Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 18

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 18
þessari geðdeild, sem ég var lagður inn á í tvígang með þriggja vikna millibili, þrjá mánuði samtals. Hvernig lít ég nú á dvölina þarna, eftir að ég er kominn aftur til starfa sem geðhjúkrunarfræðingur? Mestan hluta tímans notaði ég til að aðlagast. Var það mín sök? Mér fannst ekki erfitt að vera sjúklingur, þau hlutverkaskipti fundust mér ekki undarleg. En hversu oft óskaði ég ekki á þessari deild að fá að vera bara sjúklingur en ekki stundum sjúklingur og stundum ráðgefandi fyrir starfsliðið? Ég er nefnilega þaulreyndur í að vinna í sállæknandi samfélagi. A þeirri deild, sem ég var lagður inn á, var verið að reyna að koma á lækn- andi samfélagi. Fram til þessa höfðu þau náð því marki að stofugangur var í grúpuformi. Bak við lokaðar dyr Tvisvar í viku, klst. í senn, kom grúpan saman, sjö til átta sjúklingar og starfslið ásamt lækni. Læknaskort- urinn var augljós. Minni grúpu var stjórnað af mjög ungum lækni, sem hugði á frama sem skurðlæknir. Oðru hvoru mætti deildarlæknirinn, sterkur persónuleiki, sem manni fannst að gæti hjálpað. Því miður var hann sjaldan og fór að lokum í annað starf. Hjúkrunarfræðingar og annað starfslið sat mestan tímann með kaffibollana hak við lokaðar dyr. Þar hefur áreiðanlega verið margt áhugavert - því þegar maður náði tali af því, var starfsliðið fjarrænt til augnanna og talaði óljóst um gagnsemi funda. Dag einn sagði ég við deildarstjór- ann að mér þætti slæmt að starfslið- ið væri ekki frammi á deildinni (kvöldvakt undanskilin). Hann fór undan í flæmingi en sagði að hann gæti alveg hugsað sér að koma og tala við okkur - og hefði reyndar reynt - en fengið að vita að sjúkl- ingarnir hefðu of mikinn ávinning af því (forréttindi). Og þess skal líka gætt, stendur í vissum geðsjúkdómafræðum. Afskiptalaus Starfsliðið var vinsamlegt — en ó- persónulegt. Einn úr hópi þess kom kannske fram á sunnudagsmorgni (þá voru engir journalar) og settist hjá þeim þrem sjúklingum, sem ekki höfðu helgarleyfi. Samtal gat þá haf- ist svona: „Jæja, Anna - hvernig hefur þú það? Ja, um þetta á víst að spyrja.“ Maður heldur fjarlægðinni - eng- inn auka ávinningur hér. Ef samtalið hélt áfram var það alltaf á sam hátt. Þau höfðu lært til fullnustu þá samtalstækni. Maður vissi alltaf fyrirfram hvað yrði sagt. Þið vitið. „Hvað finnst þér um mín vandamál? Ja, hvað finnst þér sjálf- um?“ Fyrir utan grúpurnar sáu sjúkl- ingarnir um sig sjálfir, þ. e. a. s. 166 af 168 stundum vikunnar. Það var hoðið upp á vinnu- og iðjuþjálfun en sjúklingarnir voru sjálfráðir um þátttöku. Eiginleg skylduverk voru fá: búa um og þvo vaskinn, og þó við slepptum því mánuðum saman, voru ekki gerðar athugasemdir. Við töluðum oft um að við lifðum í stóru tómarúmi. Tíminn er óendanlegur - maður bíður bara - eftir morgunmat - hádegismat - kvöldmat og að fara að hátta. Mér finnst ég vera grautarsletta á stórum ísjaka í niðaþoku. Ógeðsleg tilíinning. Kvíðaeinkennin magnast. Enga hjálp að fá Ég hafði vænst mikils af grúpunni, en fannst ég enga hjálp fá - mér fannst ég nýttur sem ráðgefandi í geðsjúkdómum og mín vandamál sett til hliðar. Ég kvartaði undan þessu við einn af vinum mínum en fékk engar und- irtektir. „Sérðu ekki að þetta er við- urkenning á sjálfum þér?“ En það gat ég ekki. Ég hafði þörf fyrir að ráðin væru tekin af mér — það var enn of snemmt fyrir mig að taka ábyrgð á sjálfum mér. Ég hafði þörf fyrir að vera háður einhverjum sem væri sterkari en ég - en fékk það ekki. í grúpunni var leitað til mín sem sérfræðings, utan grúpunnar var ég látinn afskiptalaus. Ég fékk það á tilfinninguna að starfsliðið væri feimið við mig. Þau voru kurteis en hlédræg — andmæltu mér ekki - ég var talinn hafa hina miklu reynslu í geðmeðferð (sem ég reyndar hef) svo ég hlaut að hafa svo mikla inn- sýn í eigin vandamál að ég gæti sjálfur ráðið bót á þeim. Aldrei fyrr í lífi mínu hef ég verið svo einmana og yfirgefinn. Dag einn brast þolinmæði mín. Ég útskrifaði mig og enginn andmælti. Fór á kaffistofu Heima var ég í þrjár vikur. Það gekk ekki vel. Náði síðan sambandi við sjúkrahúsið og var lagður inn á ný. I nokkrar vikur leið mér álíka og við fyrstu innlögn. Mér fannst ég firrtur öllum mannlegum tengslum. Til að komast í samband við ein- hvern fór ég á veitingahús ásamt nokkrum sjúklingum. Að sumu leyti til að egna starfsliðið og fá það til að koma út af vaktinni og segja eitt- hvað. En það gerði það ekki, svo eft- ir viku hætti ég að fara á veitinga- stofuna. Svo kom nýárið - og einn morgun vaknaði ég og leið allt í einu vel - en það var ekki fyrir tilverknað deildarinnar. Ég fór að hafa áhuga fyrir fram- tíð minni - útliti mínu og deildarlíf- 16 HJUKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.