Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 20
Ofurseldír kerfínu
Að verða barn í annað sinn -
það er enginn barnaleikur .. .
Eftirfarandi greinarkorn birtist
í Morgunblaðinu.
„SpÍtalaveiki“ hefur það verið kall-
að, er sjúklingar í sjúkrahúsum
veikjast af einhverju innanhússmiti
þar. Hefur þetta nafn verið haft um
líkamlega sjúkdóma eina. En nú er
komið í ljós, að menn geta líka tekið
- og taka margir hugræna sjúkdóma
í sjúkrahúsunum.
Síðar töldu sjúkdómarnir hafa
verið nefndir „spítalasálsýki“. Þeir
eiga sér margar rætur. En í höfuð-
atriöum er orsökin sú, að menn, sem
leggjast inn í sjúkrahús, verða ofur-
seldir „kerfinu“ þar. 011 ráð eru tek-
in af þeim svo að þeir verða hjálpar-
vana og eiga allt sitt undir starfsliði
sjúkrahússins. Fulloröiö fólk, sem
fram að því hefur ráðið lífi sínu
sjálft, er svipt sjálfræðinu og farið
með það eins og börn. Meðan það
dvelur í sjúkrahúsinu taka aðrir all-
ar ákvarðanir, smáar sem stórar, fyr-
ir það. Sjálft fær það ekki einu sinni
að leggja neitt til eigin mála; hjúkr-
unarliðið tekur öll völd.
Þetta fær töluvert á marga sjúkl-
inga. Þeir verða ruglaðir í ríminu og
vita ekki hvað halda skal. Þeir eru
neyddir til að gjörbreyta háttum sín-
um meöan þeir eru í sjúkrahúsinu.
Bregðast menn þá misjafnlega við.
Sumum fer þannig, þegar komiÖ er
fram við þá eins og smákrakka, að
þeir fara að haga sér eins og smá-
krakkar. Sumir taka niÖurlæging-
unni þegjandi, en huga hjúkrunarlið-
inu illt fyrir. Enn aðrir verða „erf-
iðir“ o. s. frv.
Það voru fræðimenn í Ulm og
Hannover í Vestur-Þýskalandi sem
fóru að gefa gaum að þessu. Þegar
þetta var nefnt við lækna og annað
hjúkrunarlið kvaðst það aldrei hafa
leitt hugann að því að neinu marki.
Var hjúkrunarlið yfirleitt á einu
máli um það, að ilestallir sjúklingar
löguðust fljótlega og fyrirhafnarlítið
að daglegri önn á sjúkrahúsum og
tækju með jafnaðargeði því sem að
höndum bæri.
Fræðimennirnir halda því hins
vegar fram, að sjúklingarnir samlag-
ist ekki lífinu í sjúkrahúsunum. Þeir
gefist hara upp fyrir ofureflinu og
leggist í vægt þunglyndi. Þeir virðist
taka öllu með jafnaðargeði, en raun-
in sé önnur. Þeir taki meðferðinni
aðeins þegjandi, bæli tilfinningar
sínar og reyni að þóknast hjúkrunar-
liðinu — vera þægir, vegna þess að
þeir viti, að ekki borgi sig að sýna
„mótþróa“.
Ekki bætir úr skák sambandsleys-
ið milli sjúklinga og hjúkrunarliðs á
sjúkrahúsum víðast hvar. Hjúkrun-
arliöið mælir mjög á framandi
tungu, læknisfræðilegt hrognamál,
sem oft veldur misskilningi. Hrogna-
mál þetta er síst til þess falliö að
draga úr kvíða sjúklings. Það eykur
og á vanmáttarkennd hans og al-
menna niöurlægingu, að hann þarf
sífellt að biðja lækna útskýringar á
orðum þeirra. Þegar læknum í Hann-
over var bent á það atriði, kváðust
þeir bara „ekki hafa athugað þetta“
og töldu, að vandinn leystist, ef þeir
temdu sér alþýðlegra málfar í sjúkra-
stofunum. Samskipti sjúklinga og
hjúkrunarkvenna væru greið, og
ekki þyrfti úr neinu að hæta í því
efni. Það reyndist þó misskilningur.
Það kom nefnilega á daginn, að
hjúkrunarkonur reyndu hvað þær
gátu að temja sér fræðimál við sjúkl-
inga svo að ekki færi á milli mála,
að þær væru yfir þá settar. Aum-
ingja sjúklingarnir voru sem sé al-
veg einir, hver á sínum háti - þeir
skildu engan, allir hreyktu sér yfir
|>á og ráðskuðust með þá. Þetta legð-
ist svo þungt á suma, að þeir tóku
„spítalasálsýki“ ofan á það, sem að
þeim gekk fyrir . . .
The German Tribune.
18
HJÚKRUN