Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Síða 10

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Síða 10
Formannaráðstefna BSRB Formannaráðstefna Bandalags starfs- manna ríkis og bæja fór fram 14. og 15. febrúar sl. á Hótel Sögu. Höfuð- mál ráðstefnunnar var að ræða sam- ræmdar aðgerðir gegn fyrirhugaðri kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar. Að loknum nefndarstörfum og al- mennum umræðum voru eftirfarandi samþykktir gerðar: Með kjarasamningum samtaka launafólks á sl. ári var réttur hlutur launamanna eftir langvarandi stór- fellda kjaraskerðingu, er leiddi af riftun kjarasamninga vorið 1974, þegar hætt var að greiða umsamdar vísitöluuppbætur á laun. Með frumvarpi því, sem ríkis- stjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingi um ráðstafanir i efnahagsmálum, er enn á ný rift nýlega gerðum kjara- samningum. Á þennan hátt er komið í veg fyrir að launafólk geli í frjáls- um samningum samið um launakjör sín eins og lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá 1938 og lög um kjarasamninga Bandalags starfs- manna ríkis og bæja frá 1976 gera ráð fyrir. Formannaráðstefna BSRB 1978 ályktar að ekki verði lengur við það unað, að fjárskuldbindingar þær er felast í kjarasamningum, séu að engu hafðar af ríkisstjórn og Alþingi. Því ákveður formannaráðstefnan að stjórn Bandalags starfsmanna rík- is og bæja leiti samstarfs við önnur samtök launafólks, sérstaklega Al- þýðusamband íslands, Farmanna- og fiskimannasamband Islands, Banda- lag háskólamanna og Samband ísl. Frá formannaráðstejnu BSRB. Frá vinstri: Agást Geirsson, formaSur Fclags íslenskra símamanna (virSist hafa slakaS á rétt í augnablikinu), Svanlaug Árnadóttir, formaSur HFI og Brynja GuSjónsdóttir hjúkrunarfrœSingur, ásamt jleirum. Frá vinstri: Sigurveig SigurSardóttir HFI, ÞuríSur Backman HFI, Lára Hansdóttir, for- maSur Starfsmannafélags Sjúkrasamlags Reykjavíkur. í ræSustól er Albert Kristinsson, formaSur Starfsmannajélags HafnarfjarSar. Lengst t. h. situr Ingibjörg Helgadóttir HFÍ, en hún var fundarstjóri ráðstefnunnar ásamt Albert Kristinssyni. 8 IiJUKKUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.