttir hjúkrunar- fræðingur á Kleppsspítala. 34 HJUKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.