Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 24
Frá endurhœfingardeildinni.
var talað við sjúklingana og haft of-
an af fyrir þeim á einn eða annan
hátt. Þetta fannst mér áberandi, bæði
á þessari deild og hjúkrunarheimil-
unum. Sjúklingarnir voru alls stað-
ar nr. eitt og allir voru samtaka um
að láta sjúklingana finna það - ann-
að komst ekki að í vinnutímanum.
Hreingerningar og þrif á deild-
inni var innt af hendi af fólki, sem
var undir stjórn annars staðar frá.
Mér gafst færi á að skoða hin og
þessi hjúkrunarheimili, bæði gömul
og ný. Húsakynnin voru mismun-
andi, en alls staðar sami andinn — og
hvergi vantaði hljóðfæri - og alls
slaðar var sami hlýhugur ríkjandi.
Fyrsta hjúkrunarheimilð var
Stodner sykehjem. Har voru þrjár
hæðir fyrir vistmenn, tvær deildir á
hverri hæð - 20 einsmanns herbergi
og 10 tveggja manna, rúmgóð her-
bergi með hreinlætisaðstöðu. Hver
vistmaður hafði með sér sitt eigið
dót, ef hann vildi. Eldhús var til ráð-
stöfunar á hverri deild til að fá sér
aukabita eða sopa. Sjúkraþjálfunar-,
vinnu- og fönduraðstaða var mjög
góð. Einnig var þar tannlæknis-, fót-
og hársnyrtistofa.
Langerud sykehjem var líkt, nema
hvað það var skemmtilegar staðsett.
Þar eru 250 sjúklingar. Á neðstu
hæð var matar- og kaffisala - einnig
hægt að kaupa hlöð, sælgæti og tó-
bak. Var þetta opið fyrir alla, vist-
menn, starfsfólk og utanaðkomandi
fólk.
Ut af fyrstu hæðinni voru svalir,
rúmgóðar, með horðum og stólum
og þar sat gamla fólkið oft og fylgd-
ist með börnunum, því að barna-
heimilið var staðsett undir svölunum
og gott að fylgjast með börnunum.
Þetta var mjög vinsæll staður. Gamla
fólkið gat heyrt í og talað við börn-
in, þar eð svalirnar voru það neðar-
lega.
Á öllum stærri hjúkrunarheimil-
um eru herbergi fyrir aðstandendur,
sem komnir eru lengra að - og einn-
ig herbergi fyrir sjúklinga, sem ann-
ars eru heima, en þarf að taka inn
tíma og tíma til að hvíla aðstandend-
ur. Dagheimili var fyrir 25 manns,
og tók það fólk þátt í vinnu og föndri
og hafði aðgang að allri þjónustu.
Eldhúsið sá um mat fyrir aldraða á
svæðinu, bæði minni hjúkrunarheim-
ili og einstaklingar sem það vildu,
gátu fengið sendan mat heim.
Lyfjabúr var á stofnuninni og
voru lyfin send upp á deildirnar í
læstum vagni, til útdeilingar.
Lítið var um hjúkrunarfræðinga,
venjulega ekki nema einn á hverri
vakt. Var mjög vont að manna deild-
irnar af hjúkrunarfræðingum, en
nóg var af sjúkraliðum og öðru fólki
- karlmönnum ekki síður en kven-
fólki. Allir, sem hugðu á að vinna
eitthvað innan heilhrigðisstéttanna,
þurftu að hafa unnið 6-8 mánuði á
sjúkrahúsi. Þetta fólk vann með
sjúkraliðum undir stjórn hjúkrunar-
fræðings. Ekki var nema einn læknir
á stofnuninni og átti hann einnig að
sinna gamla fólkinu á svæðinu í
kring.
Kapella var við hvert hjúkrunar-
heimili og prestur.
Þá kom ég einnig á heimili, sem
Diaconissur ráku. Mjög fullkomið
og skemmtilegt. Catanke Guldhergs
Elder senter. Þar voru 140 vistmenn
á 5 deildum, svo íbúðir, 67 talsins,
þar af 10 2ja herbergja. Alla þjón-
ustu fá vistmenn inni í stofnuninni
og er líkt fyrirkomulag í því efni og
á öðrum nýjum hjúkrunarheimilum.
Slarfsfólkið gengur í alla vega litum
sloppum og getur maður hara sótt
sér hreinan slopp í fataherbergið,
hvort sem maður vill gulan, rauðan
eða einhvern annan lit. Aðeins nælur
skilja stéttirnar að. Kappar sjást
ekki. Alls staðar eru góðar ibúðir
fyrir starfsfólk, eins, tveggja eða
þriggja herbergja íbúðir.
Eitt, sem mér fannst kannski að
betur mætti fara, var að hjúkrunar-
heimilin væru ef til vill of stór - að
minnsta kosti fyrir þessa kynslóð,
sem nú er komin yfir aldurstakmark-
ið og vanari er minni húsakynnum.
En líklega verður það ágætt fyrir
næstu kynslóðir, sem vanist hafa
stærri sniðum.
Hér hefur verið stiklað á stóru, en
væntanlega mun tímaritið á næst-
unni birta fyrirlestur eftir Gretu
Overli, sem er sérhæfð í þjálfun aldr-
aðra.
Það er erfitt að verða gamall - og
mikils virði fyrir hvern og einn að
fá að eldast með reisn. Þess vegna
er það skylda okkar, sem höfum að-
stöðu til þess, að hj álpa fólki til þess.
□
22
HJUKRUN