Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 34

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1978, Blaðsíða 34
Er möguleiki á betra samstarfi? Eg hef verið að velta því fyrir mér, hvort þeir hjúkrunarfræðingar, sem starfa við skólana, eigi einhvern þátt í því samhandsleysi er ríkir milli skóla og heimila og hvort þeir geti stuðlað að betri samvinnu og orðið áhrifameiri tengiliður en nú er. Nú háttar svo til að á fyrstu mán- uðum skólagöngu barnsins fer fram læknisskoðuti og er gott, en kemur hún foreldrum ekkert við? Hvers vegna er þessi leynd yfir þessari læknisskoðun? Barnið kemur bara heim einn daginn úr skólanum og segist hafa verið í skoðun og fengið sprautu. Hvers konar sprautu og við hverju veit enginn. A að fylgjast með einhverju? getur barnið fengið hita eða veikst? Foreldrarnir fá ekk- ert að vita. Kom eitthvað í ljós sem laga þarf eða er allt í lagi? Eg held að þarna á fyrsta ári skólagöngu barnsins mótist töluvert viðhorf foreldra gagnvart skólanum. A skólinn barnið? Kemur okkur ekki lengur við hvað gert er við og fyrir barnið? Ég tel að ef skólahjúkrunarfræð- ingar hefðu meira samband við heimilin, gætu þeir stuölað að betri samvinnu skóla og heimila. Væri til dæmis mikil fyrirhöfn að senda til- kynningu til heimilanna um hvenær þessi athöfn á að fara fram, ásamt upplýsingum um hvað gert verði, þannig að foreldrum gefist tækifæri til að koma fram með athugasemdir ef einhverjar væru. Síðan gætu skóla- hjúkrunarfræðingar sent miða heim Sjónarmíð með barninu og tekið fram hvað gert hafi verið og með hverju skuli fylgj- ast. Ég er kannske að gera of miklar kröfur, en tel að ef samvinna er góð um heilsu og öryggi barnsins í skóla og á heimili verði samvinna við skól- ann í heild mun betri. 555 Hvaö er að? I KastljÓSI sjónvarps hér á dögun- um fóru fram athyglisverðar umræð- ur og líklega fremur óvenjulegar, miðað við innlent efni fjölmiðla hér á landi fram til þessa. Þar var rætt við ungt fólk, karl og konu, sem bæði eru haldin langvinnum og afar erfiðum sjúkdómi og hafa þar af leiðandi þurft að ganga í gegnum margvislegar þrengingar, andlegar og líkamlegar. Skýrðu þau frá reynslu sinni í samskiptum við lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og kom þar glöggt fram hve starfsfólki almennt er áfátt í því að veita sjúkl- ingum andlega aðhlynningu, gefa upplýsingar, útskýringar og fræðslu, hvort heldur er til handa sjúklingum eða aðstandendum þeirra. Umsjónarmaður þáttarins ræddi því næst við hjúkrunarfræðinga og lækna. Var auðheyrt að ekki kom þeim neitt á óvart af því sem fram hafði komiö og voru allir á einu máli um að brýnt væri að ráða hér bót á. Enda er það staöreynd að þessi mál bafa mikið veriö rædd meöal starfsfólks heilbrigöisstofnana undanfarin ár og virðist svo sem flestum sé vel ljóst hve þessum þætti meðferðar og aöhlynningar sé ábóta- vant. Orsök þess að árangur hefur ekki orðið betri en raun ber vitni, er án efa sú, að umræðan hefur nær einvörðungu farið fram innan hins lukta kerfis heilbrigðisþjónustunnar - án þátttöku neytendanna sjálfra og segir það eflaust sína sögu um við- horf þeirra sem þar tala. Og yfirleitt er því þannig farið þegar fjallað er um heilbrigðismál, þá ræðast við annars vegar sérfræðingarnir og hins vegar leikmenn. Þó eru dæmi um að annar háttur hafi verið á og má þar nefna að Þórunn Pálsdóttir, hjúkr- unarforstjóri Kleppsspítalans, hefur gengist fyrir ráðstefnum (siðast í nóvember sl.) þar sem hjúkrunar- fræðingar hafa m. a. tekið til um- fjöllunar tjáskipti, samskipti starfs- fólks og sjúklinga, andlega aðhlynn- ingu o. fl. og hafa þá fengið til liðs við sig fulltrúa úr hópi sjúklinga. Er ekki ósennilegt að þar sé fundin kveikjan að framangreindum Kast- ljósþætti. Hvort sú ályktun fær stað- ist skiptir þó engu meginmáli, hitt er miklu mikilvægara, þ. e. ef fjöl- miðlar og allur almenningur fara að láta málefni heilbrigðisþjónustunnar meira til sín taka og fá tækifæri til að hafa áhrif á þau. Sennilegt er að sjónvarpsþátturinn hafi vakið marga til umhugsunar um ýmislegt fleira, sem betur má fara í þessum efnum. Það hefur reyndar mátt sjá þess nokkur merki undanfarið að hafðir séu uppi tilburðir í þá átt að höggva l'nunh. d bls.35. 28 HJUKUUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.